Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 39

Læknablaðið - 15.11.1988, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 379-84 379 Ragnar Danielsen, Jan Erik Nordrehaug, Harald Vik-Mo MAT ÓSÆÐARLOKUÞRENGSLA MEÐ DOPPLERÓMUN ÚTDRÁTTUR Síbylgju Doppler-ómun var gerð hjá 30 sjúklingum (18 körlum) er grunaðir voru um ósæðarlokuþrengsli. Rannsóknin var gerð skemur en 48 klukkustundum fyrir hjartaþræðingu. Sjúklingarnir voru á aldrinum 33 til 75 ára (meðalaldur 63 ± 10 ár) og 28 þeirra (93%) voru 50 ára eða eldri. Mat á hámarksþrýstingsfalli yfir ósæðarlokuþrengslin var álíka með Doppler-ómun og við hjartaþræðingu (r = 0,96). Hámarks þrýstingsfall metið með báðum aðferðum var ólíkt og marktækt hærra (p< 0,001) en hið hefðbundna frá toppi til topps þrýstingsfall (peak-to-peak) við hjartaþræðingu. Góð fylgni fannst milli meðal Dopplerþrýstingsfalla og meðal þrýstingsfalla við hjartaþræðingu (r = 0,93), en þau fyrri voru að jafnaði nokkru lægri en þau síðari (Y = 1,03X-6,1, p< 0,001). Kúrfulínuleg líking lýsti tengslum hámarks og meðal Doppler þrýstingsfalla við leiðrétt ósæðarlokuflatarmál (aortic valve area index, cm'/m2), er ákvörðuð voru við hjartaþræðingu (r = 0,80 annarsvegar og r = 0,78 hinsvegar). Marktæk ósæðarlokuþrengsli, skilgreind sem leiðrétt ósæðarlokuflatarmál <0,5 cm2/m2, samsvöruðu oftast hámarks og meðal Doppler þrýstingsföllum > 54 mmHg annarsvegar og > 33 mmHg hinsvegar. Aftur á móti var mikil dreifing á þeim Doppler þrýstingsföllum er fundust við ákveðið leiðrétt ósæðarlokuflatarmál. Samkvæmt líkingu Gorlins stafar þetta af mismunandi ósæðarlokuflæði. Þótt gott samræmi sé milli Doppler og hjartaþræðingar þrýstingsfalla, undirstrikar þetta mikilvægi þess að taka einnig tillit til breytileika í ósæðarlokuflæði milli einstaklinga þegar metið er hversu alvarleg ósæðarlokuþrengsli eru. INNGANGUR Undanfarin ár hefur Doppler-ómun í auknum mæli verið notuð til að meta slagþrýstingsfallið Frá rannsóknardeild í klínískri hjartalífeðlisfræði, Haukeland háskólasjúkrahúsinu í Bjðrgvin, Noregi. Barst 20/05/1988. Samþykkt 09/08/1988. hjá sjúklingum með ósæðarlokuþrengsli (1-12). Þótt gott samræmi sé milli þrýstingsfalla sem ákvörðuð eru með Doppler og þeirra sem mæld eru með hjartaþræðingu, hefur nokkurs ósamræmis gætt milli birtra rannsókna. Sumar hafa borið saman hámarks þrýstingsföll, mæld með Doppler tækni og við hjartaþræðingu (1,3, 5, 8-11). Aðrir hafa hinsvegar borið hámarks Doppler þrýstingsfallið saman við þrýstingsfallið frá toppi til topps (peak-to-peak) sem hefðbundið er að mæla við hjartaþræðingu (2, 4, 6, 7). Þessi seinni aðferð hefur nýlega verið gagnrýnd (13). Góð fylgni hefur hinsvegar lika fundist milli meðal þrýstingsfalla sem mæld hafa verið með Doppler-ómun og við hjartaþræðingu (8-12). Frekari rannsókna er hinsvegar þörf til ákvörðunar viðmiðunargilda fyrir Doppler mæld þrýstingsföll er gefa visbendingu um marktæk ósæðarlokuþrengsli (8). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áreiðanleika Doppler-ómunar við mat á ósæðarlokuþrengslum hjá fullorðnum sjúklingum í samanburði við niðurstöður hjartaþræðingar. Ennfremur voru könnuð tengsl Doppler ákvarðaðra þrýstingsfalla við bæði ósæðarlokuflatarmál og hið hefðbundna þrýstingsfall frá toppi til topps, er mæld voru við hjartaþræðingu. Var þannig reynt að ákvarða viðmiðunargildi fyrir Doppler þrýstingsföll sem benda til marktækra ósæðarlokuþrengsla. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingaþýði. Rannsakaðir voru 30 sjúklingar (18 karlar) er vísað hafði verið til hjartaþræðingar vegna gruns um ósæðarlokuþrengsli ein sér eða ásamt öðrum hjartalokugöllum. Sjúklingarnir voru á aldrinum 33 til 75 ára, meðalaldur var 63 ± 10 ár. Aðeins 2 sjúklinganna voru yngri en 50 ára og 25 þeirra (83%) voru 60 ára eða eldri. Níu sjúklingar reyndust einnig vera með ósæðarlokuleka og tveir þeirra voru líka með míturlokuleka. Einn sjúklingur hafði ennfremur bæði míturlokuþrengsli og leka og enn annar var einvörðungu með míturlokuleka að auki.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.