Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 56
112 LÆKNABLAÐIÐ 3.Höfuðverkur: Hér er ráð fyrir þá sem timburvagninn dregur uppi að morgni: Gott er að væta klút í ediki og binda um höfuðið. Einnig gott að drekka blóðbergsseyði blandað hunangi eða greiða hár sitt með greiðu úr kindahorni. Ágætt er að fara í heitt fótabað og síðan kalt strax á eftir og sofa með fæturna bera. Má þvo höfuðið úr lút, sem í hefur verið blandað hrafnshöfuðsösku og loks má binda sokka- band óspilltrar meyjar um höfuðið. Góðir veislugestir. Það er ánægjulegt að sjá svo marga lækna samankomna hér í kvöld, sem ekki hafa Iátið á sig fá krepputal og svartagallsraus. Það hefur fyrr verið erfitt að búa á íslandi en nú. Ég hygg, að flest okkar séu bundnari landinu en okkur sjálfum er ljóst. Við erum forréttindahópur, þrátt fyrir allt og allt. Við höfum starf, sem er meira en starf. Við erum læknar. Það er erfitt að vera Iæknir og hefur alltaf verið, en fá störf veita sömu ánægju og lífsfyllingu. Fyrir þetta megum við vera þakklát. En líf læknisins er ekki tóm alvara. Við þörfnumst okkar gleðistunda eins og aðrir. Eftir því sem árin líða, njótum við betur þeirra hraðfleygu stunda í góðra vina hópi, sem Jónas Hallgrímsson kallaði: »sólskins- blett í heiði«. Ég vil enda þetta spjall mitt á síðustu vísunni í hinu alþekkta kvæði Jónasar, »Hvað er svo glatt«. »Látum því vinir vínið andann hressa og vonarstundu köllum þennan dag og gesti vora biðjum guð að blessa og best að snúa öllum þeirra hag. Því meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem geta fundið til.» Baldur Johnsen ÁVARP FLUTT Á ÁRSHÁTÍÐ LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR 1986 FYRIR HÖND 50 ÁRA LÆKNAKANDIDATA Formaður stjórnar, veislustjóri, heiðurs- gestir, dömur mínar og herrar, kæru starfs- félagar. Mér hefur fallið sá heiður í skaut að veljast úr fámennum hópi okkar jubilantanna frá 1936 til þess að segja hér fáein orð með hliðsjón af gamla tímanum og til þess meðal annarra orða, að ávarpa yður, ágætu veislugestir. Það væri vel við hæfi að fara nokkr- um orðum um þetta merka læknafélag, Læknafélag Reyjavíkur, en þar sem því voru gerð góð skil í fyrra, á 75 ára afmæli þess, verður nú fátt eitt um það sagt, en þó vil ég hér minna á, að læknar hafa löngum verið taldir bágrækir á fundi og í félagahóp- um. Löngum hafa þó vakist upp áhuga- og bjartsýnismenn til stjórnarstarfa og tekist að hvetja félagana til umhugsunar og átaka um hag sinn, menntun og kjör. Um leið hefur Læknafélag Reykjavíkur verið styrk- asta stoðin Læknafélagi íslands. Allt þetta hefur leitt til batnandi þjónustu við fólkið í landinu og það svo mjög, að nú eru sveitar- stjórnir og almannatryggingar farnar að kvarta undan of miklu langlifi í körlum og þó sérstaklega í kerlingum í landi hér, sem ku vera heimsmet. Þó hefur þessi lífslenging ekki fallið sjálfum læknunum í skaut, eins og greinilega sést á líftölum eins og sannast á þessum ágæta árgangi okkar frá 1936, þar sem aðeins eru fjórir eftir af þrettán. Jafn- ast það þó þegar athugað er, að í þessum sömulíftölumvirðastkonurætlaaðverðaallra kvenna elstar og geta menn af því dregið sinar ályktanir. Þessi orð um lækna og störf þeirra í Læknafélagi Reykjavíkur verða að nægja að sinni, en sérstaklega vil ég um leið bera hér fram þakkir okkar, sem hingað eru boðnir sem heiðursgestir í tilefni af 50 ára afmæli, kandidatsafmæli. En lítum nú aðeins á gamla tímann þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.