Læknablaðið - 15.10.1986, Síða 52
272
LÆKNABLAÐIÐ
Sjúklingarnir voru flokkaðir eftir vefjagerð
æxlanna og var stuðst við flokkun
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
(5). Öll vefjagreiningarsýnin frá sjúklingum, sem
greindust fyrir 1968 voru yfirfarin af Ólafi
Bjarnasyni og Hrafni Túliníus. Hjá þeim
sjúklingum, sem greindust eftir þann tíma, var
stuðst við vefjagreiningarsvör frá
Rannsóknarstofu Háskólans. Flestar krufningar
á þessu tímabili voru gerðar á vegum þeirrar
stofnunar. Venjulega var skjaldkirtill skoðaður
og tekin ein sneið úr hvorum lappa til vefjagrein-
ingar, ef útlit skjaldkirtils var eðlilegt. Ef hnútar
fundust voru að auki tekin sýni úr þeim. Var þessi
framkvæmd óbreytt allt athugunartímabilið.
Tölva Krabbameinsskrárinnar var notuð til
vinnslu á gögnum.
Við marktækniútreikninga var notað kí
kvaðrats-próf.
NIÐURSTÖÐUR
Nygengi og aldursdreifing: Alls greindist
skjaldkirtilskrabbamein hjá 526 sjúklitigum á
þessu tímabili. í þeim hópi voru 390 konur og 136
karlar. í hópi A (greindir út frá einkennum eða
skoðun) voru 428 sjúklingar, 322 konur og 106
karlar, hlutfall milli kynja 3:1. í hópi B (greindir
við krufningu) voru 98 sjúklingar, 68 konur og 30
karlar, hlutfall milli kynja 2,2:1. Þessi munur
milli kynja í hóp A og B er ekki marktækur
(P>0,10).
Mynd 1 sýnir nýgengi skjaldkirtilskrabbameins
miðað við hverja 100.000 íbúa á ári frá 1955 til
1984 skipt niður í sex 5 ára tímabil. Þar sýnir efsta
línan nýgengi fyrir konur (hópar A + B saman),
næst konur í hópi A, þá karlar (hópar A + B
saman) og neðsta línan sýnir nýgengi hjá körlum í
hópi A. Nýgengi jókst hjá konum fyrstu 15 árin
en hefur síðan lækkað. Er um marktæka lækkun
að ræða siðustu fímm árin miðað við næstu fimm
ár á undan (p<0,05). Meðal karla hækkaði
nýgengi fram til 1979, en hefur haldist að mestu
óbreytt síðustu fimm árin. Þetta hefur valdið því
að hlutfall milli kynja hefur lækkað í 1,7:1 á
síðustu fimm árum, en var fyrir allt tímabilið
2,9:1. Nýgengi á ári var 12,0 miðað við hverja
100.000 íbúa fyrir konur og 4,6 fyrir karla. Ef
einungis er tekinn hópur A, þá lækka þessar tölur
í 10,1 og 3,5. Þessar tölur eru aldursstaðlaðar
fyrir ísland (6). Aldursdreifing fyrir karla og
konur sést á mynd 2 og er fjöldinn miðaður við
fimm ára aldurshópa. Aldursstaðlað nýgengi
miðað við 100.000 fyrir hóp A er sýnt á mynd 3 og
Incidence rate
1955-59 1960Æ4 1965-69 1970-74 1975-79 1980-84
— Females all cases Time Periods
Females clinical cases
Males all cases
■+• Males clinical cases
Fig. 1. Incidence rates of thyroid cancer in Iceland
1955-1984: Number of patients per 100.000 population
per annum. Adjusted to Icelandic standard population.
fyrir hóp B á mynd 4. Þar kemur fram að
sjúkdómurinn var hlutfallslega algengastur í elstu
aldurshópunum. Meðalaldur í hópi A var hjá
konum 54 ár, en meðal karla 57 ár. í hópi B voru
samsvarandi tölur 65 og 74 ár.
Meinafræði: Greining var fengin
meðvefjagreiningu hjá 520 sjúklingum, en meðal
sex sjúklinga var einungis um klíníska greiningu
að ræða. Fjöldi sjúklinga í hverjum vefjaflokki
var eftirfarandi (tafla I): 370 með totumyndun
(papilliferum), 84 með skildilsbú (follicularis), 16
merggerðar (medullaris) og 41 með villivöxt
Table I. Classification of thyroid cancer by histology
and clinical findings:
Wholc group Clinical Incidental
n °7o n °7o n «7o
Sex
Females 390 (74.1) 322 (75.2) 68 (69.4)
Males 136 (25.9) 106 (24.8) 30 (30.6)
Histology
Papillary .... 370 (70.4) 296 (69.2) 74 (75.5)
Follicular ... 84 (16.0) 66 (15.4) 18 (18.4)
Medullary ... 16 (3.0) 15 (3.5) 1 (1.0)
Anaplastic... 41 (7.8) 38 (8.9) 3 (3.1)
Unclassified . 9 (1.7) 7 (2.1) 2 (2.0)
Without
histology .. 6 (1.1) 6 (1.4) - -
Total number 526 (100.0) 428 (100.0) 98 (100.0)