Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.08.1986, Qupperneq 42
178 LÆKNABLAÐIÐ linga og hlutfall kynja. Einnig voru þræð- ingaraðferðir og niðurstöður kannaðar ásamt fylgikvillufn. Við gagnasöfnun voru þræðingarskýrslur lækna og hjúkrunarfræðinga kannaðar ásamt röntgenlýsingum. Ef upplýsingar fengust ekki þannig, voru sjúkraskrár yfir- farnar. Heimildum var safnað á staðlað form, sem síðan var tölvuunnið hjá tölvudeild Ríkisspítalanna. NIÐURSTÖÐUR Fjöldiþræðinga, kyn- og aldursdreifing. Alls gengust 1809 einstaklingar undir þær 2.000 hjartaþræðingar, sem kannaðar voru, 509 konur (28,1%) og 1.300 karlar (71,9%). Eitt hundrað sextíu og átta einstaklingar voru þræddir oftar en einu sinni. Þar af voru 149 þræddir tvisvar, 16 þrisvar, tveir voru þræddir fjórum sinnum og einn sjúklingur var þræddur fimm sinnum. Mynd 1 sýnir aldursdreifingu sjúkling- anna. Þeir sem þræddir voru oftar en einu sinni, eru tví-, þrí-, fjór- eða fimmtaldir, eftir því sem við á hverju sinni. Langflestir eða 658 (32,9%) voru á aldr- inum 50-59 ára og 70,5% sjúklinganna voru 40-69 ára. Elsti sjúklingurinn reyndist vera 88 ára. Alls voru 352 (17,5%) yngri en tvítugir þegar rannsóknin var gerð. Mynd 2 sýnir aldursdreifingu 219 sjúk- linga (10,95%) yngri en 10 ára. Flest barn- anna voru 5-9 ára gömul, en 29 börn voru þrædd innan mánaðar frá fæðingu og 20 börn voru þrædd eins til 12 mánaða gömul. Mynd 3 sýnir árlegan fjölda þræðinga og hlutfall kynja. Fyrstu 8 árin voru gerðar inn- an við 100 þræðingar á ári en síðan hefur þeim fjölgað mjög. Nær tvöföldun varð milli áranna 1982 og 1983, fyrst og fremst vegna aukningar kransæðaþraðinga. Aðferðir. Þræðingaraferðum var skipt í tvo flokka: Ástunguaðferð (percutan punc- tion, Seldinger- eða Judkins-tækni) og aðferð þar sem skorið var inn að æð í staðdeyfingu, oftast frá olnbogabót (Sones- aðferð). Ástunguaðferðin var notuð i 69,1% þræðinganna. Skorið var inn að æð í 24,8% tilfella. Báðar aðferðirnar voru notaðar í 6.1% þræðinganna. 0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 6 069 70-79 80 B9 Vexs Fig. 1. Number of patients undergoing cardiac cathe- terization in various age groups. Mynd 4 sýnir að fyrstu sjö árin var síðarnefnda aðferðin meira notuð, en eftir 1977 náði ástunguaðferðin yfirhöndinni og var orðin nær allsráðandi síðustu þrjú árin. Gerð var 771 hægri hjartaþræðing (38,5%), vinstri þræðingar voru 1.610 (80,5%), þar af var farið í gegnum sporgat (foramen ovale) eða galla í sleglaskipt (sep- tum interventriculare) hjartans í 134 tilfellum og 1.262 kransæðaþræðingar voru fram- kvæmdar. í 260 tilvikum var bæði gerð hægri og vinstri hjartaþræðing. Fylgikvillar. Gerðar voru 1.832 hjarta- þræðingar (91,15%) án nokkurra fylgikvilla, en fylgikvillar komu fram við 177 þræðing- ar. í 150 tilvikum voru fylgikvillar minni háttar; sjúklingar fengu brjóstverk, vægt blóðþrýstingsfall, óverulega hjartsláttaró- reglu eða blæðingu frá stungustað. í öllum þessum tilfellum þurfti engra aðgerða við og verður því ekki gerð nánari grein fyrir þeim. í 27 þræðingum komu fyrir alvarlegir fylgikvillar, sbr. töflu I. Dauðsföll voru fjögur. Þar af var eitt eftir kransæðaþræðingu, en þrír nýburar létust. Þeir fóru allir í hartaþræðingu vegna gruns um víxlun (transposition) á stóru æðunum. Tvö þessara barna fóru í hjartastopp og dóu í þræðingu, annað þeirra áður en unnt var að rjúfa gáttaskiptina (septotomy). Þriðja barn- ið reyndist hafa viðvarandi fósturblóðrás (persistent foetal circulation), en við inn- dælingu í vinstri slegil fór skuggaefnið yfir í hjartavöðva og gollurshús. Barnið hafði einnig sýkingu í lungum og jákvæðar blóðræktanir, (blóðleysandi streptókokkar).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.