Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 269 heilbrigðir í samanburðarhópi, er munurinn enginn á hjartarúmmáli (418,9 ml/m2 ±61,7, 416,0 ml/m2 ±69,9). Þrír karlanna úr greinrofshópi höfðu stærra hjartarúmmál en 600 ml/m2. Tveir þeirra höfðu kransæðasjúkdóm og sá þriðji langvarandi hjartabilun. Fjórir karlar og ein kona úr samanburðarhópi höfðu stækkað hjarta (>600 ml/m2). Öll höfðu þau önnur merki hjartasjúkdóma. Þrír karlanna höfðu háþrýsting, einn þeirra einnig kransæðasjúkdóm, annar stækkun á vinstra slegli og sá þriðji var að auki hjartabilaður og með forhólfaflökt. Fjórði karlinn var hjartabilaður og hafði farið í kransæðaaðgerð. Konan hafði bæði háþrýsting og forhólfaflökt. Áreynslupróf. í greinrofshópi reyndist unnt að áreynsluprófa 17 karla af 21 og 13 konur af 15. Ekki var unnt að áreynsluprófa fjóra karla. Einn þeirra hafði hjartagangráð, annar nýlegt hjartadrep, þriðji nýlegt sjónhimnulos og sá fjórði hafði áður farið í hjartastopp. Önnur konan, sem ekki var áreynsluprófuð, hafði mikla lungnaþembu en hin hjartagangráð. Einn karl með sögu um hjartadrep hætti áreynslu eftir 5 Vi mínútu vegna svima og annar með hjartakveisu var látinn hætta eftir sama tíma vegna tíðra aukaslaga. Ein kona með höggbrjóst og frumsjúkdóm í leiðslukerfinu var látin hætta áreynslu eftir þrjár mínútur vegna aukaslaga. Aðrir þoldu áreynslu í lengri tíma. Hættu 16 vegna þreytu, sex vegna mæði, fimm fengu hjartakveisu, þrír tíð aukaslög frá sleglum, einn svima og loks einn vegna blóðþurrðarverkja í fótum. Sex karlar og fjórar konur voru á betahemlandi lyfjum. Mynd 2 (fig. 2) sýnir meðaltöl áreynslutíma og púlshraða. DreiFmg áreynsluþols er mikil, en meðaltal er ekki síðra en í heilbrigðum samanburðarhópi Bruce (5). Eðlilegt áreynsluþol höfðu 11 karlar af 17 (>7 mínútur) og 11 konur af 13 (>6 mínútur). Undirliggjandi hjarta- og æðasjúkdómar virðast einkum ákvaðra áreynsluþolið. Karlar og. konur með frumsjúkdóm í leiðslukerfinu höfðu eðlilegt þol. Þegar áreynsluþol er flokkað eftir skilmerkjum NYHA eru 12 karlar og 10 konur í flokki l-II (61 *Vo) en 9 karlar og 5 konur í flokki III-IV (39%). Heart rate (beats/min) 0 2 4 6 8 10 12 14 Exercise time (min) Fig. 2. Average exercise lime for men and women ( + /-SD) and pulse ratefor LBBB and control groups. For comparison, the normal control groups of Bruce (5). UMRÆÐA Framingham rannsóknin (2) á vinstra greinrofi er sambærileg við okkar rannsókn þar sem þýði þeirrar rannsóknar var valið á mjög svipaðan hátt. Vinstra greinroshópar annarra rannsókna er yfirleitt spítalaþýði (6, 7) eða þýði einstaklinga, sem voru óvenju heilbrigðir, t.d. flugmanna (8). Rannsókn okkar er frábrugðin öðrum sambærilegum rannsóknum að því leyti, að við skoðuðum mun stærri samanburðarhóp og ítarlegar en aðrir. í Framingham-rannsókninni var samanburðarhópurinn t.d. tvöfalt stærri en greinrofshópurinn, en okkar smanburðarhópur er fjórfalt stærri. Ekki hefur heldur verið gerð hjartaómritun á hópi eins og okkar áður. Athyglisvert er, að hjá okkur er ekki marktækur munur á algengi kransæðasjúkdóms og háþrýstings í greinrofshópi og samanburðarhópi og er það í mótsögn við niðurstöðu Framingham-rannsóknarinnar (2), þar sem hinir ýmsu hjarta- og æðasjúkdómar voru marktækt mun algengari hjá sjúklingum með vinstra greinrof. Hjá okkur vekur athygli, hversu sterkt sambandið er milli hjartavöðvasjúkdóms og vinstra greinrofs. Sjö karlar (16%) i greinrofshópi höfðu hjartavöðvasjúkdóm, en aðeins ein kona í samanburðarhópi (p< 0,001). Þetta er i samræmi við niðurstöður Kuhns og félaga (9) en í mótsögn við niðurstöður Framingham-rannsóknarinnar. Að vísu hafði nokkur fjöldi sjúklinga með vinstra greinrof i Framingham-rannsókninni merki um hjartabilun. Verið gæti að nokkrir þeirra hefðu ofrýmis hjartavöðvasjúkdóm (cardiomyopathia
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.