Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 51 Fig. 1. Case No. 3. Mucinous adenocarcinoma. Well differentialed tumour islands floating in an abundant mucinous stroma (H&E x200). Fig. 2. Case No. 2. Moderately well differentiated adenocarcinoma (H&E x!30). er krabbameinum af þekjuuppruna í botnlanga skipt í þrjá undirflokka (2) (tafla 1). Fimm sjúklinganna í þessari rannsókn voru með slímmyndandi kirtlakrabbamein (mynd 1), þrír með kirtlakrabbamein (mynd 2) þar sem í einu þeirra sást flöguþekjusérhæfing. Það síðastnefnda er mjög sjaldgæf tegund æxlis í botnlanga en þó þekkt (20). Öll æxlin nema það síðasttalda voru vel eða miðlungi vel sérhæfð. Bráð botnlangabólga er algengasta fyrsta einkenni og sést í 30-90% sjúklinga en vegna lítils holrýmis botnlangans getur lítill æxlisvöxtur snemma valdið slíkum einkennum (6,7,13,16,17). Næst algengasta einkennið er fyrirferð á botnlangastað. Sjaldgæfari einkenni eru gamastífla, kviðarholsvökvi, þyngdartap, blæðing frá meltingarfærum, blóðmiga o.fl. (12,15). í okkar rannsókn var botnlanginn tekinn hjá fjórum sjúklingum (50%) vegna gruns um bráða botnlangabólgu þar sem einkenni höfðu staðið í einn til 10 daga. Hjá tveimur þeirra fannst fyrirferð á botnlangastað. Við smásjárskoðun var bráð bólga staðfest hjá þremur og í þeim fjórða sást drep í botnlanganum. Fjórir sjúklinganna (50%) vom með útbreitt krabbamein af óþekktum uppruna. Hjá þremur þeirra (nr. 3, 4 og 8) fannst uppruni æxlisins ekki fyrr en við kmfningu en hjá þeim fjórða (nr. 5) í aðgerð sem hann fór í vegna bráðra kviðverkja. Hjá þeim síðastnefnda fannst einnig tveggja til þriggja mm krabbalíkiæxli í botnlanganum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.