Læknablaðið - 15.08.1986, Side 6
152
LÆKNABLAÐIÐ
Tryggja þarf að einungis séu gerðar skoð-
anir, sem að gagni koma og að mögulegt sé
að vísa vandamálum þangað sem þróuð
sérfræðiþekking er fyrir hendi (referral cen-
ters).
Átján ómsjár munu nú vera á landinu, þar
af ellefu utan Reykjavíkur og á þeim eftir að
fjölga. Ríkið hefur keypt flest tækin á
höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar hafa
bæjarfélög eða áhugamannahópar lagt fé til
kaupanna. Mikil fjárfesting liggur í þessum
tækjum og sums staðar er hún óþarflega
mikil. Nú þarf að sjá til þess, að ómskoðanir
komi að sem bestum notum fyrir almenning.
Til þess þarf kunnáttu og starfsþjálfun þeirra
sem við ómskoðanir vinna og þekkingu
þeirra, sem senda fólk í skoðun á því, hvers
tæknin er megnug. Þessu hefur verið ábóta-
vant hér á landi. Hvorki skoðunin sjálf né
túlkun á niðurstöðum eru einfalt mál. Ná-
kvæmni skoðunar, og þá árangur, eru mjög
háð hæfni þess sem skoðar, vegna þess að
ómskoðun er mjög gerandaháð (operator
dependent). Þetta krefst annarsvegar góðrar
líffærafræðikunnáttu og hinsvegar getu til
að meta myndina og breyta skoðunartækni,
hljóðstyrkleika og brennidepli ómgeislans
meðan myndin er á skjánum. Margir sem
skoða hér á landi hafa tiltölulega litla reynslu
af ómskoðunum og fræðilegt nám hefur
iðulega verið af mjög skornum skammti.
Tilraun til úrbóta var námskeið um
ómskoðanir, sem haldið var á Landspítal-
anum í októbermánuði síðastliðnum. Þvi
verður að fylgja eftir með fræðslu í ræðu og
riti og fleiri námskeiðum. Einnig þarf að
gefa þeim, sem við ómskoðanir fást, kost á
starfsþjálfunartíma á þeim deildum sem til
þess hafa aðstöðu og sérfræðiþekkingu.
Hæfilegur þjálfunartími fyrir lækna, til að
annast skoðanir á meðgöngu og í kvensjúk-
dómum, er í Bandarikjunum talinn vera að
minnsta kosti þrír mánuðir. Þá er reiknað
með einum mánuði á viðurkenndri deild, þar
sem veitt er fræðsla um eðlisfræðileg und-
irstöðuatriði, skoðunartækni og úrvinnslu
skoðunar. Að þvi búnu er gert ráð fyrir
tveggja mánaða starfsreynslu eða 200
skoðunum áður en viðkomandi býður fólki
þjónustu sína, sem læknir með ómskoðun-
arkunnáttu (8). í Bretlandi er rætt um
mismunandi þjálfunartíma á viðurkenndum
stofnunum, frá tveim vikum upp í þrjá
mánuði, eftir þvi hvort ætlunin er að menn
vinni við einföldustu greiningar á meðgöngu
eða fáist við erfiðari vandamál. Þar hefur
verið lagt til að prófi í mæðravernd-
arómskoðun verði komið á, til að tryggja
góðan skoðunarstaðal (7). Á Norðurlöndum
hafa námskeið í ómskoðun verið haldin
alllengi og rætt hefur verið um tveggja
mánaða þjálfunartíma. Mun lengri þjálfun-
artima þarf þó til ýmissa sérhæfðra
ómskoðana á meðgöngu.
Enda þótt flestar ómsjár utan Reykjavíkur
hafi verið keyptar með mæðravernd fyrir
augum, koma þessi tæki einnig að gagni við
almennar ómskoðanir, einkum í efri hluta
kviðarhols. Má geta þess að á röntgendeild
Landspítalans voru gerðar 2254 rannsóknir á
2067 einstaklingum á árinu 1985. Yfirleitt
voru fleiri en eitt líffæri rannsakað í hvert
skipti og oft fleiri en eitt svæði. Slíkar
rannsóknir eru víðast erlendis framkvæmdar
á röntgendeildum. Þar sem rannsóknar-
sviðið er víðfeðmara við þessar skoðanir en
við almennar skoðanir á burði þungaðra
kvenna, er þjálfunin samsvarandi meiri, eigi
þekking og reynsla, þess sem skoðar, að
spanna allt sviðið. Góð líffærafræðileg
þekking er algjört skilyrði.
Víðast í Bandaríkjunum annast ómtæknar
(sonargraphers) skoðunina, en undir ströngu
eftirliti og á ábyrgð læknis. Ómtæknar fá
mjög virka og stranga þjálfun á þessu sviði
í eitt ár, áður en þeir fá réttindi. Læknirinn
er sérfræðingur í geislagreiningu með margra
mánaða, jafnvel nokkurra ára sérþjálfun í
ómskoðunum. Á Norðurlöndunum, þar sem
fjárhagsgrundvöllur heilbrigðiskerfisins er
öðruvísi, framkvæma læknar almennt þessar
skoðanir, en ekki ómtæknar.
Varla er ástæða til að hafa kröfur um
menntun og starfsreynslu minni hér en ann-
ars staðar. Mætti til dæmis stefna að þvi, að
til að fást við venjurannsóknir á meðgöngu
þyrfti eins til tveggja mánaða nám, sem
skipta mætti niður á tvö ár og komi eitt eða
fleiri námskeið um grunnatriði inn í þennan
tíma. Mánaðarlöng starfsþjálfun við
mæðraverndarómskoðun og tveggja til
þriggja mánaða ströng þjálfun geislagrein-
ingarlæknis er lágmark. Jafnframt ætti að
gera kröfur um viðhaldsmenntun á þessu
sviði sem öðrum.
Heilbrigðisyfirvöld hafa sýnt ómskoðun-
armálum góðan skilning. Læknar, annað
starfsfólk i heilbrigðisþjónustu og almenn-