Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 28
260
LÆKNABLAÐIÐ
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavíkur
lTr
72. ÁRG. 15. OKTÓBER 1986
BRÁÐ BÓLGA í STEINALAUSRI
GALLBLÖÐRU
Bráðri gallblöðrubólgu án gallsteina (acute
acalculous cholecytitis, AAC) var fyrst lýst árið
1844 (1). Um var að ræða sjúkling, sem dó eftir
aðgerð vegna nárakviðslits. Við krufningu fannst
mjög bólgin gallblaðra, en engir gallsteinar.
Einstaka tilfellum var lýst næstu hundrað árin, en
1947 birtist fyrsta samantektin um
gallblöðrubólgu eftir skurðaðgerðir (1). Þessum
sjúkdómi var þó ekki veitt sérstök eftirtekt fyrr en
um og eftir Vietnam-stríðið, en þá má segja, að
straumhvörf hafi orðið í sögu sjúkdómsins. Birtar
voru greinar, sem lýstu tilfellum af
gallblöðrubólgu án steina hjá hermönnum, sem
höfðu særst illa á vígvellinum (2-4). Menn gerðu
sér grein fyrir að fólk, sem slasaðist mikið var í
hættu á að fá sjúkdóminn. Síðustu áratugi hefur
verið birt talsvert af greinum um sjúkdóminn og
svo virðist sem tíðni hans fari vaxandi (5).
Gallblöðrubólga án steina er að mörgu leyti
frábrugðin venjulegri gallblöðrubólgu og til að
falla undir þetta sjúkdómsheiti, mega
sjúklingarnir ekki hafa fyrri sögu um gallsjúkdóm
eða steina í gallblöðru eða gallvegum. Einnig
þurfa að sjást merki um bráða bólgu í
gallblöðruveggnum.
Yfirgnæfandi meirhluti sjúklinga eru karlar og
aldursdreifing er önnur, en við venjulega
gallblöðrubólgu. Sjúklingarnir eru af öllum
aldursflokkum, um þrír fjórðu hlutar eru þó yfir
fimmtugt (6). Fyrir utan fjöláverka og
skurðaðgerðir, hefur sjúkdómnum verið lýst eftir
bruna (7), erfiðar fæðingar (8), hjá sjúklingum
með hjarta- og æðasjúkdóma (8) og eftir
lyfjameðferð vegna krabbameins (9). Einnig
hefur birst samantekt um sjúkdóminn hjá
börnum, þar sem honum er lýst í kjölfar
barnasjúkdóma, eins og skarlatssóttar (10).
Þetta er mun hættulegri sjúkdómur en venjuleg
gallblöðrubólga og er talið, að hann sé sá erfiðasti
og hættulegasti af öllum sjúkdómum gallkerfisins
(11). Dánarhlutfall er hátt eða frá 18-75*^0 (12),
sem skýrist af því, hversu seint sjúkdómurinn
greinist og hversu hratt bólgan þróast yfir í drep í
gallblöðruveggnum. Tímabilið frá slysi eða
aðgerð þar til sjúkdómurinn greinist, er mjög
mislangt eða allt frá þrem dögum til þriggja
mánaða (13). Einkennin eru þau sömu og við
venjulega gallblöðrubólgu (6, 9), en geta verið
lúmsk, þar sem sjúklingarnir eru oft mikið veikir
af öðrum orsökum og liggja oft í öndunarvélum á
gj örgæsludeildum.
Til greiningar sjúkdómsins hafa tvenns konar
rannsóknir komið að bestum notum, ómskoðun
og ísótópaskönnun af gallblöðrunni.
Þar sem ekki eru steinar til staðar, er greinarbesta
einkennið við ómun talið verða þykknun í
gallblöðruveggnum (meiri en 3,5 mm) (14), en
einnig sést oft þanin blaðra og gromskennt
innihald. Fox et al (11) telja ómskoðun ekki
nægjanlega eina sér til greiningar sjúkdómsins
nema í 64% tilfella en lýsa jákvæðum
niðurstöðum í 94% tilfella sé notuð
ísótópaskönnun. Fyllist gallblaðran ekki af ísótóp
bendir það ákveðið til bráðrar gallblöðrubólgu
(11, 15). Flestir hallast að því að framkvæma
báðar rannsóknirnar sé þess nokkur kostur.
Blóðrannsóknir eru flestar nokkuð ósértækar, en
geta gefið vissar grunsemdir sé fylgst með þeim.
Algengast er að sjá blóðleysi, hækkun á
bílírúbíni, amýlasa, alamín-amínótransferasa
(ALAT), aspartat-amínótransferasa (ASAT) og
alkalískum fósfatasa. Einnig sést oft lækkun á
prótínum í sermi (1). Við smásjárskoðun á
gallblöðrunni sjást öll stig bráðrar bólgu, mikil
bólgufrumuíferð með blæðingum og drepi á víð
og dreif (1). Ræktun úr þessum gallblöðrum er
jákvæð í um helmingi tilfella og hlýtur því sýking
að teljast afleiðing fremur en orsök.
Sé ekkert aðhafst, endar sjúkdómurinn með
dauða sjúklingsins í flestum tilfellum, meðferð
með lyfjum gefur ekki góða raun (13). Lýst er
tvenns konar skurðaðgerðum, annars vegar að
fjarlægja gallblöðruna strax (cholecystectomy) og
hins vegar að skapa afrás frá henni
(cholecystostomy), skoðanir eru skiptar um það
hvor aðgerðin henti betur (1, 8, 13, 16, 17).
Mikið hefur verið rætt og ritað um hugsanlegar
orsakir sjúkdómsins, en í raun er ekki vitað, hvað
kemur honum af stað. Ljóst er, þegar skoðaðar
eru greinar um efnið, að allir sjúklingar, sem eru
mikið veikir af einhverjum orsökum, eru í hættu