Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 14
250 LÆKNABLAÐIÐ Aldraðir í þjónustuíbúðum dreifast yfir rúmlega helming skalans eins og áfengissjúklingar gera við komu á deild. Þetta geta því verið ósamstæðir hópar. Svipað má segja um áfengissjúklingana við útskrift þó dreifing árangurs þeirra þá sé ögn þrengri. Þar sem einstaklingum í þjónustuíbúðum var ætlað að þjóna sem einsleitum hóp með tilliti til greindarfarslegs heilbrigðis, var athugað hvort munur væri á árangri þeirra sem hefðu verið á sjúkrahúsi og hinna. Þó að 6 af 9 sem fengu minna en 21 stig hafi verið á sjúkrahúsi á síðast liðnum 5 árum nægir það ekki til að sýna tölfræðileg tengsl milli fyrri sjúkrahúsdvalar og lélegs árangurs á MMS nú (tafla IV). Meðalaldur hópanna er svipaður og heildarstigafjöldi á prófinu sömuleiðis. Við athugun á þeim 6 einstaklingum sem legið hafa á sjúkrahúsi og fá 20 stig eða færri kemur í ljós að þrír hafa fengið greininguna heilablóðfall og fá þeir 8, 15 og 18 í einkunn á prófinu og þar af fékk einn viðbótargreininguna vaxandi glöp (15 stig). Af þeim 6 sem náðu 21 stigi eða fleiri hafði einn greininguna tímabundin heilablóðþurrð (TIA) og fékk sá 26 stig. Þannig er nokkur vísbending um að öldungarnir séu ekki einsleitur hópur. Þó gátu þeir búið sjálfstætt og voru þvi einstaklingar með sögu um heilablóðfall ekki felldir brott. Þeir sem fengu 8 og 15 stig lögðust skömmu eftir athugunina inn á sjúkrahús til langtíma umönnunar. Eitt af viðfangsefnum athugunarinnar var að rannsaka stöðugleika prófsins, sérlega hjá háöldruðum. Einnig var stöðugleiki prófsins á lyflækningadeild athugaður. Stöðugleikinn með einnar til tveggja vikna millibili reyndist með ágætum hjá háöldruðu mikið veiku fólki á öldrunarlækningadeild. Prófið sýnir þánnig, að gefnum óbreyttum ytri forsendum, sömu niðurstöðu hjá þessu fólki. Á lyflækningadeild virtist árangur milli daga breytast lítið, þó virtist athygli og minni skána eitthvað. Minni þjálfast, ef sjúklingar eru brýndir á því, og athyglin örvast þegar sjúklingarnir eru beðnir um að fylgjast með og einbeita sér að einhverjum verkefnum. Þrátt fyrir þetta var heildarstöðugleikinn á lyflækningadeild mjög góður (R2 = 0.943). Þegar einkunn sjúklinga á öldrunarlækningadeild er borin saman við einkunn íbúa þjónustuíbúða, sést hvílíkur munur er á þessum tveim hópum (mynd 1). Um 85% þeirra, sem eru á öldrunarlækningadeild, eru með einhver glöp Table IV. Control group, tenants of municipalflats for old people according to MMS score and hospital admissions duríng the last 5 years. MMS score Not admitted Admitted Sum 0-20 3 6 9 21-30 8 6 14 Total 11 12 23 Mean age 86 87 Mean score 22.8 20.3 Chi-squared = 1.245 d.f. = 1 ,20<P<.30 miðað við 20/21 mörkin og einvörðungu örfáir sem komast yfir 23/24 mörkin. í þjónustuíbúðum eru tæp 40% neðan við 20/21 mörkin, en hins vegar tæpur þriðjungur ofan við 23/24. Ef alvarleg glöp eru skýrgreind sem einkunn undir 15, þá er aðeins einn með alvarleg glöp af 23 í þjónustuíbúðum, en 22 af 37 sjúklingum á öldrunarlækningadeild. Einnig er athyglisvert hvernig sjúklingar á lyflækningadeild skiptast í tvo hópa, 30% með alvarleg glöp og 70% sem líkjast þeim sem eru í þjónustuíbúðum. Til þess að athuga þennan mun nánar, voru sjúklingar á öldrunarlækningadeild flokkaðir með tilliti til þess hvort þeir hefðu annars vegar einhver glöp (dementia, CVl) og hins vegar þunglyndi samkvæmt vinnugreiningum deildarinnar og þessir tveir hópar bornir saman við íbúa þjónustuíbúða og verkamenn. Tafla VI lýsir þessum mun. Þeir þunglyndu eru ekki marktækt frábrugðnir íbúum þjónustuíbúða en standa sig hins vegar til muna betur á öllum þáttum prófsins en þeir, sem eru hrjáðir af einhverjum glöpum. Verkamenn eru síðan til Percentage of all tested MMS score Fig. 1. Cumuiative distribution of MMS scores among geriatric, medical inpatient and control groups.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.