Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ
361
NIÐURSTÖÐUR
Aldursdreifing og búseta: Fyrsta mynd sýnir
flokkun eftir kyni og aldri þeirra 809 sjúklinga
sem voru með hægfara gláku. Vegna fæðar
glákusjúklinga undir fimmtugu eru þeir hafðir í
einum flokki. Er munur á kynjum mjög lítill eða
409 karlar á móti 400 konum. Rúmlega 93% eru
eldri en 60 ára, tæplega 77% eldri en 70 ára og
rúmlega 39% eldri en 80 ára. Aðeins 12 sjúklingar
(10 karlar og 2 konur) eru innan við fimmtugt eða
1,5%.
Meirihluti sjúklinganna er úr Reykjavík og öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, samtals
572 eða rúmlega 70%. Innan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur eru 489 sjúklingar eða um 60% af
heildinni.
Sjónskerpa: Á mynd 2 er sjónskerpa sýnd í
þremur flokkum: Blindu, sjóndepru og
lestrarsjón. Um 18,4% af glákusjúklingum á
göngudeildinni eru því alvarlega sjónskertir, þ. e.
þeir hafa sjón minni en 6/18 á betra auga og eiga
þeir því orðið erfitt með Iestur. Alls eru 470
einstaklingar sjónskertir á öðru eða báðum
augum eða 58,0% (263 karlar eða 64,3% og 207
konur eða 51,6%), samanber töflur I A-E. Á
mynd 3 er samskonar flokkun sjónskerpu allra
augna. Blind augu eru 15,5% af heildinni,
sjóndöpur 22,7%, en 61,8% augna hafa
lestrarsjón.
Orsakir sjónskerðingar: í töflu II eru skráðar
orsakir sjónskerðingar hjá 619 sjónskertum
augum umræddra glákusjúklinga. Algengasta
orsökin er hægfara gláka eða 18,4% allra augna
(23,2% karlar, 13,5% konur). Næst algengasta
orsök sjónskerðingar er drermyndun á augasteini,
samtals 11,1% og þriðja algengasta orsökin er
ellirýrnun í miðgróf sjónu eða 5,9%. Sjónskertir
einstaklingar af völdum hægfara gláku á öðru eða
báðum augum eru samtals 248 eða 30,7% (38,1%
karlar, 22,9% konur), samanber töflu I A-E. Á
mynd 4 er tíunduð flokkun sjónskerðingar af
Table I. The etiology of visual impairment by age andsex among 809 POAGpatients attending the Glaucoma Clinic
St. Joseph’s Hospital Reykjavík, June 1987.
Table IA.
60-69 70-79 80+ All
Blindness both eyes -------- --------------- ---------------- -----------------------------
369.0 WHO classification M F M F M F M F M + F
POAGbotheyes....................................... - - 22 57 79 16
POAG-macular degeneration......................... - - 1 1 1 2 2 3 5
POAG-cataract..................................... - - - - 3 1 3 1 4
POAGkeratopathy................................... - - - - 1 - 1 - 1
POAG-trauma....................................... - - - - 1 - 1 - 1
Cataract-trauma................................... - - - 1 - - - 1 1
Mac. degeneration both eyes....................... - 1 1 1 1 1 2 3 5
AU 1 4 5 12 11 16 17 33
Table IB.
Blindness one eye, low vision other eye 369.1 WHO classification 60-69 70-79 80 + All
M F M F M F M F M + F
POAG both eyes _ 7 _ 13 4 20 4 24
POAG-macular degeneration - - - - 3 3 3 3 6
POAG-cataract í 3 - 12 6 15 7 22
POAG-trauma - - - 1 - 1 - 1
POAG-myopia - - - - - 1 - 1 1
POAG-retinal detachment - - 1 - - - 1 - 1
Macular degeneration both eyes - - - - 4 2 4 2 6
Cataract-keratopathy - - - í - - - 1 1
Cataract-macular degeneration - - - - - 1 - 1 1
Cataract both eyes - i - - - 3 - 4 4
Vein occlusion - amblyopia i - - - - - 1 - 1
Hemianopia - - - - 1 - 1 - 1
All í 2 11 í 34 20 46 23 69