Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 18
252
Percentage of all tested
MMS score
Fig. 2. Cumulative distribution of MMS scores among
alcoholics and conrol groups.
varanlegri skerðingu mætti gera ráð fyrir, að þeir
næðu að loknu fráhvarfi að líkjast
verkamönnunum, hvað varðar árangur á prófinu.
En þar sem svo var ekki, var litið á tengsl
árangurs á MMS að loknu fráhvarfi við nokkra
þætti í sögu áfengissjúklinganna.
Tafla IX sýnir fylgnistuðlana sem gefa til kynna
tengsl slaks árangurs á MMS að lokinni
fráhvarfsmeðferð við hversu lengi stjórnlaus
drykkja er búin að standa og við alvarleg
höfuðhögg. En þessir þættir virðast óháðir hvor
öðrum að einhverju leyti. Gagnstætt, því sem
ætia mætti, eru alvarleg höfuðhögg ekki tengd
því hversu lengi stjórnlaus drykkja hefur staðið
hjá þessum áfengissjúklingum (Rho = 0.212).
önnur atriði sem koma fram í töflunni eru, að
engin tengsl virðast vera á milli menntunar og
árangurs á MMS í þessum hópi og að lengd
drykkjutúrsins fyrir innlögn er því skemmri því
lengra sem liðið er síðan sjúklingarnir misstu
stjórn á drykkju sinni. I þessum gögnum komu
ekki fram marktæk vensl við blóðrannsóknir.
Efniviður þessarar rannsóknar leyfir ekki að
reiknað sé saman vægi einstakra atriða í sögu
áfengissjúklinganna, til þess að skýra
heildarbreytileika í árangri á MMS að lokinni
fráhvarfsmeðferð.
Samkvæmt erlendum rannsóknum (3, 6) er hægt
að nota MMS-prófið til að áætla algengi glapa.
Tafla X sýnir fjölda þeirra, sem hafa glöp miðað
við 20/21 mörkin, í ýmsum hópum þessarar
rannsóknar.
Sjúklingar á öldrunarlækningadeild með
greininguna elliglöp hafa allir merki um glöp skv.
MMS, 80% sjúklinga með heilablóðfall og 50%
sjúklinga með þunglyndi. Meðal háaldraðra, sem
búa í þjónustuíbúðum, hafa tæp 40% einhver
glöp. Á iyflækningadeild eru 50% með glöp og
sömuleiðis 50% áfengissjúklinga við komu en
ekki nema 9% við útskrift. Enginn af
verkamönnunum greindist með glöp.
Glöp eru mjög algengt einkenni meðal aldraðra,
sérstaklega á sjúkrahúsum. Af töflu XI er hægt
að gera sér grein fyrir því, að hve miklu leyti
læknar og hjúkrunarfræðingar vita um glöp, sem
finnast með prófinu. Taflan miðar bæði við
20/21 mörkin, sem þykja örugg vísbending um
glöp, og 23/24 mörkin, sem notuð eru við
skimleit. Þegar fundvísi starfsfólks samkvæmt
þessum töflum er skoðuð er réttara að miða við
hærri mörkin (23/24) þar sem liðurinn »kannski
dement« var notaður þegar beðið var um álit
starfsfólks.
Table VII. Score on MMS subtests and mean MMS
score according to findings on computerized
tomography of the brain.
Ccrcbral lesion Atrophy Focal
Orientation to time 1.2 1.4
Orientation to place 2.0 2.0
Registration 0.6 1.3**
Attention & calculation 0.7 2.0**
Recall 0.6 1.1*)
Language 4.9 4.6
Total 10.0 12.4
Number 14 8
Mean age 83.3 79.8
Testing time (min) 9.3 7.8
*) = P<0.05 for the figure next to the left in the table.
**) = P<0.01 for the figure next to the left in the table.
Table VIII. Scores on MMS subtests and mean MMS
score compared between alcoholics and unskilled
workers.
Alcoholics Admission Discharge Unskilled Workers
Orientation to time . 3.9 4.5**) 4.9*)
Orientation to place . 3.9 4.6*) 4.8
Registration . 2.0 1.8 2.8**)
Attention & calculation .. . 2.8 3.6») 4.3*)
Recall . 1.9 2.1 2.7**)
Language . 6.7 7.6**) 8.3**)
Total 21.2 24.2**) 27.9**)
•) = P<0.05 for the figure next to the left in the table.
••) = P<0.01 for the ftgure next to the left in the table.