Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 32
372 LÆKNABLAÐIÐ findings) eru tekin með í útreikningum á spátölum. Nýgengi æxla greindra við krufningu hefur haldist svipað á þessu 30 ára tímabili eða 12 miðað við 100.000 á ári hjá körlum og 8 miðað við 100.000 á ári hjá konum að meðaltali. Spáin ergerð á eftirfarandi hátt: Árunum 1957 til 1986 er skipt í sex fimm ára tímabil og aldursbundið nýgengi hvers tímabils fyrir hvern fimm ára aldursflokk og hvort kyn reiknað. Notað er lógaritmiskt línulegt líkan. Lógaritmar nýgengis fimm ára aldursskeiða eru vegnir með fjölda krabbameinstilfella og aðhvarfslína (regression) fundin. Síðan er þessi lína framlengd til þess tíma er spá skal um. Þannig er gengið út frá hlutfallslega jafn mikilli breytingu nýgengis (hækkun eða lækkun) og verið hefur síðustu 30 ár. Athugað var sérstaklega hvort um mismunandi hlutfallsbreytingar nýgengis á 30 ára tímabilinu væri að ræða eftir aldri, en svo reyndist ekki vera. Sameiginleg aðhvarfslína hlutfallsbreytinga nýgengis fyrir öll aldursskeið er þvi notuð. Spá um fjölda tilfella er síðan fengin sem summa yfir alla aldursflokka af margfeldum nýgengisspár og mannfjöldaspár. Reikningarnir voru gerðir með hjálp BMDP tölvuforrita (3). Gerð var tilraun til að spá um árið 1986 og byggt á upplýsingum um tímabilið 1955-1978. Bornar voru saman spár, sem fengust með því, a) að spá um öll krabbamein í einu, b) að spá um einstaka líffærahópa og leggja þá tölu saman, c) að spá um krabbamein í einstökum líffærum og leggja þá tölu saman. Niðurstöðurnar voru bornar saman við raunverulegan fjölda krabbameina árið 1986. Þá kom í ljós að með því að spá fyrir öll krabbamein saman hjá hvoru kyni fékkst besta niðurstaðan. Sú aðferð var því valin til að fá fram áætlaðan heildarfjölda fyrir árið 2000. Öllum krabbameinum var síðan skipt í 8 líffærahópa hjá körlum en 9 hjá konum. Stuðst var við flokkaskiptingu sjöundu endurskoðunar alþjóðasjúkdómaskrárinnar fyrir utan að meltingarvegi var skipt í efri og neðri hluta vegna mismunandi breytinga á tíðni sjúkdóma í þessum hópi, þ.e. fækkun tilfella með vélinda- og magakrabbamein en aukningu flestra krabbameina í neðra meltingarvegi. Spáð var fyrir hvern þessara hópa um áætlaðan fjölda tilfella fyrir árið 2000. Summa spátalnanna fyrir líffærahópana var borin saman við heildarspána og hlutfall þeirra talna notað til að lækka spátölu hvers líffærahóps. Fjöldi krabbameina fyrir einstök líffæri var síðan fenginn með því að finna hlutfallslegan fjölda krabbameina innan líffærahópsins á árunum 1982-1986 (Tafla I) og nota sama hlutfall á áætlaðan heildarfjölda líffærahópsins fyrir árið 2000 og fá þannig áætlaðan fjölda krabbameina fyrir hvert mein. NIÐURSTÖÐUR Tafla I sýnir árlegan meðalfjölda greindra krabbameina fyrir tímabilið 1982 til 1986, (bæði fyrir líffærahópa og einstök liffæri). Einnig er sýndur fjöldi krabbameina á ári miðað við 100.000 íbúa. Á tímabilinu 1957-61 greindust árlega að meðaltali 350 krabbameinstilfelli (Tafla II). Á árunum 1982-86 greindust að meðaltali 745 tilfelli árlega, sem er um 3,1% aukning á ári á þessu tuttugu og fimm ára tímabili. Árið 2000 gerir spáin ráð fyrir rúmlega 1100 tilfellum, sem er um það bil 2,5% aukning á ári, á þessum 16 árum. Aukningin er því tæplega 50%. Ef gert hefði verið ráð fyrir óbreyttu nýgengi áranna 1982-86, en einungis tekið tillit til breytinga á aldurssamsetningu og fjölgun þjóðarinnar, mundu nálægt 950 krabbamein greinast árið 2000 og aukningin orðið tæp 40%. Samkvæmt mannfjöldaspám mun draga nokkuð úr fjölgun krabbameina á næstu árum vegna breytinga á mannfjölda og aldursskiptingu hans miðað við síðustu 30 ár. Árleg aukning krabbameina vegna þessara breytingar fram til 2000 verður því um 1,5% í stað 2,1% á síðustu 30 árum. í töflu II er einnig að finna meðalfjölda fimm algengustu krabbameina hjá báðum kynjum á tveim mismunandi tímabilum, þ.e. 1957-61 og 1982-86, ásamt spá fyrir 2000. Fimm algengustu meinin 1982-86 eru 57% af heildarfjöldanum hjá körlum og 52% af heildarfjöldanum hjá konum. í þessari töflu er einnig sýndur árlegur meðalfjöldi fyrir sortumein og leghálskrabbamein hjá konum og krabbamein í eistum hjá körlum. Það er ekki gerð tilraun til spár fyrir þessi mein þar sem fjöldi þeirra er lítill en þau eru sýnd vegna mikilla breytinga á nýgengi á síðustu 30 árum. Nýgengi leghálskrabbameins hefur lækkað en nýgengi sortumeina og krabbameina í eistum hækkað. Á árunum 1957-61 greindust að meðaltali tvö tilfelli á ári af sortumeinum hjá konum en tuttugu og fimm árum síðar voru þau fjórum sinnum fleiri. í töflu III er hlutfallsskipting krabbameina sýnd eftir líffærahópum og kyni fyrir tvö mismunandi tímabil, þ.e. 1957-61 og 1982-86, og spá fyrir árið 2000. Hjá körlum voru æxli í efri meltingarfærum langstærsti sjúkdómaflokkurinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.