Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1986, Side 22

Læknablaðið - 15.08.1986, Side 22
164 1986; 72: 164-6 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Steingrímsson'), Óskar Jónsson2) TÍÐNI SÝKINGA AF VÖLDUM CHLAMYDIA TRACHOMATIS í SAUÐÁRKRÓKSHÉRAÐI INNGANGUR Ljóst er að Chlamydia trachomatis er al- gengasta orsök kynsjúkdóma á íslandi eins og í öðrum vestrænum ríkjum (1, 2, 3). Ekki er þó vitað með vissu hver raunveruleg tíðni klamydíusýkinga er í þjóðfélaginu. Erfitt er að kanna hve margir einkennalausir eða einkennalitlir einstaklingar eru sýktir á hverjum tima og ekki hafa allir sjúklingar aðgang að sérhæfðri greiningu. Oft er því gripið til þess að gera samanburð við tíðni lekanda og er þá gert ráð fyrir að farald- ursfræði þessara sjúkdóma sé svipuð. Ekki er þó vist að svo sé og má benda á að kla- mydíusýkingar eru taldar minna smitandi en lekandi (4). Stærri hluti einstaklinga með klamydíusýkingar eru einkennalausir og ein- hver munur virðist vera á hegðunarmunstri þeirra hópa sem hafa þessa tvo sjúkdóma, þ.e.a.s. sjúklingar með lekanda virðast hafa fleiri kynsambönd, að meðaltali, en sjúk- lingar með sýkingar af völdum C. tracho- matis (1). Eftirfarandi rannsókn var gerð í þeim tilgangi að kanna tíðni klamydíasýkinga meðal sjúklinga, sem leituðu til lækna vegna einkenna, í héraði utan Reykjavíkur þ.e.a.s. Sauðárkrókshéraði, þar sem vitað var að lekandi var óalgengur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sy'ni. Sýni til klamydíuræktana voru tekin frá þvagrás karla og frá leghálsi eða þvagrás kvenna eftir því sem einkenni gáfu tilefni til. Sýnin voru fryst strax eftir sýnatöku í frysti- kistu við um 20°C og safnað saman og send innan fjögurra vikna til sýkladeildar Landspítalans. Þar var ræktun framkvæmd eins og lýst hefur verið áður (1). Lekanda- ræktanir voru einnig teknar frá nokkrum hluta sjúklinganna á sama hátt og var rækt- Frá 1) sýkladeild Landspítalans, Reykjavík og 2) Heilsu- gæslustöð og Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Barst ritstjórn 03/05/ 1986. Samþykkt og sent í prentsmiðju 09/05/1986. un framkvæmd á Sjúkrahúsi Sauðárkróks samkvæmt forskrift frá sýkladeild Land- spitalans (1). Sjúklingar. Rannsóknin stóð í tvö ár frá október 1983 til nóvember 1985. íbúar á Sauðárkróki voru 4337 í lok ársins 1982 (2) þegar rannsóknin hófst og þar störfuðu að jafnaði fjórir læknar. Tekin voru sýni til klamydíaræktana frá 65 sjúklingum, 44 konum og 19 körlum og tveim sjúklingum, sem engar upplýsingar eru tiltækar um. Sýni voru tekin frá 42 konum og 15 körlum, sem leituðu læknis, einkum vegna eftirfarandi einkenna: Körlum og konum með sviða í, og/eða útferð frá þvagrás og konum með kviðverki eða sviða í, og/eða útferð frá leggöngum. Vegna þess hve niðurstöður úr ræktunum bárust seint var ekki unnt að rannsaka rekkjunauta á venjulegan hátt en í nokkrum tilvikum voru sjúklingarnir beðnir um að stuðla að því að þeir, sem hugsanlega væru smitaðir, færu í rannsókn. Tekin voru sýni frá tveim stúlkum og einum pilti, sem voru einkennalaus en grunuð um að vera sýkt vegna þess að þau höfðu haft samfarir við sýkta einstaklinga. Ekki var ljóst hvers vegna sýni höfðu verið tekin frá einum karli. Tekin voru sýni til lekandaræktana frá 25 sjúklingum. Fjöldi Aldur 0 Jákvædar ■ Rannsakadar Mynd 1. Aldursdreifing kvenna

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.