Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 59

Læknablaðið - 15.10.1986, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 279 skyldilsbús-krabbamein höfðu bestar lífslíkur 94% bæði fimm og tíu ára. Þess ber þó að geta að hér er einungis um 18 sjúklinga að ræða. Karlar með totumyndandi vefjagerð höfðu 74% fimm ára og 52% tíu ára lífslíkur. Voru lífslíkur karla með totumyndandi krabbamein marktækt verri en karla með skildilsbúskrabbamein tíu árum eftir greiningu (p«0.05), en ekki kom fram marktækur munur eftir fimm ár. Karlar með merggerðarkrabbamein voru einungis þrír og létust tveir þeirra innan árs frá greiningu en sá þriðji lifði lengur en tíu ár. Eins og hjá konum voru lífslíkur karla með villivaxtarkrabbamein mjög slæmar. Voru þeir allir dánir innan sex mánaða frá greiningu nema einn sem var á lífi tæpum tveim árum eftir greiningu. Á mynd 12 eru sýndar lífslíkur sjúklinga með totumyndandi krabbamein (karlar og konur) og til viðmiðunar notaðar dánarlíkur íslendinga á árunum 1971-1975 staðlaðar að aldri og kyni (7). Meðal kvenna er ekki marktækur munur á lífslíkum fyrstu fimm og tíu árin eftir greiningu sé borið saman við ofangreindan staðal. Hjá körlum er heldur ekki marktækur munur fyrstu fimm árin eftir greiningu en næstu fimm ár er marktækur munur á dánarlíkum þeirra, sem greinst hafa með skjaldkirtilskrabbamein (p«0,05). % years Fig. 12. Papillary thyroid cancer. Survival rales for females and males compared with expected deaths in a theoretical lcelandic population matched for age and sex. Á mynd 13 og 14 eru bornar saman eins og fimm ára lífsiíkur sjúklinga í hópi A eftir greiningarárum fyrir karla og konur. Eru tekin fimm ára tímabil. Fyrir bæði kynin koma fram verulega bættar lífslíkur hjá þeim, sem greindust eftir 1965, miðað við þá sem greindust fyrir þann % 1955-59 1960-64 1965-69 1970-74 1975-79 1980-84 years of diagnosis Fig. 13. One and fiveyears survival rates for females with thyroid cancer. % years of diagnosis Fig. 14. Oneandfive years survival rates for males with thyroid cancer.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.