Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 65 fyrstur manna sett fram hugmyndir um þátt fjölhringa kolvetnissambanda og jafnframt látið gera mælingar í fæðu. Margir höfðu áður gert dýratilraunir en enginn virðist hafa gefið dýrum reyktan eða saltaðan mat. Athuganir á íslendingum á tengslum atvinnu og magakrabbameins, þ.e. há tíðni í bændum og lág í sjómönnum, voru taldar frumlegar. í þessarri samanburðarrannsókn voru höfð persónuleg viðtöl við magakrabbameinssjúklinga og samanburðarhópa á þessum fjórum svæðum og farið eftir samræmdum spumingalista. Spurt var um fjölda félagslegra þátta, atvinnu, lifnaðarhætti, sjúkrasögu almennt og ýmislegt fleira, en fyrst og fremst var spurt náið um neyslu fæðutegunda af hinni fjölbreyttustu gerð. Athugunin náði til 168 sjúklinga með magakrabbamein í Japan, 154 í New York, 57 á Islandi og 51 í Slóveníu. Engin skýr niðurstaða varð úr öðrum þáttum rannsóknarinnar en þeim sem sneru að mataræði. Ekki fannst marktækur munur á fæðuneyslu allra magakrabbameinssjúklinga í heild og þeirra í samanburðarhópnum. Annað kom á daginn við samanburð milli landanna. Neysla ávaxta og grænmetis var minnst en brauðs, koms og kartaflna mest á Islandi. Neysla mjólkur og osts var mest á íslandi, kjötneysla í meðallagi og fiskneysla mest. Neysla reyktrar fæðu var mest í Slóveníu en nokkuð minni á Islandi. Varðandi reyktan mat var sá vamagli sleginn að ekki væri um sömu fæðutegundir að ræða, t.d. var mest af reykta matnum á Islandi fiskur og kindakjöt, sem hinar þjóðimar notuðu lítið í þeirri mynd, t.d. Japanir. Innan Islands fannst ekki marktækur munur milli hópanna á neyslu skyrs, mysu, hákarls, harðfisks eða sláturs. í niðurstöðu rannsóknarinnar kom fram að enginn marktækur munur væri á fæðuneyslu fólks með eða án magakrabbameins í hverju landi fyrir sig. Hvað Island snerti var talið að lítil neysla ávaxta og grænmetis ásamt mikilli neyslu reyktra fæðutegunda kynni að vera mikilvæg og einnig hlutfallslega há tíðni magasára í íslendingum. í lok greinarinnar vom tekin saman nokkur atriði sem þóttu gefa vissar vísbendingar. Sameiginlegt með þjóðum sem höfðu háa tíðni magakrabbameins var mikil neysla mjölmikillar fæðu, svo sem kartaflna, hrísgrjóna og brauðs ásamt lítilli neyslu ferskra ávaxta og grænmetis. Hjá sömu þjóðum var stundum mikil neysla heimareyktrar og kolagrillaðrar fæðu. Magakrabbamein var algengara meðal þeirra sem voru lægra settir félagslega og fjárhagslega. Tannleysi var algengara hjá fólki með krabbamein en hjá fólki í samanburðarhópum og var það tengt næringarskorti. Tóbaks- og áfengisneysla virtust ekki skipta máli í myndun magakrabbameins. Sama gegndi um kryddneyslu, hversu hratt máltíðir gengu fyrir sig, tyggingu fæðu og hversu heit fæðan var. Bent var á takmarkanir á gildi faraldsfræðilegra rannsókna, sérstaklega hvað snerti fæðutegundir. Olafur Bjarnason ritaði kafla um krabbamein í Islendingum í fyrsta hefti ritanna Cancer Incidence in Five Continents sem kom út árið 1966 (22). Er efnið byggt á fyrstu níu árum Krabbameinsskrárinnar, 1955-63. Á þessu tímabili var magakrabbamein 33.8% allra krabbameina í körlum og 16.5% í konum, algengasta krabbamein meðal karla en næstalgengast á eftir brjóstakrabbameini meðal kvenna. Olafur Bjarnason ritaði síðan kafla í bók sem kom út árið 1967 og fjallaði um ólíka tíðni krabbameina eftir löndum (23). Var þar fjallað um fyrstu 10 ár Krabbameinsskrárinnar eða frá 1955-64. Á þessu timabili lækkaði nýgengi magakrabbameins í körlum úr 75.3 í 60.6 á 100.000 íbúa og var það tölfræðilega marktæk lækkun. Á sama tíma breyttist nýgengi í konum nánast ekkert eða úr 36.1 í 35.0 á 100.000 íbúa. N.W. Choi ritaði tvær greinar um magakrabbamein í Vestur-Islendingum í Manitoba-fylki í Kanada, þá fyrri um faraldsfræði og þá síðari um könnun á mataræði. Fyrri greinin var birt árið 1968 um 1727 manns sem höfðu dáið af völdum magakrabbameins á árunum 1956-1965 (24). Innflytjendur frá Norðurlöndum (sérstaklega frá Islandi), Sovétríkjunum (flestir frá Úkraínu) og frá Póllandi virtust vera í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.