Læknablaðið - 15.11.1988, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 353-8
353
Gunnar Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson
LÓVASTATÍNMEÐFERÐ VIÐ HÆKKUN
FITUPRÓTÍNA í BLÓÐI
INNGANGUR
Frásagnir af fyrstu tilraunum til lækkunar
kólesteróls í blóði með lyfjum, sem minnka
kólesterólmyndun líkamans, voru birtar um 1960
(1). Fyrstu lyfin af þessari gerð verkuðu á seinni
stig í myndun kólesteróls og jafnhliða lækkun á
kólesteróli varð aukning á öðrum sterólum í
líkamanum sem leiddu til myndunar
hreisturhúðar (ichtyosis) og drers (cataracta) (2).
Vegna þessa var horfið frá þessari gerð
kólesteróllækkandi lyfja þar til 1976 að Endo og
samstarfsmenn einangruðu efni í jarðvegssvepp
(Penicillium citrinum) sem sveppirnir nota til að
vinna á kólesterólháðum sýklum (3). Nokkru
síðar einangruðu Alberts og samstarfsmenn hjá
Merck, Sharp & Dohme, svipað efni í sveppnum
Aspergillus terreus og hafa síðan þróað sem lyfið
mevínólín, síðar kallað lóvastatín (sérlyf
Mevacor) (4). Lóvastatín og skyld lyf hafa það
sameiginlegt að þau líkjast að byggingu
HMG-CoA (3-hydroxy-3-methylglutaryl-coen-
zyme A) (mynd 2) og verkun þeirra byggist á því
að efnahvatinn HMG-CoA-redúktasi hefur
margfalt meira næmi fyrir þessum lyfjum en hinu
náttúrulega HMG-CoA. Þessi lyfjaflokkur verkar
því með samkeppnishömlun (competitive
inhibition) á hraðaákvarðandi stig í
kólesterólmyndun (HMG-CoA-mevalóniksýra)
og draga þannig úr framleiðslu líkamans á
kólesteróli, en langmestur hluti þess er myndaður
í lifur. Lóvastatínmeðferð leiðir til lækkunar á
kólesteróli i lifrarfrumum sem aftur veldur:
1) minnkaðri framleiðslu lifrar á fituprótíni með
mjög lága þéttni (very low density lipoprotein,
VLDL) sem er forstig að myndun
lágþéttnifituprótíns (low density lipoprotein
LDL);
Frá Göngudeild háþrýstings, Landspítaia, lyflækningadeild
Borgarspítalans og Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Barst
ritstjórn 20/07/1988. Samþykkt 06/09/1988.
2) aukinni upptöku lifrar á LDL-kólesteróli úr
blóði sem verður með því að lifrarfruman
fjölgar LDL-viðtökum á yfirborði sínu þegar
kólesterólmagn frumunnar minnkar.
HMG COA
Reductase
Acetyl COA (2 carbons)
1
HMG COA (6 Carbons)
Isopentenyl
t RNA
Mevalonic Acid (5 Carbons)
I
_ Isopentenyl Pyrophosphate
(5 Carbons)
I
Geranyl Pyrophosphate
(10 Carbons)
I
Farnesyl Pyrophosphate
(15Carbons) X
Squalene (30 Carbons)
V
Ubiquinone
Dolichol
Cholesterol
Fig. 1. The biosyntheticpathway of cholesterol in
humans.
Fig. 2. Structural similarities between lovastatin and
HMG CoA.