Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 369 Ekkert barn þurfti á opíatmótlyfi að halda og ekkert þeirra kastaði upp eftir aðgerð. Fyrstu klukkustundina eftir aðgerð voru börnin öll talin verkjalaus. UMRÆÐA Alfentaníl, sem framleitt var í fyrsta sinn 1976 hefur nokkuð aðra lyfjafræðilega eiginleika en fentanýl. Það hefur einn sjöunda af styrk fentanýls, verkun kemur fyrr og varir mun skemur eða um 'A af tíma fentanýlverkunar (7). Dreifistuðull þess er allt að fjórum sinnum minni en fentanýls, fituleysanleiki þess minni og binding við viðtæki veikari (2-4). Af þessu leiðir að lyfið hreinsast mun fyrr úr líkamanum en fentanýl. í börnum hefur verið sýnt fram á að dreifistuðull er allt að helmingi lægri en hjá fullorðnum »plasma clearance« svipaður svo og niðurbrot í lifur (8, 9). Því má ætla að að notkun alfentaníls við stuttar svæfingar sé mjög hagstæð, þar sem sjúklingar vakna fljótt og hætta á öndunarletjandi verkun er minni en eftir notkun annarra ópíumsambanda. Rannsóknir hafa og staðfest að ekki verður nein umtalsverð uppsöfnun eftir endurteknar gjafir lyfsins (8, 10, 11). Vegna ofangreindra eiginleika ætti alfentaníl að vera öruggt og gott lyf við svæfingar smábarna. Rannsóknir hafa sýnt að alfentaníl við svæfingar barna veldur engum teljandi vandamálum (12). Hægum hjartslætti hefur verið lýst eftir gjöf lyfsins (13, 14) en slíkt sást ekki í þessari rannsókn, og má vafalaust skýra með vagushemjandi verkun klorprotixens sem gefið var sem lyfjaforgjöf. Með notkun ofangreindra skammta af alfentaníli, þar sem mið var tekið af rannsókn Aussems (15) og klínísku mati á ljósopastærð, hjartslætti og blóðþrýstingi taldist svæfing með ofangreindum skömmtun fullnægjandi. Börnin fóru að hreyfa sig 1,8 ±1,2 mínútum og opnuðu augun 4,1 ±2,6 mínútum eftir að þau byrjuðu að anda að sér 100% súrefni. Engir erfiðleikar urðu þegar barkaslanga var fjarlægð. Einkennandi var hversu vel börnin vöknuðu og voru verkjalaus. Einnig reyndist vöknunartímabilið mun styttra en þegar innöndunarsvæfingalyf voru notuð. Þetta samræmist vel lyfjafræðilegum eiginleikum alfentaníls. Aldrei þurfti að nota mótlyf. Allar blóðgasamælingar á gæsluskála voru innan eðlilegra marka. Eins og fram hefur komið í öðrum rannsóknum (16,17) er hækkun öndunarvegaþrýstings fyrst og fremst háð aukinni brjóstgrindarstífni. Þessa stifni má minnka með gjöf vöðvaslakandi lyfja. Hins vegar var hækkunin i þessari rannsókn aðeins 1,6 mbar, sem verður að teljast óveruleg hækkun. í fyrri rannsóknum (16-18), er lýst mun meiri stífni og þar með vandkvæðum við öndun. Orsök þessa er fyrst og fremst mun hærri skammtar af lyfinu (allt að 8 sinnum hærri) (18) en einnig að lyfið var gefið hraðar (16, 17). Ofangreind rannsókn staðfestir að alfentaníl við svæfingar smábarna er ákjósanlegur valkostur þegar notkun innöndunarlyfja er talin óæskileg. SUMMARY In the last few years new opiates have been introduced, having less side effects than the old narcotics. This is true during anaesthesia and even more so in the recovery period. Fewer side effects relate to shorter half liíe and a smaller volume of distribution. This makes it easier to control depth of anaesthesia and shortens the recovery period. One of these drugs is alfentanil. A study was performed on the effects of alfentanil when used during anaesthesia in infants under the age of one. After induction and relaxation alfentanil was given 20 mcg/kg i.v. initially and then the same dose repeated as needed until 10-15 min. before surgery ended. Muscle relaxation was maintained at 90-95% with vecuronium using train of four. The effects of alfentanil on airway pressure, pulse and blood pressure was measured with and without muscle relaxation. The time from end of surgery until full recovery was noted. PcC02 was measured in the recovery room. There were no clinical problems with induction or recovery. The average time until the infants opened their eyes and started moving was 1.8 min. No significant changes in pulse and blood pressure occured during surgery. Average min. ventilation was almost unchange and airway pressure showed minor increases when muscle relaxation decreased. This study shows that alfentanil is a choice to be considered in the when anaesthesia of infants when inhalational anaesthetics are considered unsuitable. HEIMILDIR 1. Hatch DJ, Sumner E. Neonatal Anaesthesia. Clinics in Anesthesiology 1985; 3: 651-2. 2. Bovill JG, Sebel PS, Blackburn GL, Heykants J. The pharmacokinetics of Alfentanil: a new opiate analgesic. Anesthesiology 1982; 57: 439-43. 3. Camu F, Geps E, Ruquoi M, Heykants J. Pharmaco-kinetics of Alfentanil in man. Anesth Analg 1982; 61: 657-61. 4. Schuttler J, Stoeckel H. Alfentanil ein neues kurz-wirksames Opioid. Pharmakokinetik und erste klinische Erfahrungen. Anaesthesist 1982; 31: 10-14. 5. Hartung E. Alfentanil, ein neues

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.