Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1986, Side 25

Læknablaðið - 15.08.1986, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 165 NIÐURSTÖÐUR Af þeim 65 sjúklingum, sem rannsakaðir voru höfðu 4 þegar fengið meðferð með sýklalyfjum. Átján þeirra 61, sem voru ómeðhöndlaðir, voru sýktir af C. tracho- matis, eða tæp 30%. Af 44 konum voru 10 sýktar af C. trachomatis eða 23% og af 19 körlum voru 8 sýktir eða 44%. Á myndum 1 og 2 má sjá aldursdreifingu eftir kynjum. Af þeim þrem sjúklingum, sem rannsakað voru vegna þess að þeir höfðu haft samfarir við sýkta einstaklinga, var ein stúlka jákvæð. Á töflu 1 og 11 má sjá hver einkenni sjúk- linganna voru. N. gonorrhoeae ræktaðist ekki frá neinum þeirra 25 sjúklinga, sem leitað var að lekanda hjá. UMRÆÐA Ekki er unnt að draga víðtækar ályktanir af þessari rannsókn vegna þess hve sjúkling- arnir eru fáir. Ljóst er þó að klamy- díasýkingar eru umtalsvert vandamál á því svæði sem um ræðir, eða sem svarar til a.m.k. 200 sýkinga á 100.000 íbúa á ári. Vegna þess að aðeins innan við 40% sjúklinganna voru rannsakaðir m.t.t. lekanda er ekki hægt að fullyrða um tiðni hans í sjúklingahópnum, en sú staðreynd að enginn sjúklingur greindist með lekanda á svæðinu á meðan rannsóknin stóð yfir, bendir eindregið til þess að hann sé mun sjaldgæfari í Sauðárkrókshéraði en klamy- díusýkingar. Á höfuðborgarsvæðinu voru klamydíusýkingar um þrefalt algengari en lekandi 1984, samkvæmt bókum sýkla- deildar Landspítalans. Stundum hefur verið freistast til þess að Fjöldi 17-18 19-20 21-22 23-24 25-26 27-28 29-30 >30 Aldur a Jákvædar ■ Rannsakadar Mynd 2. Aldursdreifing karia álita sem svo, að hlutföllin milli tíðni þessara sjúkdóma séu svipuð um allt land (1). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda eindregið til þess að svo sé alls ekki. Vel er hugsanlegt að á stöðum eins og Sauðárkróki, þar sem aðstæður til heilsugæslu eru tiltölu- lega góðar, útrými læknar bakteríum eins og N. gonorrhoeae, jafn óðum og þær berast inn í samfélagið, vegna þess að greining er tiltæk og meðferð nokkuð örugg. Möguleik- ar á greiningu klamydíusýkinga hafa aftur á móti ekki verið fyrir hendi og enn stærri hluti sjúklinga með slikar sýkingar, en sjúklinga með lekanda, er einkennalaus. Því má vel vera að klamydíusýkingar séu algeng- ar á stöðum þar sem lekandi er sjaldgæfur og að tíðni klamydíusýkinga sé mun meiri á landinu en talið hefur verið. Nú þegar nýjar greiningaaðferðir, sem hægt er að nota alls staðar á landinu (5-6) eru komnar í notkun á sýkladeild Landspitalans, er ástæða til þess að læknar um allt land hefjist handa um að kanna tíðni þessara sjúkdóma hver á sínu svæði. SUMMARY Chlamydia trachomatis is now the most common cause of sexually transmitted disease (STD) in Iceland. Very little is known about the prevalence in smaller commu- nities outside the capital and surrounding area, because specific diagnostic tests have not been available. It has often been assumed that the relationship between the prevalence of gonhorroea and chlamydial diease is si- milar all over the country, but this is by no means certain. The present study was conducted in Sauðárkrókur district, which consists of a small town, Sauðárkrókur, and surrounding rural community and was inhabited by 4.337 inhabitants at the beginning of the study. For two years specimens were collected from all patients presenting with symptoms suggesting chla- Tafla I. Einkenni kvenna er rannsakaðar voru Fjöldi Hlutfall Útferð úr leggöngum 24 55 Kláði í leggöngum 10 23 Sviði við þvaglát 7 16 Blæðing úr leggöngum 2 5 Tafla II. Einkenni karla er rannsakaðir voru Fjöldi Hlutfall Útferð frá þvagrás............... 10 52 Sviði við þvaglát................ 4 21 Vörtur eða útbrot á kynfærum .... 6 31

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.