Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 20
90 LÆKNABLAÐIÐ voru innlagðir á gjörgæsludeild. Ef litið var á meðvitundarástand sjúklinga við komu, kom í ljós, að um 80% voru annað hvort djúpt meðvitundarlausir (coma) eða með skerta meðvitund (semicoma). Langflestir sjúkling- anna, eða 389, komu aðeins einu sinni inn á spítala á þessu tímabili, 39 sjúklingar lágu tvisvar og aðeins átta sjúklingar voru lagðir inn oftar en tvisvar. Mikill meirihluti sjúkling- anna hafði annað hvort tekið fleiri en eitt lyf Fjöldi Mynd 3. Fjöldi innlagna eftir mánuðum. Óvíst Mynd 4. Hvenœr sólarhrings. Lyf Mynd 5. Algengi helstu lyfja. Meðaltalper ár. eða lyf og áfengi saman, (tafla II). Þegar litið var á einstaka lyfjaflokka (tafla III) kom í ljós, að benzodiazepine voru langalgengust en geðdeyfðar- og sterk geðlyf voru einnig mjög algeng í lyfjaeitrunum. Algengasta lyfið var diazepam og tóku það 154 sjúklingar (31%). Næstalgengasta lyfið var amitryptilin, 74 sjúklingar (15%). f rannsókninni 1971-1975 kom fram að notkun mebumals fór minnk- andi, en notkun diazepams og amitryptilins jókst að sama skapi og hefur sú þróun greinilega haldið áfram (mynd 5). Þegar farið var yfir sjúkraskrár var reynt að gera sér grein fyrir ástæðu innlagnar eftir bestu getu (tafla IV), en slíkt var í mörgum tilfellum mjög erfitt. Niðurstöður þessarar könnunar, sam- anborið við fyrri rannsókn, sýnir að tíðni lyfjamisnotkunar og ölvunar voru svipaðar, en það voru þeir tveir flokkar, sem auðveldast var að greina við lestur sjúkraskráa. Erfitt var hins vegar að draga skýrar línur milli hinna þriggja flokkanna og því erfitt að bera saman niðurstöður milli þessara tveggja rannsókna. í hópnum þar sem um misnotkun lyfja og áfengis (abusus medicamentorum og ebrietas) er að ræða eru karlar í áberandi meirihluta, 130/59. í hinum hópnum (tentamen suicidi, tentamen suicidi obs. og demonstration) voru konur í miklum meirihluta, 201/106. Með demonstration er átt við þegar sjúklingur tekur lyf í því skyni að ögra eða hóta sínum nánustu fremur en að um ákveðna sjálfsvígstilraun sé að ræða. Geðlæknisálit var fengið í 53% tilfella (45% í fyrri rann- sókn). Flestir fóru heim eða 77%, en 23% þeirra var fylgt eftir af geðlækni eftir útskrift. Tuttugu og tvö prósent sjúklinga voru inn- lagðir á geðdeild, en sjö sjúklingar (1.4%) létust. Eins og sést í töflu V tóku flestir sjúklinganna sem létust fleiri en eitt lyf og voru tricyclisk lyf algengust (i fjórum tilfella). Einn sjúklingur lést eftir paracetamoleitrun. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar athugunar sýndu, að 85% sjúklinga komu beint á slysadeild og voru síðan lagðir þaðan inn á lyflækninga- deild Borgarspítalans. Til að kanna hversu stór hlutdeild Borgarspítalans er í lyfjaeitrun- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu var athugað- ur fjöldi innlagna á Landspítala og Landakot eftir því sem kostur var og kom í Ijós að meðalfjöldi innlagna var mjög svipaður á \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.