Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 43

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 383 ósæðarlokuþrengsli. Doppler aðferðin ákvarðar hinsvegar hið eiginlega hámarks þrýstingsfall, sem samkvæmt núverandi og fyrri rannsóknum er hærra en þrýstingsfallið frá toppi til topps (3, 8-11). Samlíking þessara tveggja mismunandi þrýstingsfalla hefur valdið talsverðum ruglingi og misskilningi og hefur nýlega verið gagnrýnd (13). Hinsvegar er þörf á því að skilgreina og kanna skyldleika Doppler þrýstingsfalla við þau þrýstingsföll frá toppi til topps og leiðrétt ósæðarlokuflatarmál, sem venjulega eru talin samræmast marktækum ósæðarlokuþrengslum (8). Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar samræmist 50 mmHg þrýstingsfall frá toppi til topps um það bil 61 mmHg hámarks og 38 mmHg meðal Doppler þrýstingsföllum. Aftur á móti samsvaraði <0,5 cm2/m2 leiðrétt ósæðarlokuflatarmál yfirleitt > 37 mmHg topp til topps þrýstingsfalli við hjartaþræðingu og > 54 mmHg hámarks og > 33 mmHg meðal Doppler þrýstingsföllum. Þessar niðurstöður eru svipaðar og í nýlegri rannsókn (12). Meðal Doppler þrýstingsfall > 50 mmHg samræmdist þar marktækum ósæðarlokuþrengslum (skilgreind sem óleiðrétt ósæðarlokuflatarmál <0,75 cm2), <30 mmHg voru talin ómarktæk þrengsli, en 30-50 mmHg meðal þrýstingsföll þörfnuðust frekari rannsóknar. Rétt er þó að undirstrika, eins og fram kemur í rannsókn okkar, að dreifing Doppler þrýstingsfalla svarandi til marktækra ósæðarlokuþrengsla getur verið mikil. Undirstrikar þetta mikilvægi þess að meta einnig breytileika í ósæðarlokuflæði milli einstaklinga þegar lokuþrengslin eru metin. Hjá sjúklingum með skaddaðan eða lítinn, veggþykkan vinstri slegil eru mínútuútstreymið og ósæðarlokuflæðið oft minnkað, en geta verið aukin hjá þeim sem einnig eru með ósæðarlokuleka. Þótt Doppler-ómun sé gagnleg við greiningu og mat slíkra sjúklinga (16, 17), getur hjartaþræðing oft reynst nauðsynleg til að ákvarða ósæðarlokuflatarmálið. Hinsvegar mun frekari þróun Doppler tækninnar til að meta sjálft ósæðarlokuflatarmálið að líkindum verulega fækka ónauðsynlegum hjartaþræðingum, einkum hjá eldri sjúklingum sem grunaðir eru um ósæðarlokuþrengsli (19). Eftirtektarvert er að tvær eldri konur hafa óvenju lág hámarks (31 og 36 mmHg) og meðal (17 og 20 mmHg) Doppler þrýstingsföll (Mynd 5 a, b). Tvíviddar hjarta-ómun hjá báðum leiddi í ljós litla vinstri slegla með verulega aukna veggþykkt, sem benti til lágs slagrúmmáls. Þótt samdráttargeta vinstri slegils væri eðlileg hjá báðum konunum (útstreymisbrot 69 og 78%), mældust leiðrétt mínútuútstreymi við hjartaþræðingu aðeins 2,3 og 2,0 lítrar á mínútu/m2 og ósæðarlokuflatarmál 0,43 og 0,45 cm2/m2. Algengara er að sjá lág þrýstingsföll þrátt fyrir marktæk ósæðarlokuþrengsli hjá sjúklingum með skaddaðan vinstri slegil, lágt útstreymisbrot og veruleg hjartabilunar einkenni. Slíkum sjúklingum var þó ekki til að dreifa í rannsókn okkar. Við útreikning ósæðarlokuflatarmáls samkvæmt likingu Gorlins (14) er meðal þrýstingsfallið notað. í núverandi rannsókn fannst góð fylgni milli meðal Doppler og þrýstingsfalla við hjartaþræðingu. í samræmi við fyrri rannsóknir (8-11) reyndust þau fyrri að jafnaði vera nokkru lægri en þau síðari, en munurinn er lítill og hefur óveruleg áhrif við útreikning á ósæðarlokuflatarmálinu. Þrýstingsföll sem mæld eru við hjartaþræðingu eru ekki endilega hinn »gullni viðmiðunarstaðall«. Ýmsir skekkjuvaldar eru kunnir við hjartaþræðingu (10, 11), þannig að mismunur milli Doppler og hjartaþræðingar þrýstingsfalla þýðir ekki endilega að Doppler aðferðin sé ónákvæm. Á hinn bóginn er rétt að benda á að hin einfaldaða Iíking Bernoulli sem Doppler aðferðin styðst við, er nálgun á tengslum hraða og þrýstings (1, 20). Ennfremur voru 93% sjúklinganna 50 ára og eldri i rannsókninni sem hér er kynnt. Hjá öldruðum sjúklingum með ósæðarlokuþrengsli eru lokurnar oft kalkaðar og aflagaðar og því torvelt að staðsetja og mæla ósæðarlokubununa. Hornskekkja milli stefnu ósæðarlokubununnar og Doppler geislans og aðrir hugsanlegir skekkjuvaldar Doppler aðferðarinnar eru vel þekktir (1, 10, 11, 13). Þótt þrýstingsföllin í núverandi rannsókn væru ekki mæld samtímis með Doppler og við hjartaþræðingu, eru niðurstöðurnar sambærilegar við rannsóknir er slíkt hafa gert (10). Síbylgju Doppler-ómun er áreiðanleg aðferð til að meta óblóðugt þrýstingsföll yfir ósæðarlokuna hjá sjúklingum sem grunaðir eru um ósæðarlokuþrengsli. Með aukinni notkun þessarar aðferðar er nauðsynlegt fyrir lækna að þekkja gildi Dopplerþrýstingsfalla er benda til marktækra ósæðarlokuþrengsla. Tengsl þrýstingsfalla og ósæðarlokuflatarmála kunna að vera gagnleg í því sambandi. Þau ber hinsvegar að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.