Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 83 (colitis ulcerosa) og svæðisiðrakvef (Chron’s disease) er ristilspeglun mjög gagn- leg rannsókn til þess að stiga sjúkdóminn og meta árangur meðferðar, auk þess sem krabbamein greinist snemma. 7. Sterkir áhcettuþœttir fyrir ristil- og endaþarmskrabba. Ljóst er, að farsœlasta Ieiðin að því að lækna krabbamein, er sú að greina það á byrjunarstigi. Því hafa menn gert skimunaráætlanir (screening programs). Ristilspeglun er ekki hagkvæm (»cost effec- tive«) til skimunar, nema hjá þeim sem hafa mjög sterkan áhættuþátt. Orsakir ristil- krabbameins eru óþekktar, en helstu áhættuþættir eru aldur yfir 50 ár, sterk fjöl- skyldusaga um ristil- og endaþarmskrabba, iðrasepamergð (polyposis syndromes) og Iangvarandi sáraristilbólga (universal). B. Ábendingar um meðferð 1. Sepanám. Ristil- og endaþarmskrabbi er algengur sjúkdómur í báðum kynjum. Þrátt fyrir framfarir í skurðlœkningum, geisla- lœkningum og krabbameinslyfjameðferð, hafa horfurnar við krabbameini í ristli og endaþarmi lítið sem ekkert batnað síðustu áratugina. Það sem hefur lang mesta þyðingu, er hve langt sjúkdómurinn er geng- inn, þegar hann greinist. Framfarir við ristilspeglun síðustu árin hafa synt fram á tengsl ristil- og endaþarmskrabba við ákveðnar tegundir sepa, sem eru taldir for- stig illkynja vaxtar (10). Líklegt er, að flest krabbamein I ristli byrji í sepum. Ekki er vitað, hve miklar líkur eru á, að separ verði illkynja, en það fer eftir gerð þeirra og stœrð. Mestar líkur eru á krabbameini, ef gerð sepanna er títukirtilœxli (»villous ad- enoma«, 4°7o krabbamein ef einn sentímetri í þvermál en 40°7o ef tveir sentímetrar). Ef gerðin er píplukirtilœxli (»tubular adeno- ma«), eru líkurnar á krabbameini ekki eins miklar (1% ef einn sentímetri, 10% ef tveir). Einnig er ly'st svokölluðu píplutítukirtilcexli (»tubulovil/ous adenoma«), sem er blanda tveggja fyrrnefndra gerða (10). Aðrar gerðir sepa, svo sem vefaukasepar (»hyperpla- stic«), ungœðissepar (»juvenile«) og bólgu- syndarsepar (»inf!ammatory pseudopolyps«) sýna hins vegar ekki tengsl við illkynja vöxt. Margir telja, að fjarlceging sepa muni minnka tíðni krabbameins. Ef sepi finnst, þarf að fjarlœgja hann og skoða vefja- fræðilega. Venjulega nást þeir við ristilspegl- un, en ef þeir eru mjög stórir, þá eykst hættan á blæðingu og á götun garnarinnar. Ef sepi reynist hafa staðbundið krabbamein (carcinoma in situ), þ.e. meinið ekki vaxið í gegnum vöðvaþynnu slímhúðar (muscularis mucosae), þarf ekki stærri skurðaðgerð. Ef hins vegar kemur í Ijós, að meinið er gengið lengra (ífarandi krabbamein), þá þarf að framkvœma ristilnám að hluta. Hœgt er að merkja svæðið, þar sem sepinn var, með því að sprauta litarefni undir slímhúðina (11). Þá er auðvelt að þekkja svœðið, ef gera þarf stœrri skurðaðgerð eða ef líta þarf aftur á sama svæði. Sepanám við ristilspeglun hefur mikla kosti umfram opna skurðaðgerð. Dánartíðni og sjúkdómstíðni sjúklinga er mun minni. Kostnaður er mun lægri og legutími aðeins einn dagur. Það fer svo eftir gerð sepanna, hvernig háttað skal eftirliti eftir sepanám, t.d. hvort um staðbundið krabbamein er að ræða. 2. Fjarlæging aðskotahluta. Ekki er algengt að fjarlægja þurfi aðskotahluti með ristil- spegli. Oftast hafa þeir borist inn um endaþarmsop, annað hvort við sjúkdóms- greiningu eða meðferð á vegum Iækna eða þá við kynlífsathafnir. Flestir aðskota- hlutir, sem berast ofan frá, halda áfram sína leið, ef þeir komast niður i ristilinn, en stoppa stundum við ristilloku (valvula ileocoecalis) og hafa t.d. verið sóttar gervi- tennur í neðsta hluta dausgirnis (ileum distale) með ristilspegli (1). Einnig hefur ristilspegill verið notaður til að fjarlægja sauma ef myndast hefur saumaþykkildi. 3. Aflétting stífluástands. Ristilspegill hefur einnig reynst gagnlegt tæki til að létta á þrýstingi, þegar snúist hefur upp á görnina (t.d. sigmoid volvulus) og við gerviteppu ristils (Ogilvie’s syndrome) (1).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.