Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 5

Læknablaðið - 15.02.1992, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 43-7. 43 Jónas Magnússon', Páll Helgi Möller', Þórarinn Sveinsson2 ENDAPARMSKRABBAMEIN Á BORGARSPÍTALANUM 1975-1987. HORFUR EFTIR AÐGERÐ ÁGRIP Endaþarmskrabbamein er nokkuð algengt krabbamein hérlendis, þrettánda í röðinni hjá konum og níunda hjá körlum. Skurðaðgerð er tæknilega erfið og tíðni staðbundinna afturkomu æxlis (local recidiv) er há. Upplýsingar um lífshorfur og tíðni staðbundinnar endurkomu eftir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins liggja ekki fyrir hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða lífslíkur (probability of survival) og tíðni staðbundinnar endurkomu eftir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins á skurðdeild Borgarspítalans. Afturvirk rannsókn var gerð á þeim sjúklingum skurðdeildar Borgarspítalans, sem greindust með endaþarmskrabbamein árin 1975-1987. Dukes flokkun var notuð við stigun sjúkdómsins. Lífslíkur voru metnar með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer og miðast við 1. janúar 1989. Alls fundust 63 sjúklingar, 25 konur og 38 karlar. Sex sjúklingar féllu í Dukes stig A, 20 sjúklingar í Dukes stig B og 10 í Dukes stig C. Tuttugu og sjö sjúklingar voru taldir ólæknandi, þar af 15 vegna þess að æxlin voru vaxin föst í grindarholi. Þrettán sjúklingar af 36 með læknanlegan sjúkdóm (36%) og tíu sjúklingar af 27 með ólæknandi sjúkdóm (37%) höfðu æxlið innan 10 cm frá endaþarmsopi. Dánartala eftir aðgerð var 1.6% (einn sjúklingur). Sjúklingar virtust læknaðir eftir aðgerð ef um stig Dukes A var að ræða. Líkindin á fimm ára lifun eftir aðgerð vegna stigs Dukes B reyndist kringum 55%, en í kringum 25% við Dukes stig C. Ef um líknandi aðgerð var að ræða voru líkindi á lifun miklu lakari. Staðbundin afturkoma kom ekki fyrir við stig Frá skurðdeild Borgarspítalans1, krabbameinslækningadeild Landspítalans2. Fyrirspurnir, brófaskipti: Jónas Magnússon. Dukes A, en í tveimur tilfellum við Dukes stig B (2/20) og sjö við Dukes stig C (7/10). Við greiningu voru 43% sjúklinga (27/63) ólæknandi. Aðeins 42% sjúklinga féllu í hóp Dukes A eða B með sæmilegar batahorfur. Tuttugu og þrjú æxli 37% (23/63), voru innan 10 cm frá endaþarmsopi en tíu þeirra ólæknandi þegar við greiningu. Ef einhver breyting til batnaðar á að verða á lifun við þennan sjúkdóm, verður að greina hann fyrr, sem ætti að vera þrautalaust þegar þriðjungur æxlanna er innan 10 cm frá endaþarmsopi. Tíðni staðbundinna afturkoma er mikið vandamál (2/20 við Dukes stig B og 7/10 við Dukes stig C). Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru dregnar saman er ljóst að þessi æxli greinast fremur seint, dánartala tengd aðgerð er lág, lifun er í samræmi við stigun og staðbundin afturkoma er verulegt vandamál hérlendis sem og erlendis. INNGANGUR Að frátöldum tveimur athugunum frá Landspítala (1,2) hefur lítið verið fjallað um endaþarmskrabbamein hérlendis, þrátt fyrir að sjúkdómurinn er þrettánda algengasta krabbamein í konum og níunda í körlum (1988) (3). Tíðni þessa krabbameins fer vaxandi með aldrinum, og með auknum fjölda gamalmenna í landinu má búast við fjölgun tilfella á næstu árum. Lífshorfur eftir aðgerð hérlendis eru ekki þekktar. Við verðum því að styðjast við erlendar rannsóknir við forspá um lifun eftir aðgerð við hin ýmsu sjúkdómsstig krabbameinsins. Staðbundin afturkoma er vandamál í kjölfar læknandi aðgerða vegna endaþarmskrabbameins, en tíðni þeirra er ekki þekkt hérlendis. Það er hæpið að reyna að gera sér grein fyrir aðdraganda veikinda, sjúkdómseinkennum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.