Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1988, Page 36

Læknablaðið - 15.11.1988, Page 36
376 LÆKNABLAÐIÐ krabbameinssjúkdóma lenti spáin innan þeirra vikmarka sem reiknað var með. Vanspá getur orsakast af óvæntri framför vegna bættrar greiningaraðferðar t.d. getur leit að brjóstakrabbameini með röntgenmyndatöku af brjóstum væntanlega leitt í ljós fleiri ný tilfelli en spáin segir til um. Breyttar skráningarreglur geta breytt forsendum spárinnar. Trefjaþekjuæxli (pappillomata) í þvagblöðru voru ekki færð á krabbameinsskrá á fyrsta hluta tímabilsins sem spáin byggist á. Þetta skýrir þó ekki þá miklu aukningu sem hefur orðið á nýgengi krabbameina í þessu líffæri þar sem einungis örfá trefjaþekjuæxli (papillomala) eru skráð í krabbameinsskrá. Ef spáin er of há getur verið um að ræða að áhrifa fyrirbyggjandi aðgerða hafi tekið að gæta á því tímabili sem spáð var fyrir. Áhrifa leitar að forstigum leghálskrabbameins hefur gætt á síðustu tveimur áratugum og hefur hún væntanlega valdið lækkandi tíðni þessa sjúkdóms. Of- eða vanspá um fjölda krabbameinstilfella getur stafað af raunverulegri áhættuaukningu eða áhættuminnkun. Því hefur verið haldið fram að 30% krabbameina megi rekja til tóbaksnotkunar (6, 7). Þær æxlistegundir sem tengdar hafa verið tóbaksnotkun eru æxli í öndunarvegi, meltingarvegi, þvagblöðru og brisi. Breytingar á tóbaksvenjum hefðu því áhrif á fjölda þeirra æxla sem myndast. Lungnakrabbamein hefur aukist verulega á síðustu árum. Spáin gerir ráð fyrir mikilli fjölgun einstaklinga sem fá þennan sjúkdóm. Þar sem reykingar valda lungnakrabbameini hefði verið æskilegt að taka tillit til breytinga á reykingavenjum landsmanna síðastliðna áratugi til að fá fram nákvæmari spá um fjölda lungnakrabbameina. í spánni er gert ráð frir gífurlegri aukningu lungnakrabbameinstilfella. Að öllum líkindum er hér um ofspá að ræða þar sem reykingavenjur hafa verið að breytast frá því sem áður var. í Finnlandi (8) hefur lungnakrabbameinstilfellum farið fækkandi hjá körlum og er ástæðan talin vera minnkandi tóbaksnotkun. Lækkandi tíðni magakrabbameins á síðustu áratugum má e.t.v. rekja til breytinga á manneldi. Spá um áframhaldandi mikla lækkun magakrabbameina þarf að taka með varúð bæði vegna óöryggis í greiningu þessa sjúkdóms á fyrri hluta viðmiðunartímabilsins og óvissu um áframhaldandi breytingar vegna breytts manneldis. Sortumeinum í húð hefur fjölgað hraðast allra æxlistegunda síðustu áratugi á hinum Norðurlöndunum (9). Hér á landi hefur einnig orðið aukning á þessum sjúkdómi. Þar sem tölurnar eru lágar gerir það spá óvissa, en samkvæmt reynslu nágranna okkar á Norðurlöndum má búast við áframhaldandi aukningu á þessu krabbameini sem ef til vill má rekja að hluta til aukinna sólbaða (10). Gerð áætlana um fjölda krabbameinstilfella hefur þýðingu við skipulagningu heilbrigðismála. Gera má ráð fyrir að árið 2000 verði ný krabbameinstilfelli á ári um 360 fleiri en verið hefur síðustu ár. Búast má við auknu álagi vegna meðhöndlunar sjúklinga með krabbamein í lungum, brjóstum, þvagblöðru og blöðruhálskirtli, meðan álagið minnkar vegna magakrabbameins og leghálskrabbameins. Þar sem við vitum tiltölulega lítið um áhættuþætti flestra krabbameina er erfitt að leggja mat á spágildin fyrir einstök krabbamein, en þó geta þau gefið okkur hugmynd um umfang krabbameinssjúkdóma í náinni framtíð. Þakkir: Jónasi Ragnarssyni, ritstjóra eru færðar þakkir fyrir gerð mynda, Sigríði Sigtryggsdóttur bókasafnsfræðingi fyrir aðstoð við frágang á handriti og Guðríði Ólafsdóttur fyrir aðstoð við gagnasöfnun. Krabbameinsfélagi íslands fyrir að styrkja gerð þessarar greinar. SUMMARY The data of the Icelandic Cancer Registry for 1957-1986 have been applied to predict the incidence rates of selected types of cancer, and the number of new cancer patients in Iceland 2000. The total incidence will increase. It is expected that an increase will occur in the incidence of cancer of the lung, breast (females), prostate and bladder (males). A decreasing trend is predicted for stomach cancer. In 2000, cancers in the male genital organs (mainly prostate) will be the commonest types of cancer and that in females will be cancer of the breast. HEIMILDIR 1. Hagtíðindi 1957-1986. 2. Mannfjöldaspá til ársins 2020. í: Gróandi þjóðlíf. Mannfjöldi, heilbrigði, byggð og umhverfi og framtíðarsýn æskufólks fram yfir aldamót. Reykjavík : Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðuneytis. Sérrit 1, 1987:963. 3. Dixon WJ ed. BMDP Statistical Software Berkeley University of California Press 1985. 4. Hakulinen T, Teppo L, Saxén E. Cancer i Finland 1980 - hur stámde prognoserna? Nord med 1986; 101: 162-5.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.