Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 10

Læknablaðið - 15.08.1986, Síða 10
156 LÆKNABLAÐIÐ Ég leyfi mér hæstvirtur heilbrigðisráð- herra, að senda yður ljósrit af vottorðum þessum til glöggvunar og þóknanlegra ráð- stafana.« Eitt af vottorðunum, sem fylgdu bréfi þessu mun hafa verið vottorð Ólafs Jóns- sonar, dagsett 18. maí 1984. í vottorði þessu segir m.a.: »Það vottast hér með, að ....... kom til mín á lækningastofu í dag og tjáði mér, að undanfarið hefði hann þjáðst af öndunar- vegssýkingu með hálsóþægindum og eyrna- verk og auk þess hafi hann haft undanfarið þrálátan höfuðverk og meltingartruflun. ..... telur sig óvinnufæran vegna þessa að minnsta kosti í dag. Skoðun leiðir í ljós áberandi roða á hægri hljóðhimnu.« í framhaldi af bréfi Jóns K. Jóhannssonar til heilbrigðisráðherra ritaði heilbrigðisráðu- neytið landlækni bréf, dagsett 22. júní 1984, þar sem málið var sent landlækni til um- sagnar með vísan til 13., svo og 7. gr. læknalaga nr. 80/1969. í bréfi landlæknis til heilbrigðisráðherra, dagsettu 7. ágúst 1984, er m.a. fjallað um fyrrgreint vottorð Ólafs Jónssonar og segir þar m.a. svo: »Ég fæ ekki séð neitt athuga- vert við framangreint vottorð. Trúnaðar- læknir hafði ekki samband við lækni eða sjúkling.« Hinn 30. ágúst 1984 ritaði landlæknir Jóni K. Jóhannssyni bréf og áminnti hann fyrir ámælisverða framkomu. í framahaldi af bréfi þessu ritaði Jón K. Jóhannsson heil- brigðisráðherra bréf, dagsett 17. september 1984 og tilkynnti um áminningarbréf land- læknis. Bréfi Jóns lýkur svo: »Ég fæ ekki séð hvaðan þessum starfsmanni í ráðuneyti yðar kemur vald eða umboð til að veita ákúrur á þessum forsendum og leyfi ég mér því að óska þess við yður, hæstvirtur heil- brigðisráðherra, að þér hlutist til um að landlæknir dragi ummæli sín skriflega til baka.« Jón K. Jóhannsson mætti á fund hjá nefndinni 10. desember s.l. og afhenti þá m.a. ljósrit af áðurgreindu bréfi, dagsettu 17. september 1984. Á fundi þessum neitaði Jón að draga framburð sinn til baka og neitaði jafnframt að biðja Ólaf Jónsson afsökunar. Siðanefnd L.í. hefur ekkert vald til þess að knýja Jón K. Jóhannsson til þess að draga framburð sinn til baka eða til þess að biðja Ólaf Jónsson eða aðra afsökunar. Með ritun framangreindra bréfa til heil- brigðisráðherra, dagsettu 4. júní 1984 og 17. september 1984, hefur Jón K. Jóhannsson, læknir, brotið ákvæði 1. gr. III. kafla Codex Ethicus. Eftir atvikum telur siðanefnd L.í. rétt að vekja athygli læknisins Jóns K. Jóhansson- ar á ákvæðum 13. gr. laga nr. 80/1969 og 3. gr. laga nr. 59/1983, um leið og nefndin áminnir lækninn alvarlega um, að halda ofangreint ákvæði 1. gr. III. kafla, svo og önnur ákvæði Codex Ethicus.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.