Læknablaðið - 15.11.1988, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 367-70
367
Gísli Vigfússon*, Paul Reinhold**), Josef Zander**)
SVÆFINGAR SMÁBARNA MEÐ ALFENTANIL
SAMANTEKT
Ópiöt eru notuð í ríkum mæli við svæfingar. Á
seinni árum hafa komið fram ný ópíat afbrigði,
sem hafa minni hliðarverkanir en fyrri lyf. Gegnir
þetta bæði um svæfinguna sjálfa og ekki síst eftir
svæfingu. Minni hliðarverkanir stafa af styttri
helmingunartíma og lægri dreifistuðli, sem gerir
stjórnun í svæfingu auðveldari og uppvöknun
öruggari og dvöl á gæsluskála þar með styttri.
Eitt þessara lyfja er alfentaníl.
Könnuð voru áhrif alfentaníls í svæfingu hjá 30
börnum undir eins árs aldri. Eftir innleiðslu og
vöðvaslökun var gefið alfentaníl 20 pg/kg í æð sem
byrjunarskammtur og síðan eftir þörfum sami
skammtur þar til 10-15 mínútum fyrir áætluð
aðgerðarlok. Vöðvaslökun var metin með
taugaáreiti (TOF) og áhrif alfentaníls á
öndunarþrýsting, púls og blóðþrýsting metin með
og án vöðvaslökunar. Tíminn þar til börnin voru
talin fullvöknuð var tekinn og PcC02 var mælt á
gæsluskála. Ekki kom til neinna vandamála við
innleiðslu né uppvöknun. Meðaltími þar til
börnin opnuðu augun og fóru að hreyfa sig var
1,8 mínútur. Engar verulegar sveiflur urðu á púls
og blóðþrýstingi í aðgerð. Meðalöndunarmagn
hélst nær óbreytt og öndunarvegaþrýstingur jókst
óverulega er vöðvaslökun minnkaði.
Rannsókn þessi sýnir að alfentaníl er valkostur
við svæfingu smábarna þegar notkun
innöndunarlyfja er talin óæskileg.
INNGANGUR
Svæfingar smábarna hafa fram að þessu nær
einskorðast við notkun svæfingalyfja til
innöndunar (inhalations) svæfingar. Þetta stafar
fyrst og fremst af áralangri reynslu í notkun
þeirra svo og hinu að talið hefur verið að smábörn
séu mun næmari fyrir öndunarletjandi áhrifum
sterkra verkjalyfja en fullorðnir (1).
Innöndunarsvæfingar eru þó ekki alltaf
heppilegar og geta í vissum tilvikum beinlínis
Barst 15/07/1988. Samþykkt 26/08/1988. *) Landspítalinn,
svæfingadeild, **) Svæfingadeild, Háskólasjúkrahússins
Múnster í Vestur Þýskalandi.
verið varasamar eða jafnvel hættulegar. Má þar
nefna sjúklinga, sem útsettir eru fyrir illkynja
háhita (malignant hyperthermia), hafa ofnæmi
fyrir innöndunarsvæfingalyfjum (hiti,
eosonophilia, hækkaðir lifrarhvatar eftir fyrri
svæfingar) eða eru næmir fyrir hjartabælandi
áhrifum lyfjanna. Alfentanil er ópíumsamband,
sem kom fyrst á markað í Vestur-Evropu árið
1983. Lyfið er skylt öðru ópíumsambandi,
fentanýli, en hefur ýmsa eiginleika, umfram það.
Það hefur um 1/7 af styrk fentanýls, en mun
styttri helmingunartíma, veikari
viðtækjabindingu og lægri dreifingarstuðul (2-4).
Þetta gerir lyfið mun meðfærilegra við svæfingar
og leiðir til skjótari vöknunar að svæfingu lokinni
og minni hættu á síðkomnum öndunarletjandi
áhrifum.
Lyfið hefur verið notað með góðum árangri við
svæfingar fullorðinna (5-7) en reynslan af því hjá
smábörnum er af skornum skammti. í klinískri
rannsókn voru könnuð áhrif svæfinga með
alfentanili, vercuronium og glaðlofti/súrefni hjá
börnum undir eins árs aldri.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ
Rannsóknin náði til 30 barna undir eins árs aldri,
meðalaldur 6,2 ±4,1 mánuðir og meðalþyngd
6,65 ±2,54 kg. Sjúklingar tilheyrðu
ASA-áhættuhóp 1 og 2 (áhættuflokkun
bandaríska svæfingalæknafélagsins, flokkast frá
1-5) og áttu að ganga undir aðgerð á nára eða
spangarsvæði (Tafla I).
Að undangenginni lyfjaforgjöf með klórprotixen
1 mg/kg í vöðva var svæfing innleidd með
thiopental 5mg/kg í æð, vöðvaslakað með
vecuronium 100 pg/kg og barkaslanga þrædd.
Öndun var stjórnað og glaðloft og súrefni gefið í
Tafla I. Sjúklingaval og aðgerðarform.
Fjöldi.................. 30
Aldur .................. 6,2 ±4,1 mánuðir
Þyngd................... 6,6 ±2,5 kg
ASA-áhættuflokkur....... 1 og 2
Aðgerð.................. Nára og spangarsvæði