Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 48

Læknablaðið - 15.11.1988, Side 48
386 LÆKNABLAÐIÐ menn gætu snúið sér til, einkum í Bandaríkjunum, ef vandræði kæmu upp. Þá var rætt hvaða menntun eða þjálfun menn vildu sækja til Bandaríkjanna og var greinilegt að sitt sýndist hverjum. Margir vildu fá »community medicine« en þá var aftur bent á það að hún mótaðist mjög af aðstæðum í hverju landi og því erfitt að kenna hana í öðrum löndum. Helst virtust menn á því að löndin hefðu gagn af því að senda menn um lengri eða skemmri tíma til þess að kynna sér nýjungar og þjálfa sig í rannsóknavinnu eða þröngum sérgreinum. Augljóst var að bæði Bandaríkjamenn og fulltrúar þeirra þjóða, sem tjáðu sig virtust sammála um að þeir sem kæmu til Bandaríkjanna í þessum tilgangi ættu að fara heim aftur, enda væru þeir gjarnan sendir af ákveðnum deildum í ákveðnum tilgangi og oft kostaðir af þeim. Hins vegar kom fram að Bandaríkjamenn eru allir af vilja gerðir til að standa undir kostnaði við slík prógröm. Næsti fundarhluti fór í þrjú erindi um sjónarmið frá Suður Ameríku, Asíu og Afríku. Urðu síðan umræður um þessi atriði. Fyrir umræðuhópunum lágu ákveðnar spurningar en umræður þróuðust meira og minna aftur inn á sömu brautir og lýst er í sambandi við fyrsta hópinn. Þar kom þó ennþá sterkara fram, að erlendu fulltrúarnir vildu hafa eftirlit með því hvert sínir menn færu, hvað þeir lærðu og hvert gagn yrði af þeim þegar þeir kæmu heim, sem þeir ættu allir að gera. Allmargir lýstu því yfir að þeir hefðu einmitt ætlað sér að nota þessa ferð til Bandaríkjanna til þess að heimsækja »fellowana« sína og sjá hvernig þeim gengi og hvað þeir væru að læra. í framhaldi af því urðu umræður um hvað þjóðlöndin gætu gert til þess að tryggja það að læknarnir sneru heim og voru menn sammála um, að það eina raunhæfa væri að gera það fýsilegt aðfara heim, en menn mundu alltaf snúa sig út úr einhverjum kvöðum um heimför. Umræður um viðurkenningu urðu allnokkrar og greinilegt að menn óskuðu eftir því að fá diploma eða skjal en Bandaríkjamenn voru lítið hrifnir af því. Þeir bentu á að þessi prógröm væru mismunandi, allt frá því að vera einn mánuður í að kynna sér ákveðna aðferð upp í það að vera margra ára framhaldsmenntun. Greinilegt er að Bandaríkjamenn vilja þó opna þær leiðir, að þeir sem hafa lokið sambærilegu námi eða þjálfun og heimamenn, fari til dæmis gegnum »residency« eða »fellowship«, fái tækifæri til að taka sérfræðipróf, þótt þau veiti þeim ekki réttindi tif starfa í Bandaríkjunum. Greinilegt er að þetta á eftir að ræða frekar og var varað við þeim vanda er fylgir því að bera saman menntun frá mismunandi kerfum, svo sem sérfræðipróf í almennri sérgrein eða undirsérgrein við doktorsritgerð á þröngu sviði. Athyglisvert er að eitt atriði af níu var hreinlega ekki rætt en það er sú spurning, sem kannski eftir á að hyggja hefði snert okkur íslendingana. Má telja að sú staðreynd hafi sýnt sérstöðu okkar íslendinga í þessum hópi. Spurningin var á þá leið hvort Bandaríkamenn skyldu einungis bjóða prógröm fyrir kandídata, sem væru beinlínis sendir af stofnunum í heimalandi eða ætti einnig að gefa læknum tækifæri sem færu upp á eigin spýtur án atvinnutryggingar er heim er komið. Það er í stórum dráttum það form sem íslendingar hafa notað, en það virtist vera það fjarlægt öðrum þjóðum að það var ekki einu sinni rætt. Greinilegt er þó að Bandaríkjamenn munu halda því kerfi opnu sem áður og því ekki ástæða til að ræða um það frekar á þessum vettvangi. f framhaldi af því má þó benda á að einstakar þjóðir, til dæmis Pakistanar, hafa komið upp ákveðnu kerfi til reynslu við bandaríska háskóla og spítala, að þeir taki við ákveðnum fjölda kandídata í þjálfun. Það kerfi var kynnt lítillega og byggðist á því að kandídatarnir kæmu, fengju frítt húsnæði og 500 dollara mánaðarlaun sem eru skilyrði er íslendingar myndu ekki sætta sig við og er óþarfi að hugsa um það eð á síðustu árum hefur aftur rýmkast um þjálfunarstöður. Síðasti umræðutíminn fór í þrjú erindi: »World Health Perspective«, »Report on Survey of International Activities of United States Health Professions Schools« og »International Medical Scholars Program (IMSP), Purpose and Potential«. í þessum erindum var kynnt sérstök útgáfa sem ECFMG stendur fyrir, tæplega 700 blaðsíðna bók sem telur öll prógröm í Bandaríkjunum er koma til greina fyrir erlenda kandídata. Ennfremur var þarna kynnt IMSP, sem verður getið nánar síðar. Umræðurnar sem fram fóru eftir þessi erindi fóru mjög í sömu farvegi sem áður er lýst. 1988 Directory of International Programs and Projects ECFMG gaf út tæplega 700 blaðsíðna bók sem inniheldur öll prógröm í Bandaríkjunum sem hafa tengst, tengjast eða munu taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Það getur verið með því móti að taka til sín stúdenta eða kandídata eða senda til annarra landa kennara í ákveðnum greinum. Þátttaka í þessu verkefni var frá

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.