Læknablaðið - 15.08.1986, Page 34
172
LÆKNABLAÐIÐ
blokkar, kólinesterasahemjarar) eða trufl-
aðrar starfsemi dultaugakerfisins (í Guil-
lain-Barré heilkenninu). Segamyndun á af-
töppunarstað getur valdið lungnablóðreki.
Blóð. Fall ýmissa blóðþátta, einkum
blóðflögufjölda, er algengt, en hefur sjaldan
nokkra þýðingu.
Við meðhöndlun 27 sjúklinga við tauga-
sjúkdómadeild háskólasjúkrahússins í Ber-
gen með 49 vikukúrum af blóðvatnsskiptum
komu fram eftirfarandi vandamál: Næstum
allir kvörtuðu yfir einkennum kalkskorts í
blóði. Þau hurfu er hægt var á blóðgjöf. Sex
sjúklingar fengu væg ofnæmishvörf. Tveir
fengu skammvinnt blóðþrýstingsfall, annar
sennilega vegna ofnæmishvarfs, hinn vegna
lækkaðs blóðrúmmáls af völdum of hraðrar
aftöppunar og þurrks. Einn fékk inflúensu-
einkenni að afloknum blóðvatnsskiptum.
Einn fékk væga blóðeitrun, sem auðvelt
reyndist að meðhöndla með sýklalyfjum
samkvæmt næmisprófi (endi æðaleggsins
var alltaf sendur í ræktun að lokinni
meðferð). Hjá tveim sjúklingum komu upp
vandamál sem rekja mátti beint til aftöpp-
unaraðferðarinnar. Annar hlaut loftbrjóst
við ísetningu æðaleggjarins. Hjá hinum var
stungið á hálsslagæð. í hvorugu tilvikinu var
þörf á að grípa til sérstakrar meðferðar.
ÁRANGUR
Blóðvatnsskipti hafa verið notuð við
meðhöndlun mjög margra kvilla (sjá töflu).
Hér verður aðeins stiklað á stóru og verður
fyrst fjallað um taugasjúkdóma og siðan um
aðra sjúkdóma.
Taugasjúkdómar
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis). Vöðva-
slensfár er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem
mótefni eyðileggja nema asetýlkólíns í tauga-
endaflögum (motor end-plates) og trufla
þar með boðflutning til beinagrindarvöðva
og valda óeðlilegri vöðvaþreytu. Meðhöndl-
lun vöðvaslensfárs með blóðvatnsskiptum
var fyrst lýst af John Newsom-Davis og
félögum árið 1976 og hefur síðan víða verið
beitt í meðferð sjúkdómsins með góðum
árangri. í Bergen tók ég þátt í að meðhöndla
17 sjúklinga með vöðvaslensfár með samtals
38 vikukúrum af blóðvatnsskiptum. Meg-
inábending fyrir blóðvatnsskiptunum var
ófullnægjandi árangur af and-kólinester-
ösum, brottnámi hóstarkirtils og prednisóni.
Prednisónskammtinum var ekki breytt í
tengslum við meðferðina. Þótt styrkur
mótefnanna byrjaði að falla þegar á fyrsta
degi blóðvatnsskiptanna, þá komu klinísku
áhrifin yfirleitt ekki fyrr en á öðrum eða
þriðja degi, sem bendir til þess að áhrif
mótefnanna séu ekki binding við ase-
týlkólínnemana heldur eyðing þeirra og
nýmyndun eftir blóðvatnsskiptin. Tólf
sjúklinganna hlutu verulegan bata, þrír
nokkurn en tveir engan. Af 105 sjúklingum
með vöðvaslensfár, sem meðhöndlaðir hafa
verið við sjúkrahúsið án blóðvatnsskipta,
hafa 29 fengið sambærilegan bata, en aldrei
á nándar nærri jafn stuttum tíma. Árangur-
inn hlýtur því að vera blóðvatnsskiptunum
að þakka. Skipta má sjúklingunum í tvo
hópa m.t.t. þess hversu langvarandi áhrif
blóðvatnsskiptanna voru. Hjá níu reyndust
áhrifin tiltölulega skammvinn, eða þrjár til
fjórar vikur. Hjá sex voru þau hins vegar
langvinn, frá fimm mánuðum upp í fjögur
ár. Einn sjúklinganna hafði hvorki verið
meðhöndlaður með prednisóni né brottnámi
hóstarkirtils, og einn notaði aðeins 10 milli-
grömm prednisóns annan hvern dag, sem
ekki getur talist ónæmisbælandi skammtur
(4).
Niðurstaðan af ofanskráðri reynslu er því
sú, að blóðvatnsskipti hafi oft hagstæð áhrif
á einkenni vöðvaslensfárs og að þau geti
stundum haft bein áhrif á sjálfan sjúk-
dómsferilinn, þótt oftast þurfi jafnframt
ónæmisbælandi lyf til að ná langvinnum
bata. Meginábendingin er að hjálpa sjúk-
lingum yfir erfitt skeið í sjúkdómnum, þeg-
ar önnur meðferðarform duga ekki til. Auk
þess má nýta blóðvatnsskipti til að undirbúa
mjög veika sjúklinga fyrir hóstarkirtilsskurð
eða til að bæta ástand þeirra eftir slíka
aðgerð.
Vöðvaslenssjúkdómur Eatons og Lam-
berts. Þessi sjúkdómur, sem sést gjarnan
samfara öðrum sjálfnæmissjúkdómum og
krabbameini, einkennist af óeðlilegri vöðva
þreytu, magnleysi og skertum sinavið-
brögðum, sem stafar af trufluðum
boðflutningi frá taugum til vöðva. Orsökin
virðist vera mótefni, sem truflar losun ase-
týlkólíns úr taugaendunum. Blóðvatnsskipti
eru oft gagnleg, en einnig er þörf ónæmis-
bælandi lyfja eigi að nást langvinnur bati
(5, 6).
Vöðva- og húðbólga (polymyositis, der-