Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1986, Page 48

Læknablaðið - 15.08.1986, Page 48
182 LÆKNABLAÐIÐ Number »■ *U Fig. 5. Annual number of coronary arteriographies and sex distribution of the patients. varð heildarfjöldi hjartaþræðinga 461 eða um 190 þræðingar á hverja 100.000 íbúa. Á árinu 1984 varð enn aukning, en þó óveruleg. Þótt ekki sé fullljóst hvert stefnir verður að teljast líklegt, að hámarki hafi verið náð. Hin mikla starfsemi síðustu ára á þessu sviði hefur þurrkað út biðlista, unnið úr sam- ansöfnuðum efniviði fyrri ára, þannig að þræðingafjöldinn nú endurspeglar nokkurn veginn nýgengi þeirra vandamála sem leiða til hjartaþræðinga. Þótt kransæðaþræðingar hafi verið í örum vexti víðsvegar um heim á undanförnum árum (4) og kannanir á meðferðarháttum lækna á sjúklingum, sem fengið hafa krans- æðastíflu, sýni ljóst, hversu örum breyt- ingum þetta meðferðarsvið er háð (5), bend- ir samanburður við önnur lönd til þess að á íslandi hafi kransæðarþræðingum verið beitt í óvenjuríkum mæli hin síðustu ár. Þó eru Bandaríki Norður Ameríku undanskilin, en þar hefur fjöldi þræðinga í hlutfalli við fólksfjölda verið enn hærri en hérlendis. Hins vegar hefur þræðingarfjöldinn verið stórum lægri á öllum hinum Norðurlönd- unum. Sem dæmi má nefna Vestur-Noreg, en þar hófust nýlega hjartaaðgerðir í Þránd- heimi. Árið 1983 voru hjartaþræðingar þar um 45 á hverja 100 þúsund íbúa á ári, en áætluð þörf um 65 þræðingar á hverja 100 þúsund íbúa (6). Erfitt er að fullyrða um ástæður fyrir þessum mun, en sennilega eru þær margar og samofnar. Krans- æðasjúkdómar eru algengir á íslandi og aðgangur alls almennings að sérhæfðri þjónustu, með eða án milligöngu heimilis- lækna, er mjög greiður. Sennilega skiptir þó mestu afstaða þeirra, sem beina fólki í slíkar rannsóknir. Af mörgum þáttum, sem áhrif hafa á horfur kransæðasjúklings vegur útbreiðsla sjúkdómsins þyngst, þ.e. hvaða greinar kransæðakerfisins eru þrengdar og í hve ríkum mæli (7). Næst þyngst vegur síðan ástand vinstra slegils (8, 9). Hjartaþræðing gefur þvi langfyllstu upplýsingar allra rannsókna um það, hvort sjúklingurinn hef- ur kransæðasjúkdóm og hverjar horfur hans eru. Sú staðreynd dregur ekkert úr mikilvægi annarra athugana, sem oft er einn- ig þörf, svo sem áreynsluprófs og ísótópa- rannsókna auk nákvæms mats á klínískum einkennum. Á hinn bóginn er röng greining kransæðasjúkdóms stórslys, sem veldur þjáningum, vinnutapi, óþarfa sjúkra- húsinnlögnum og leiðir til stórtjóns fyrir þjóðfélagið. Nákvæm könnun á viðhorfum þeirra, sem beina sjúklingum í hjarta- þræðingu hér á landi hefur ekki verið gerð, en telja verður líklegt, að áþekk sjónarmið þeim, sem að framan er lýst, hafi ráðið miklu um þá fjölgun kransæðaþræðinga sem fram kemur í mynd 5. Á þeim árum sem fjölgunin er mest, hafa upplýsingar einnig verið að berast um jákvæð áhrif kransæðaaðgerða á lífshorfur þeirra sem útbreiddastan hafa sjúkdóminn (10, 11) og nýtt meðferðarform hefur rutt sér til rúms, kransæðarvíkkun, sem virðist henta vel sjúklingum með tak- markaða útbreiðslu kransæðaþrengsla, en kallar einnig á nákvæmt mat á kransæðar- kerfinu (12). í þessum samanburði milli landa er athyglisvert, að hlutfall þeirra ein- staklinga, sem gangast undir krans- æðaþræðingu á íslandi og reynast hafa eðlilegar kransæðar er 9%, sem er svipað eða lægra hlutfall en birt hefur verið í öðrum rannsóknum (13, 14). Mælir það gegn því, að rannsókninni sé beitt hér á landi í ein- hverju hugsunarleysi. Mikilvægastur lærdómur sem dreginn verður af uppgjöri þessu er um eðli og tíðni fylgikvilla. Alls fengu 27 einstaklingar fylgi- kvilla, sem teljast alvarlegir eða 1,35%. í þeim hópi voru nýburarnir þrír, sem segja má að hafi látist þrátt fyrir hjartaþræðing- una en ekki vegna hennar. Allir höfðu þeir alvarlega meðfædda hjartagalla og áttu sér þá einu lífsvon að með hjartaþræðingu væri hægt að bjarga lífi þeirra. Þetta undirstrikar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.