Læknablaðið - 15.11.1988, Side 34
374
LÆKNABLAÐIÐ
Table III. Percentage distribution of the average annual number of cancers during two timeperiods andpredictated
valuefor 2000.
Males Females
1957-61 1982-86 2000 1957-61 1982-86 2000
Buccal cavity and pharynx, (140-148) 4.4 2.5 1.6 1.9 1.5 1.7
Digestive organs upper, (150-151) 39.1 13.0 5.6 21.6 6.8 2.6
Digestive organs lower, (152-158) 13.8 16.0 14.6 12.6 15.2 12.4
Respitatory system, (160-164) 7.8 13.5 18.1 4.2 10.0 18.4
Breast (females), (170) 19.0 24.5 25.8
Female genital organs, (171-176) Male genital organs, (177-179) 9.2 23.0 27.0 19.4 16.0 11.9
Urinary system, (180-181) 6.8 11.5 13.3 4.8 6.0 7.0
Unspecified, other specified, (190-199) 10.9 13.5 13.7 12.6 15.0 15.0
Lymphatic and hematopoietic tissue, (200-205) 8.0 7.0 6.1 3.9 5.0 5.2
* Breast males (170) included in unspecified other specified (190199).
á fyrra tímabilinu 1957-61. Hlutur þeirra hefur
farið minnkandi og í spá fyrir árið 2000 kemur
fram áframhaldandi lækkun. í þeim þremur
æxlisflokkum sem næstir komu að stærð hjá
körlum, þ.e. æxli i kynfærum, þvagfærum og
öndunarfærum varð um hlutfallslega aukningu ^
að ræða. Aukningin varð mest í öndunarfærum
og kemur þar til mikil fjölgun
lungnakrabbameina á þessum árum. Minni
breytingar urðu í öðrum æxlishópum hjá körlum.
Á árunum 1957-61 voru æxli í efri meltingarvegi
hjá konum, eins og hjá körlum, algengasti
sjúkdómaflokkurinn, en 1982-86 hefur þeim
fækkað verulega og er hlutfall þeirra nú
þriðjungur af því sem það var. Krabbamein í
brjóstum hefur verið algengasta æxlið í einstöku
líffæri hjá konum frá upphafi
krabbameinsskráningar á íslandi. Hlutfall þessa
sjúkdóms hefur farið hækkandi og spáin sýnir
áframhaldandi aukningu. Þriðji algengasti
Rate/100.000
and estimated values for 2000.
æxlisflokkur kvenna var æxli í kynfærum en
hlutfall þeirra af heildarfjöldanum hefur farið
lækkandi. í fjórða sæti voru æxli í
öndunarfærum og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi
hlutfallslega.
Mynd 2 sýnir nýgengi fyrir fimm algengustu
tegundir krabbameina í körlum. Hér sést að mikil
aukning varð á nýgengi krabbameina í
þvagblöðru, blöðruhálskirtli og lungum.
Krabbamein i þvagblöðru jókst um 5,2% á ári,
krabbamein í blöðruhálskirtli 4,8% og
lungnakrabbamein 3,7%, á ári, á tímabilinu
1957-61 til 1982-86. Nýgengi magakrabbameina
lækkaði á sama timabili.
Mynd 3 sýnir nýgengi algengustu krabbameina
hjá konum. Nýgengi lungnakrabbameina hefur
aukist um 5,5% á ári á þessu tímabili. Nýgengi
brjóstakrabbameins hefur aukist um 2,1% á ári.
Nýgengi magakrabbameina lækkar eins og hjá
körlum, en nýgengi ristilkrabbameina og
Rate/100.000
1957-1986 and estimated values for 2000.