Læknablaðið - 15.11.1988, Qupperneq 22
364
LÆKNABLAÐIÐ
Table III. Percentage age distribution of glaucoma patients in Iceland 1892-1987.
Outpatient Prescription Outpatient
Clinic study Clinic Björnsson Sveinsson Skúlason Ólafsson
Agegroups 1987 1982(1) 1978 (2) 1963 (3) 1956(4) 1933 (8) 1892-09(5)
<50................... 1.5 2.6 2.3 2.2 1.8 2.4 4.1
50-59 ................ 5.2 6.3 7.2 13 10.1 16.1 23.7
60-69................. 16.8 22.5 26.9 43.2 34.6 48 47.8
70-79 ................ 37.6 39 38 36.5 41.1 30 23
80+................... 38.9 29.6 25.6 5.1 12.4 3.5 1.4
100 100 100 100 100 100 100
elstu aldursflokkum, heldur að bilið sé að
minnka. Skýring á þessum minnkandi
algengismun kynja gæti verið sú að
umhverfisáhrif hafi breytt gangi sjúkdómsins. Á
síðustu áratugum hafa störf karla hér á landi
breyst mjög mikið vegna þeirrar byltingar í
atvinnuháttum, sem átt hefur sér stað upp úr
síðustu heimsstyrjöld og eru nú störf karla og
kvenna ekki eins frábrugðin og áður.
Blindukannanir 1940 og 1950 leiddu í ljós að mun
fleiri karlar en konur blinduðust af gláku (8, 10).
Eins og sjá má af þessari könnun er sjónskerðing
sjúklinga með hægfara gláku af ýmsum orsökum.
Af 470 sjónskertum einstaklingum á öðru eða
báðum augum hafa 248 skerta sjón vegna
glákuskemmda eða rúmlega helmingur
sjónskertra. Þeir sem teljast blindir á báðum
augum eru 33 að tölu (4,1%) en af heildinni er
glákan aðalorsök hjá 27 (3,3%).
Verulega skert sjón af völdum gláku er algengari
meðal karla en kvenna og þá einkum í elstu
aldursflokkum. Besti mælikvarði á starfsgetu
glákusjúkra augna er könnun á sjónsviði. Um
60% sjúklinga eru komnir með mælanlega
sjónsviðsskerðingu á annað eða bæði augu á
Per thousand
* Present study
« Study 1982
Fig. 7. Prevalence of primary open angle glaucoma in
Reykjavlk area, Iceland. Present study 1987 and study
1982, per thousand inhabitants.
mismunandi stigum, allt frá blindum bletti á
Bjerrum svæði til alblindu.
Hversu mikill hluti sjúklinga með þekkta hægfara
gláku hér á landi má ætla að sé í meðferð og
eftirliti á Göngudeild augndeildar? Með því að
bera saman fjölda þeirra, sem notuðu glákulyf
hér á landi við Lyfseðlakönnunina 1982 má gera
sér nokkra grein fyrir því. Fjöldi einstaklinga sem
fjallað var um í þeirri könnun er 1916. Eru
göngudeildarsjúklingarnir því 42,2% af þeim
fjölda.
Þar sem meirihluti sjúklinga í þessari könnun er
búsettur á höfuðborgarsvæðinu (um 70%) er með
nokkurri nákvæmni unnt að meta hve mikill hluti
göngudeildarsjúklinga er af heildarfjölda
glákusjúklinga á þessu svæði með því að bera
saman algengi á höfuðborgarsvæði í
aldursflokkum í báðum könnunum, samanber
mynd 7. Svipað hlutfall er í öllum aldursflokkum.
Af framansögðu má ætla að glákusjúklingar á
göngudeild augndeildar Landakotsspítala
endurspegli almennan augnhag glákusjúklinga á
landinu. Ættu því, miðað við síðustu
glákukönnun hér á landi (1), um 600 einstaklingar
að vera meira eða minna sjónskertir á öðru eða
báðum augum af völdum gláku. Þar af um 40 sem
teljast blindir.
SUMMARY
The eye status of primary open angle glaucoma (POAG)
patients in June 1987 at the Glaucoma Clinic, St.
Josep’s Hospital, Reykjavík, Iceland.
This article is a review of 809 (409 males, 400 females)
POAG (primary open angle glaucoma) patients
attending the Glaucoma Clinic, St. Joseph’s Hospital,
Reykjavík, Iceland. Only 12 were under the age of 50
and 75% were 70 years and older. About 70% live in the
Capital area.
The sex distribution is almost even, however the
prevalence is higher among males than females in all age
groups. The POAG cases attending the Glaucoma Clinic
is estemated to be around 40% of known (diagnosed)
glaucoma cases in the country.