Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 85-8 85 Nicholas John Cariglia & Trausti Valdimarsson RISTILSPEGLANIR GERÐAR Á FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSINU Á AKUREYRI Á TÍMABILINU MAÍ 1980 TIL OKTÓBER 1985 INNGANGUR, AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR. Upptökusvæði FSA er ekki skýrt afmarkað. Á Akureyri búa rúmlega fjórtán þúsund manns. Sé upptökusvæðið hins vegar miðað við Norðausturland, getur fjöldi íbúa nálgast þrjátíu þúsund, en íbúar utan Eyjafjarðar koma ekki í öllum tilfellum til FSA. Á ofangreindu fimm og hálfa ári hafa verið gerðar 450 ristilspeglanir. Dreifing milli ára var nokkuð jöfn, meðaltal 82 speglanir árlega. Allar ristilspeglanirnar voru gerðar af Nicholas Cariglia. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði aðstoðuðu. Notaður var spegill af Olympus-gerð þar til um mitt ár 1984, en siðan þá spegill af gerðinni Fujinon COL M2. Vegna fría starfsfólks og tækjabilana, voru speglanir aðeins gerðar í um átta mánuði á hverju ári, það er að meðaltali 2,3 á viku, en þær voru aðeins gerðar einn dag vikunnar. Næstum allar speglanirnar voru gerðar á inniliggjandi sjúklingum. Vegna undirbúnings er þægilegra að hafa sjúkling- inn á sjúkrahúsi. Undirbúningur fólst í fljótandi fæði i þrjá daga, tveimur dulcolax töflum tvisvar á dag í tvo daga og stólpípum í tvö kvöld og að morgni speglunardagsins. Dugði þessi hre- insuu hjá um 95 af hundraði sjúklinga í fyrstu tilraun. Til deyfingar var notað díe- zepam og pedidín í æð, að meðaltali tíu milligrömm af hvoru. Oftast voru sjúklingar aðeins látnir fasta í eina klukkustund fyrir speglunina, en því hefur verið sleppt í seinni tíð. Oftast fór sjúklingur heim speglunardag- inn, ef öðrum rannsóknum var lokið. Þó var fylgst með sjúklingi fram á næsta dag, ef til dæmis hafði verið fjarlægður stór sepi. Reynt var að komast í botnristil hjá átta af hverjum tíu og tókst það í 76 hundraðshlut- Frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Barst 20/01/1986. Samþykkt endanlega 26/01/1986 og sent í prentsmiðju. um þeirra tilfella, þar sem það var reynt. Staðsetning ristilspegilsins fékkst með því að þekkja innri líffærafræði ristilsins, sjá ljósið gegnum kviðarvegginn og stöku sinnum var tekin röntgeyfirlitsmynd af kvið. Ekki var notaður skyggnimagnari. Langoftast var tek- in röntgenmynd, þegar komið var í botnristil eða að einhverju meini, til staðfestingar á legunni. Kynskipting var nokkuð jöfn, 238 konur og 212 karlar. Meðalaldur var 62 ár, þrettán voru á aldrinum 10-20 ára og átta 90-100 ára. Langflestir voru á aldrinum 60-70 ára, þ.e. á þeim aldri, sem ristil- og endaþarmskrabbi er algengastur. NIÐURSTÖÐUR. Mikilvægustu ábendingar speglana eru tí- undaðar í töflu I. Mjög oft fengust mikilvægar upplýsingar, Tafla I. Mikilvœgustu ábendingar spegiana*. Fjöldi Ábendingar sjúklinga % Blæðing frá meltingarvegi**......... 113 (25) Óútskýrðir kviðverkir................ 78 (17) Sepi við endaþarmsspeglun**.......... 41 (9) Óeðlileg/vafasöm röntgenmynd af ristli............................ 38 (8) Eftirlit vegna krabbameinsskurð- aðgerðar** .......................... 36 (7) Eftirlit eftir sepanám** ............ 32 (6) Stigun sáraristilbólgu** ............ 29 (5) Breytingar á hægðarvenjum 21 (5) Blóðþurrð vegna járnsskorts**....... 20 (5) Niðurgangur.......................... 20 (5) Eftirlit vegna sáraristilbólgu**.... 14 (3) Eftirlit vegna svæðisiðrakvefs**.... 5 (1) Undirbúningur fyrir krabbameins- skurðaðgerð** ........................ 3 (1) Samtals............................ 450 (100) *) Átt er við þá ábendingu, sem er mikilvægust í hverju til- felli. **) Þær ábendingar, þar sem við teljum röntgenmynd af ristli óþarfa - 65 hundraðshlutar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.