Læknablaðið - 15.11.1988, Page 10
356
LÆKNABLAÐIÐ
Kólesterólgildi þeirra lækkar að jafnaði niður
fyrir 240 mg/dl (6 mmol/1) en bandarískar
hóprannsóknir hafa bent til að þau mörk væru
æskileg viðmiðunargildi (14). Margir kysu að
lækka kólesterólgildið enn meir, einkanlega
meðal þeirra sem þegar hafa einkenni um
kransæðasjúkdóm. í þessum hópi okkar náði um
helmingur hópsins niður fyrir 240 mg/dl og þessi
svörun hélst út rannsóknartímabilið (sex
mánuði). Fimmtungur hópsins hafði áfram
kólesterólgildi yfir 300 mg/dl (7,5 mmol/1) og
þarfnast því væntanlega viðbótarmeðferðar.
Einstaklingssvörun varð þó mjög mismunandi
eða 18-55^0 lækkun. Því er vert að byrja með
lóvastatín 20-40 mg að kvöldi þar sem
kólesterólmyndun lifrar er meiri að nóttu en degi
(15) og auka skammtinn síðan í 80 mg/dag ef með
þarf en minnka skammt að nýju ef kólesteról
lækkar niður fyrir 160 mg/dl (4 mmol/1).
Lyfjagjöf tvisvar á dag gefur heldur meiri svörun
en í einum skammti (15) sem nægir í mörgum
tilfellum.
Lækkun á kólesterólgildi um nær 40% er meira
en náðst hefur með einu lyfi hingað til.
Gallsýrubindandi lyf, t.d. kólestyramín
(Questran) og kólestípól (Lestid) hafa náð að
lækka kólesteról um 25-35% meðal þeirra sem
tekið hafa hámarksskammt (16, 17) en sú svörun
fer þó oft dvínandi með tímanum vegna aukinnar
kólesterólframleiðslu lifrarinnar (16). En með
gjöf þessara tveggja lyfjaflokka, HMG-CoA
redúktasa-blokka og gallsýrubindandi lyfja,
hefur náðst enn meiri lækkun en með lóvastatín
einu saman (18). Þessir tveir lyfjaflokkar með
mismunandi verkunarmáta virðast því vinna vel
saman en endanleg svörun þessara beggja
Iyfjaflokka virðist vera fjölgun LDL-viðtaka á
yfirborði lifrarfruma (19).
Verkun lóvastatíns meðal einstaklinga með
fituprótínhækkun Ilb (þ.e. bæði hækkun á
kólesteróli og þríglyseríðum) hefur verið lítið
könnuð. Þessi hópur hefur verulega aukna
áhættu á kransæðasjúkdómi en ekki er Ijóst hvort
sú aukna áhætta er bundin hækkun á VLDL
(þríglyseriðar) eða LDL (kólesteról) enda þótt
flest bendi til að LDL sé það fituprótín sem mest
stuðli að æðakölkun. Því er vert að leiðrétta þessa
fituprótínhækkun í blóði, fyrst og fremst með
megrun og matarráðgjöf en lyfjum ef það dugar
ekki. Lóvastatín lækkaði ekki aðeins
LDL-kólesteról í Ilb hópi okkar heldur einnig
þríglyseríða um 27%. Til samanburðar má geta
þess að lyf af klófíbrat-flokki, t.d. gemfíbrósíl
(Lopid), lækkar kólesteról einungis um 10% en
hins vegar þríglyseríða um 35-40% og hækkar
HDL-kólesteról um 10% (20). Lóvastatín kemur
því vel til greina i meðferð fituprótíndreyra Ilb
sem og í meðferð flokks III samkvæmt svörun
þess eina einstaklings sem var úr þessum hópi.
Svörun hans var hliðstæð því litla sem birt hefur
verið um verkun lóvastatíns í þessum flokki
fituprótínhækkunar (21), sem annars svarar vel
meðferð með lyfjum af klófíbrat-flokki.
Lóvastatín hafði nánast engin áhrif á
HDL-kólesteról (Tafla 1) en hlutfallið
LDL-kólesteról/HDL-kólesteról lækkaði hins
vegar um meira en 40%. Margt bendir til að þetta
hlutfall skipti verulegu máli m.t.t. myndunar
æðakölkunar og eigi helst að vera vel undir 5 (22)
og i okkar rannsókn lækkaði það úr 6,0 niður í
3,5.
Helsti kostur lóvastatínmeðferðar er að okkar
mati, auk góðrar kólesteróllækkunar, hversu
fátíðir fylgikvillar reyndust í þessari rannsókn og
fleiri svipuðum (23, 24). Fjórir einstaklingar úr
okkar hópi fengu tímabundin óþægindi,
svefnleysi og höfuðverk, sem hvarf og leiddi ekki
til þess að þeir hættu töku lyfsins. Einn
karlmaður fékk hins vegar alopecia areata meðan
á töku lóvastatín stóð. Flest bendir til að hér hafi
verið um androgenháða alopecia areata að ræða,
óháða töku lyfsins. Slíkum fylgikvilla hefur ekki
verið lýst til þessa af töku lóvastatíns. Hins vegar
hefur lóvastatín aðeins verið í notkun í fáein ár og
því ber að vera vel á verði gagnvart hugsanlegum
fylgikvillum af HMG-CoA-hvatablokkum sem
geta haft viðtæka verkun á frumur líkamans enda
þótt aðalverkun þeirra sé á Iifur.
Meira en 90% af því lóvastatín sem frásogast frá
görnum er tekið upp strax í lifur (first passage) og
því er aðeins lítill hluti lyfjaskammtsins sem berst
til annarra fruma líkamans. Óttinn um myndun
drers út frá tilraunum í hundum (þar sem gefinn
var fimmtíufaldur skammtur) (24) hefur ekki
verið staðfestur, hvorki í okkar rannsókn né
öðrum, til þessa en ráðlegt er að fylgjast náið með
augnskoðun árlega. í þessu sambandi er vert að
minnast á að HMG-CoA breytist aftur í acetyl
CoA og hleðst því ekki upp sem niðurbrotsefni.
Vægri hækkun á lifrarprófum hefur verið lýst á
lóvastatínmeðferð (11-13) en í okkar
rannsóknarhópi varð einungis vart timabundinna
hækkana á kreatínínkínasa (CPK) og gam-
ma-glútamýl-transferasa (GGT) meðal þriggja
þátttakenda sem leiðréttist af sjálfu sér. Vert er