Læknablaðið - 15.08.1986, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ
159
lingum til samanburðar á rannsóknaðferð-
unum. Samanburður á niðurstöðum úr Chla-
mydiazyme og klamydíuræktunum hjá ein-
staklingum, sem leituðu til húð- og
kynsjúkdómadeildarinnar, sjást í töflum I og
II. Þegar sýni frá þeim tveim konum, sem
voru neikvæð í ræktun en jákvæð í Chla-
mydiazyme-prófi, þ.e.a.s. falskjákvæð,
voru lituð með flúrmerktum mótefnum og
skoðuð í flúrsmásjá, reyndust bæði vera
jákvæð í þeirri rannsókn einnig. Af þeim 45
sýnum, sem voru falskjákvæð í Chlamydia-
zyme voru 29 tiltæk til slíkrar skoðunar. í
töflu III sést samanburður á aðferðunum
tveim hjá konum, sem rannsakaðar voru á
kvennadeild Landspítalans vegna ýmiskonar
einkenna. Af þeim sex sýnum, sem voru
falskjákvæð í Chlamydiazyme voru þrjú
rannsökuð með flúrsmásjárskoðun og reynd-
ust tvö jákvæð. Tafla IV sýnir samanburð
á aðferðunum tveim, hjá einkennalausum
konum á kvennadeild Landspítalans. Aðeins
þrjú af 484 sýnum voru neikvæð í Chlamy-
diazyme en jákvæð í ræktun, þ.e.a.s. fals-
kneikvæð, en 31 var falskjákvætt í Chla-
mydiazyme. Tuttugu og fjögur sýni voru
rannsökuð með flúrsmásjáskoðun og reynd-
ust 11 eða tæpur helmingur vera jákvæð í
þeirri rannsókn einnig. Frumagnir (elemen-
tary bodies) reyndust fáar eða sjö að
meðaltali (1-16 frumagnir) í þeim 15 sýnum,
sem voru jákvæð við flúrskoðun.
Tafla V sýnir samantekt á næmi, sérgrein
ingu og spágildi Chlamydiazyme í saman-
burði við ræktun og algengi (prevalence)
klamydíasýkinga i hinum ýmsu hópum. Ef
frá eru taldir karlar, sem komu á húð- og
kynsjúkdómadeild vegna einkenna (næmi
47.8), var næmið 82.1 til 96.0%. Meðalnæmi
fyrir konur í heild var 94.15%. í töflu VI sést
hvaða áhrif það hafði að breyta sýnatökuröð
hjá körlum og taka Chlamydiazyme á undan
ræktun. Næmi jókst úr 82.1 i 91.2 hjá körl-
um með einkenni, en úr 47.8 (tafla V) í 64.7
hjá einkennalausum körlum.
Tvö sýni voru tekin í Chlamydiazyme hjá
90 konum, sem komu á húð- og kynsjúk-
dómadeildina. C. trachomatis ræktaðist frá
35 þeirra og þar af bar sýnunum tveim saman
í 30 tilvikum. Ræktun var neikvæð hjá 55 og
bar sýnunum saman hjá 52. í þrem af þeim
35 tilvikum, þar sem ræktun var jákvæð, var
fyrra Chlamydiazyme-sýnið jákvætt en það
síðara neikvætt, en aldrei öfugt. Það voru
Table IV. Results on asymptomatic women examined
in the OB-GYN clinic.
Culture for Chlamydia trachomatis
Chlamydiazyme Positive Negative All
Positive . Negative .... 25 .... 3 31 425 56 428
Total 28 456 484
Table V. Summary of results on 926 patients. All va- lues are percentages.
Patients in STD clinic
Symptomatic Asymptomatic indiviauais in OB-GYN clinic
Male Female Male Female Sympt. Asympt.
Sensitivity . 82.1 91.3 47.8 100.0 96.0 89.3
Specificity. 100.0 95.0 90.0 93.0 96.7 93.2
Prevalence 41.9 35.9 31.5 48.2 12.0 6.0
PVP* 100.0 93.1 68.6 93.0 80.0 44.6
PVN** .. . 88.6 95.0 78.9 100.0 99.4 99.3
* PVP = Predictive value of a positive.
** PVN = Predictive value of a negative.
Table VI. Results of Chlamydiazyme and culture on
men examined in the STD-clinic when first swab was
processed for antigen detection.
Culture for Chlamydia trachomatis
Positive Negative
Clamydia- zyme Sympto- matic Asympto- matic Sympto- matic Asympto- matic All
Positive .. . 31 n 2 i 45
Negative . . 3 6 56 39 104
Total 34 17 58 40 149
þrjú falskjákvæð Chlamydiazyme og tvö
falskneikvæð.
í töflu VII eru teknar saman niðurstöður
úr flúrsmásjárskoðun á falsk jákvæðum
Chlamydiazyme sýnum. Eins og sjá má voru
15 af 29 jákvæð. í öllum tilvikum voru
aðeins fáar frumur sjáanlegar, eða sjö að
meðaltali á gleri (1-16 frumur). Tafla VIII
sýnir niðurstöður hjá 473 þunguðum konum,
sem rannsakaðar voru vegna skimunar og í
töflu IX má sjá niðurstöður hjá þeim 114
sjúklingum, sem vitað var um getnaðar-
varnanotkun hjá. Tafla X sýnir niðurstöður
rannsókna á 133 sjúklingum með kviðverki
og i töflum XI og XII eru niðurstöður
skoðaðar með tilliti til aldurs og hjúskap-
arstöðu. Konur með neikvæða ræktun, en