Læknablaðið - 15.10.1986, Qupperneq 51
L/liKNABLAÐIÐ 1986; 72: 271-83
271
Jón Hrafnkelsson
KRABBAMEIN í SKJALDKIRTLIÁ ÍSLANDI 1955-1984
ÚTDRÁTTUR
Afturskyggn rannsókn á nýgengi klínísks
krabbameins í skjaldkirtli var gerð árið 1985. Á
rannsóknartímabilinu voru skráð 526
krabbameinstilfelli í skjaldkirtli á íslandi. Af
þeim greindust 98, þ.e 19% við krufningu, Þeir
sem greindust með skjaldkirtitlskrabbamein út
frá einkennum eða við skoðun á þessum þrjátíu
árum voru 428. Nýgengi á ári miðað við hverja
100.000 íbúa var 10,0 fyrir konur og 3,5 fyrir
karla, þetta er tvisvar til þrisvar sinnum hærra
hlutfall en er í nágrannalöndum okkar og með því
hæsta sem gerist í heiminum.
Krabbamein í skjaldkirtli á íslandi er þannig mun
algengara meðal kvenna en karla. Hlutfallið var
2,9:1 fyrir allt tímabilið, en hlutur karla varð
meiri eftir því sem á leið og síðustu fimm árin var
hlutfallið 1,7:1.
Þrátt fyrir aukinn fjölda greindra tilfella hefur
dánartíðni af völdum skjaldkirtilskrabbameins
lítið breyst á síðustu 30 árum.
INNGANGUR
Á íslandi hefur nýgengi skjaldkirtilskrabbameins
verið hlutfallslega hátt miðað við önnur lönd (1,
2, 3). Hér á landi var þetta sjöunda algengasta
krabbameinið hjá konum og hið fimmtánda í
röðinni hjá körlum á árunum 1955-1984. Nokkur
hluti sjúklinga með krabbamein i skjaldkirtli
greinist fyrst við krufningu, án þess að hafa haft
nokkur einkenni um sjúkdóminn.
Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að
kanna nýgengi krabbameins i skjaldkirtli á íslandi
1955-1984. Athugaður var fjöldi þeirra sem
greindust út frá einkennum eða skoðun annars
vegar (hópur A) og hins vegar hversu stór hluti
greindist fyrst við krufningu (hópur B). í öðru
lagi var tilgangurinn að athuga hegðun
sjúkdómsins hér á landi.
Verkefni unnið á vegum Félags um innkirtlafræði og
Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands. Barst ritstjórn
15/12/1985. Samþykkt og sent í prentsmiðju 06/04/1986.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Gagnasöfnun hófst í byrjun árs 1985. Frá
Krabbameinsfélagi íslands var fengin skrá yfir
alla sjúklinga, sem greindust með
skjaldkirtilskrabbamein á tímabilinu 1955-1984. í
þessari skrá voru upplýsingar um nöfn,
fæðingardag, greiningarár, vefjagreiningarnúmer
og sjúkrastofnun, þar sem mein viðkomandi
einstaklings greindist. Hjá Rannsóknarstofu
Háskólans í meinafræði fengust afrit af
vefjagreiningarsvörum og krufningarskýrslum.
Frá viðkomandi sjúkrahúsum voru skoðuð
læknabréf og/eða sjúkraskrár.
Út frá þessum upplýsingum voru skráð einkenni
sjúklinganna, hvort um fyrirferð í skjaldkirtli
væri að ræða og hvernig hún hefði fundist. Reynt
var að meta stærð og útbreiðslu æxlisins
samkvæmt klínísku mati (TNM, T: stærð og /eða
útbreiðsla æxlis í skjaldkirtli, N: meinvörp í
eitlum, M: fjarmeinvörp) og út frá niðurstöðu
meinafræðirannsóknar (pTNM). Farið var eftir
flokkun International Union Against Cancer
(UICC) (4).
Skurðaðgerð við greiningu var skráð, en fyrir
kom að sjúklingur gekkst undir fleiri en eina
aðgerð og voru þær þá skoðaðar sem ein heild.
Athugað var, hvort sjúklingur hefði fengið
geislameðferð eða ekki og þá, hvort um ytri
geislun hefði verið að ræða eða geislajoðmeðferð.
Þeir sjúklingar sem taldir voru læknaðir eftir
fyrstu meðferð voru athugaðir með tilliti til
endurkomu æxlis. Út frá þessum upplýsingum og
dánarvottorðum frá Hagstofu íslands var skráð
dánarorsök þeirra sem látist höfðu á
athugunartímabilinu.
Varðandi afdrif voru fengnar
upplýsingarsímleiðis eða bréflega hjá
viðkomandilæknum eða sjúklingi sjálfum og
fengust þannig upplýsingar um líðan sjúkling-
anna í árslok 1984.
Hjá Erfðafræðinefnd Háskólans var leitað eftir
ættartengslum sjúklinga með
skjaldkirtilskrabbamein merggerðar (medullaris).