Læknablaðið - 15.11.1988, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 385-7
385
Ásmundur Brekkan, Jón G. Stefánsson, Kristján Erlendsson
STOFNANIR í BANDARÍSKA HEILBRIGÐISKERFINU
VILJA AUÐVELDA ÚTLENDINGUM AÐGANG AÐ
FRAMHALDSNÁMI
Frá ráðstefnu um nýmæli í alþjóðlegri læknakennslu á vegum
Educational Commission for Foreign Medical Students
Eftirfarandi er skýrsla frá ofangreindri ráðstefnu
sem haldin var í New York í júlí sl. Höfundarnir
eru Ásmundur Brekkan forseti læknadeildar
H.Í., Jón G. Stefánsson dósent og Kristján
Erlendsson læknir.
INNGANGUR
Tilgangur fundarins var að gefa forystumönnum
og kennurum í læknadeildum um allan heim
tækifæri til þess að hittast, skiptast á skoðunum
og hugmyndum. Jafnframt var tilgangur
Bandaríkjamanna að kynna hvað bandaríska
heilbrigðiskerfið hefur upp á að bjóða til að miðla
þekkingu og reynslu. Einkanlega voru kynnt þrjú
atriði sem eru ný, eða endurbætt skipulag á eldra
fyrirkomulagi.
Þar er um að ræða: International Medical Scholar
Programme (IMSP); Foreign Faculty Fellowship
Programme in the Basic Medical Sciences; og
1988 Directory of International Programs and
Projects.
Hluttaka erlendra lækna hefur verið mjög mikil í
bandaríska heilbrigðiskerfinu og á tímabili fylltu
kandídatar frá öðrum löndum um það bil 30% af
öllum unglæknastöðum. Miklar sveiflur hafa þó
verið í þessu og á síðustu árum hefur þeim
stórlega fækkað. Á sama tíma hefur einnig hægt
á fjölgun bandarískra læknastúdenta og því sums
staðar farið að bera á skorti á unglæknum. Það er
því óneitanlega athyglisvert að þessi fundur skuli
vera haldinn á þessum tíma þegar þörf
Bandaríkjamanna fyrir erlendan starfskraft er
hvað mest. Þess ber þó að geta, að eins og þær
nýjungar, sem áður er getið, eru kynntar, er ekki
réttlætanlegt að ásaka þá um að skara eld að sinni
köku á þennan hátt.
Þátttakendur á fundinum voru um 200, þar af um
helmingur utan Bandaríkjanna. Þarna voru
kennarar eða fulltrúar læknadeilda og háskóla,
einnig fulltrúar ríkisstjórna, ráðuneyta og ýmissa
samtaka er tengjast læknakennslu og
heilbrigðisþjónustu.
Hlutverk - ábyrgð - menntun - rannsóknir
Fundurinn var haldinn í aðalstöðvum Sameinuðu
þjóðanna og skiptist í þrjá hluta. í hverjum voru
þrjú til fjögur inngangserindi og síðan voru
umræðuhópar er ræddu fyrirfram ákveðin þemu.
í fyrstu atrennu voru þrjú erindi: »Roles and
Responsibilities of United States Medical Schools
in International Medical Education«, »Defining
Medical Education Worldwide« og »Resources
and Limitations of Medical Centers in the United
States«. í framhaldi ræddu umræðuhópar þessi
þrjú atriði.
í þeim hópum var mest rætt um hversu mikinn, ef
einhvern, áhuga þátttökulöndin hefðu á að senda
fólk til þjálfunar í Bandaríkjunum og var sá áhugi
almennur. Þar kom einnig fram að þarfir
þjóðanna eru mjög mismunandi og áberandi var
hversu margir höfðu áhyggjur af þvi, að þeir sem
færu til Bandaríkjanna kæmu ekki aftur. Þá var
einnig rætt um það, að margt það sem menn
kynntust í Bandaríkunum væri óþarft fyrir hinar
þjóðirnar og kostaði oft á tíðum mikil útlát í
formi nýrra tækja og búnaðar þegar hámenntaðir
sérfræðingar á þröngum sérsviðum kæmu aftur
heim. Því sjónarmiði var aftur mótmælt á þann
hátt, að mjög erfitt væri að kenna einungis það
sem hefði staðbundna og hagnýta þýðingu í
meðferð sjúklinga og slíkt væri beinlínis
»and-akademískt«.
Þá var rætt um á hvern hátt slík menntunartengsl
væru best skipulögð, hvort um væri að ræða
formleg tengsl milli ríkisstjórna, ráðuneyta,
læknaskóla eða fagfélaga og sýndist sitt hverjum.
Flestir virtust þó á því að hingað til hefðu
persónuleg sambönd verið megin hvati að slíkum
samskiptum og vildu menn greinilega ekki sleppa
þeim möguleika. Þeir sem stjórna bandarískum
stofnunum virðast vera mjög opnir fyrir slíku og
þurfi jafnvel ekki kunningsskap til. Þó var talið
nauðsynlegt að einhverjum formlegum tengslum
yrði komið á eða að minnsta kosti væru til
samhæfingaraðilar eða úrlausnaraðilar, sem