Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 49 Table I. WHO histological classification of carcinoma of the vermiform appendix. 1 • Adenocarcinoma 2. Mucinous adenocarcinoma 3. Unclassified carcinoma Table II. Colon Cancer as staged by the Astler- Coller modification of tlte Dukes' classification. Dukes’ A Dukes’ B1 Dukes’ B2 Dukes’ C1 Dukes’ C2 Dukes' D Limited to mucosa. Penetration of muscularis mucosae without complete penetration of the muscularis propria. Complete penetration of muscularis propria. Limited to the wall with positive nodes. Through all Iayers with positive nodes. Distant metastasis og bráðri botnlangabólgu. Tveimur vikum síðar var gerður könnunarholskurður og tekin sýni úr tveimur hengiseitlum sem voru án illkynja vaxtar. Eftirlit ári síðar sýndi engin teikn æxlisvaxtar. Sjúklingur var á lífi í árslok 1990 eða 16 árum eftir greiningu. * 2. Áttatíu og tveggja ára gömul kona var lögð inn á Borgarspítalann í nóvember 1977 vegna gruns um bráða botnlangabólgu. í aðgerð fannst sprunginn botnlangi sem var fjarlægður. Við smásjárskoðun kom í ljós vel sérhæft kirtlakrabbamein í nærhluta botnlangans, sem vaxið var út í serosal fitu (Dukes B2) ásamt bráðri botnlangabólgu. Rúmlega tveimur vikum síðar voru ristilbotn (cecum) og hluti mjógimis (terminal ileum) teknir og fundust þá við smásjárskoðun leifar krabbameins og vefjaauki (hyperplasia) í botnlangastúf. Eitlar voru án æxlisvaxtar. Þremur árum síðar var fjarlægt meinvarp í húð fyrir ofan skurðsárið. Árið 1982 fór sjúklingur í könnunarholskurð vegna viðvarandi gamastífluvottar (subileus) og fannst þá æxlisvöxtur í hægri neðri hluta kviðar sem var óskurðtækur. Hún lést tveimur ámm síðar eða sjö ámm eftir greiningu. Kmfning var ekki gerð. * 3. Fimmtíu og fimm ára gamall karlmaður var lagður inn á Landspítalann í desember 1981 vegna slappleika og megrunar. Rannsóknir leiddu í ljós útbreiddan æxlisvöxt (Dukes D). Þar sem fmmæxlið fannst ekki gekkst hann undir könnunarholskurð (laparotomia explorativa) sem leiddi í ljós útbreitt slímmyndandi krabbamein í kviðarholi af óvissum uppruna. Við smásjárskoðun frá æxlissýni sást vel sérhæft slímmyndandi kirtlakrabbamein (adenocarcinoma mucinosum). Sjúklingur lést rúmlega þremur mánuðum síðar. Krufning leiddi í ljós skinuslímhlaup (pseudomyxoma peritonei) sem átti upptök sín í slímmyndandi kirtlakrabbameini í fjærhluta botnlangans. Meinvörp vom í milta. * 4. Sextíu og tveggja ára gamall karlmaður var lagður inn á Landspítalann í maí 1985 vegna endurtekinna blóðtappa í djúplægum bláæðum ganglima. Rannsóknir leiddu í ljós útbreiddan æxlisvöxt f kviðarholi (Dukes D). Frumurannsókn á kviðarholsvökva og fínnálarsýni frá æxli í kviði sýndi slímmyndandi kirtlakrabbamein. Frumæxli fannst ekki þrátt fyrir miklar rannsóknir og var álitið að það væri í brisi. I framhaldi af því fékk sjúklingur krabbameinslyfjameðferð (FAM). Átta mánuðum síðar fór hann í líknaraðgerð vegna mikils æxlisvaxtar í kviðarholi þar sem hluti hans var fjarlægður. Við smásjárskoðun sást vel sérhæft slímmyndandi kirtlakrabbamein. Sjúklingur lést fjórum mánuðum síðar. Við krufningu fannst skinuslímhlaup sem innihélt illkynja æxlisfrumur. Ekki fannst æxli í brisi eða í öðrum líffærum. Líklegast var talið að æxlið væri upprunnið í botnlanga. * 5. Áttatíu og þriggja ára gamall karlmaður var lagður inn á Borgarspítalann árið 1986 vegna slappleika. Við rannsóknir og nálarsýni frá lifur greindust meinvörp kirtlakrabbameins af óþekktum uppruna (Dukes D). Mánuði síðar fór hann í könnunarholskurð vegna bráðra kviðverkja og fannst þá sprunginn botnlangi með æxlisvexti. Botnlanginn var tekinn og smásjárskoðun leiddi í ljós vel sérhæft kirtlakrabbamein sem vaxið var í gegnum vegg hans ásamt totukirtlaæxli (adenoma villosum) og bráðri botnlangabólgu. Auk þess sást tveggja til þriggja mm stórt krabbalíkiæxli í botnlanganum. Viku síðar lést sjúklingur. Krufning fór ekki fram. * 6. Þrjátíu og fjögurra ára gamall karlmaður var lagður inn í október 1987 á Sjúkrahús Skagfirðinga vegna fimm daga sögu um kviðverki í hægri neðri hluta kviðar. Við skoðun voru eymsli á sama svæði og einnig grunur um fyrirferðaraukningu. í aðgerð fannst sprunginn botnlangi sem var tekinn. Smásjárskoðun leiddi í ljós vel

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.