Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 36

Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 36
264 LÆKNABLAÐIÐ Niðurstöður rannsökna hjd sex körlum með brdða gallblöðrubólgu dn steina. Alkalískur Aödragandi Niímer sjúklings Aldur fósfatasi ASAT ALAT Bilirubin ómskoöun HIDA-skönnun Ræktun (dagar) 1 .......... 70 1194 31 16 22 Ekki gerð Ekki gerð Ekki gerð 23 2 ......... 44 799 88 55 27 + + - 23 3 ......... 72 539 40 65 122 + Ekki gerð + 10 4 ......... 25 1130 126 412 63 + + - 30 5 ......... 43 492 41 33 32 - + - 20 6 ......... 64 974 62 171 74 ( + ) + + 21 + = Jákvæð svör. - = Neikvæð svör. hnjám, en ekkert athugavert fannst við rannsóknir á kviðar- og brjóstholi. Hann var nokkuð ruglaður við komu og næstu daga var hann mjög sljór, en annars var ástandið nokkuð stöðugt. Andlegt ástand hans var talið skýrast af fitureki til heila. Meðvitundarástand fór heldur versnandi, einnig fór að bera á mæði. Á sjöunda degi var hann settur í öndunarvél. Næstu daga var hann með hitatoppa og reyndist vera með ígerðir í lungum. Tveimur vikum eftir slysið versnaði þvagútskilnaður og kreatínín fór hækkandi í blóði. Beitt var jákvæðum útöndunarþrýstingi og sjúklingur fékk næringu í æð. Gerð var ómskoðun vegna gruns um ígerð í kviðarholi, en ekkert athugavert fannst. Nýrnastarfsemin fór smátt og smátt batnandi, útskilnaður jókst og kreatínín lækkaði, en osmólstyrkur í blóði reyndist hár. Meðvitundarástand hélst svipað og ekkert athugavert fannst við tölvusneiðmyndun af höfði. öndunarvél var aftengd þrem vikum eftir slysið og byrjað var að næra hann um magaslöngu. Um svipað leyti fór að bera á einkennum frá kvið og háum hita. Rannsóknir sýndu rúmlega þrefalda hækkun á alkalískum fósfatasa, hækkun á ASAT, ALAT og bílírúbíni. Ómskoðun sýndi nokkuð stækkaða gallblöðru, ekki sérlega þykkveggja, en innihald gromskennt án steina. Ekki fékkst fylling á gallblöðru við ísótópa-skönnun. Aðgerð var gerð fjórum vikum eftir slysið og kom þá í ljós morkin gallblaðra, sem var að rifnun komin. Smásjárskoðun á gallblöðrunni sýndi mikla bólgu og drep í veggnum (gangrenous cholecystitis), engir steinar fundust. Eftir þetta fór ástandið batnandi og sljóleikinn lagaðist. Að mati geðlæknis var um djúpt þunglyndi að ræða. UMRÆÐA í sjúkrasögunum, sem hér hafa verið raktar, er gangur sjúkdómsins svipaður og lýst er í erlendum fræðiritum. Tíðni sjúkdómsins hefur farið vaxandi á Vesturlöndum síðustu áratugi og það sama virðist eiga við hér þótt erfitt sé að draga ályktanir af svo fáum tilfellum. Hlutfall gallblöðrubólgu án steina er um 4,1 % af heildarfjölda greindrar gallblöðrubólgu á Borgarspítala (þ.e. sex tilvik af 146). Fimm tilfelli af sex greindust á síðustu tveim árum könnunarinnar. Þrjú þeirra virðast hafa komið í kjölfar áverka eða aðgerða vegna þeirra, tvö eftir skurðaðgerð og eitt eftir lyfjameðferð vegna krabbameins. Vegna vaxandi tíðni sjúkdómsins er nauðsynlegt að vera vel verði gagnvart einkennum hjá sjúklingum sem eru í hættu, sérstaklega vegna þess hversu alvarlegur sjúkdómurinn er. Eins og áður segir voru kannaðar krufningsskýrslur þeirra sem létust á Borgarspítala af völdum fjöláverka. Enginn þeirra reyndist vera með gallblöðrubólgu, en athyglisvert er, að í um 40% þessara tilfella er lýst þaninni gallblöðru með dökku, seigu galli, sem stundum er gromskennt. í einu þessara tilfella er einnig lýst þykknuðum gallblöðruvegg. Það er einnig fróðlegt að geta þess að meðallegutími frá slysi til dauða er töluvert lengri hjá þeim sem hafa þessi einkenni eða 30 dagar á móti 18 dögum hjá þeim þar sem þessu er ekki lýst. Þetta virðist benda til þess að langvarandi fasta og rúmlega sé óheppileg fyrir gallblöðruna. Það kemur heim og saman við tilgátu Glenns þess efnis, að fasta, vökvaskortur og verkjalyfjagjöf geti verið undanfari sjúkdómsins. Þetta atriði er nánar rætt í leiðara á öðrum stað í þessu hefti. Útkoman virðist vera nokkuð góð í þeim tilfellum, sem hér hefur verið lýst. Allir sjúklingarnir nema einn náðu sér eftir að gallblaðran var fjarlægð. Þetta eina tilfelli skýrist ef til vill af því hversu seint sjúkdómurinn greindist. Það ber þó að geta þess að þetta tilfelli greindist í upphafi tímabilsins, áður en nýjustu rannsókaraðferðir við greiningu sjúkdómsins voru teknar í notkun á Borgarspítala. Einnig er óvíst hversu mikinn þátt gallblöðrubólgan átti þátt í dauða sjúklingsins. í hinum tilfellunum gaf ómskoðun og ísótópa-skönnun mjög gagnlegar upplýsingar sem leiddu til þess að aðgerð var framkvæmd í tíma. Blóðrannsóknir eru frekar ósértækar hvað varðar þennan sjúkdóm en eru þó mikilvægar til eftirlits með þeim sjúklingum, sem eru í hættu á að fá sjúkdóminn, sérstaklega mælingar á alkalískum fósfatasa. Enn sem komið er eru ekki þekktar neinar aðferðir sem gætu komið í veg fyrir þennan sjúkdóm. Það er því ekki annað til ráða en fylgjast vel með þeim sjúklingum sem eru í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.