Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 63 krabbameina var ábótavant. Greinilegt var þó að meðal skxáðra með krabbamein var hlutfall þeirra sem höfðu magakrabbamein mjög hátt. 3. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands: Fyrsta skipulagða tilraun til krabbameinsskráningar á Islandi var gerð árið 1908 (4). Danska krabbameinsnefndin ákvað að láta fara fram talningu krabbameinssjúklinga á Islandi og í Færeyjum á sama hátt og gert hafði verið í Danmörku. Dagurinn 1. maí 1908 var valinn og voru öllum læknum á Islandi sendir fyrirspumarlistar þar sem þeir skyldu skrá alla þekkta krabbameinssjúklinga hver í sínu héraði. Þá störfuðu 46 læknar á landinu og svömðu allir. Samkvæmt talningunni höfðu þá 23 Islendingar krabbamein. Svaraði það til 2.8 sjúklinga á hverja 10.000 íbúa. Tilsvarandi tala í Danmörku var 4.3. Landlæknir íslands, Guðmundur Bjömsson, var í nefndinni og taldi hann þennan mun stafa af því að hlutfallslega færri krabbameinssjúklingar kæmu til meðferðar á íslandi en í Danmörku. Árið 1954 var stofnuð krabbameinsskrá á vegum Krabbameinsfélags Islands og var Olafur Bjamason fyrsti forstöðumaður hennar. Þar sem skráning nýgengis æxlisins þótti ekki fullkomin fyrsta árið var ákveðið að sleppa því ári úr skýrslum skrárinnar og þar með varð árið 1955 upphafsár hinnar formlegu skráningar og skýrslugerðar sem síðan hefur haldist. Ut hafa komið fimm bækur um niðurstöður úr Krabbameinsskránni. Fyrsta bókin kom út árið 1971 og fjallaði um niðurstöður frá krabbameinsskrám Norðurlandanna fjögurra, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar og var N. Ringertz ritstjóri en meðritstjórar frá íslandi Ólafur Bjarnason, Helgi Sigvaldason og Halldóra Thoroddsen (5). Tíðni magakrabbameins var hæst á íslandi og lægst í Svíþjóð. Kynhlutfall (karlar/konur) var hæst á íslandi eða 2.3 en í hinum löndunum 1.8-1.9. Önnur bókin, eftir Ólaf Bjarnason og Hrafn Tulinius, kom út árið 1983 um niðurstöður frá krabbameinsskránni á tímabilinu 1955-74 (6). Greind höfðu verið 1050 ný magakrabbamein í körlum og 549 í konum, sem svaraði til árlegs meðaltals 52.5 í körlum og 27.5 í konum. Nýgengi æxlanna lækkaði bæði í körlum og konum en þó meira í körlum. Þriðja bókin, eftir Hrafn Tulinius og Jónas Ragnarsson, kom út 1987 með tölfræðilegum upplýsingum um nýgengi krabbameina á íslandi á árunum 1955-84 (7). Fjórða bókin kom út á vegum norrænu krabbameinsskránna árið 1986 og var um nýgengi allra krabbameina á Norðurlöndunum fimm (8). Hrafn Tulinius var ritstjóri fyrir hönd Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Islands. Efniviður var 1.7 milljón sjúklingar sem höfðu verið skráðir með krabbamein á Norðurlöndum á árunum 1943-1980. Nýgengi magakrabbameins á árunum 1958-1980 minnkaði stöðugt og nokkum veginn jafnt í báðum kynjum í öllum löndunum. Island var stöðugt hæst meðal karla og ásamt Finnlandi hæst meðal kvenna. Fimmta bókin kom út árið 1988 á vegum Norræna krabbameinssambandsins (Nordic Cancer Union) með skýrslum frá krabbameinsskrám Norðurlandanna fimm um nýgengi krabbameina á 10 ára tímabilinu 1970-1979 (9). Hrafn Tulinius var ritstjóri fyrir hönd íslands. Á tímabilinu voru 55.892 manns skráðir með magakrabbamein í þessum löndum og var aldursstaðlað nýgengi 19.9 á 100 þúsund íbúa meðal karla og 10.4 meðal kvenna. Hæsta nýgengi hjá báðum kynjum var á íslandi, 34.7 meðal karla og 15.6 meðal kvenna og lægsta í Danmörku, 17.0 meðal karla og 8.8 meðal kvenna. Kynjahlutfallið var svipað allsstaðar eða um 2. Islandi var skipt í tvö svæði, annað Reykjavík og hitt aðrir landshlutar. Nýgengi hjá báðum kynjum var aðeins hærra utan en innan Reykjavíkur. Þess var getið í umræðum að lækkandi tíðni magakrabbameins á Norðurlöndum gæti stafað að nokkru af aukinni neyslu ferskra ávaxta og grænmetis sem talið er að geti vemdað gegn æxlinu. Intemational Union Against Cancer og síðar Intemational Agency For Research On Cancer á vegum WHO hafa staðið að útgáfu fimm bóka um nýgengi krabbameins í heiminum, Cancer Incidence in Five Continents (10-14). Hafa þær komið út með reglulegu millibili. Vom tölur frá íslandi birtar í fyrstu, þriðju og fimmtu bók og rituðu forstöðumenn Krabbameinsskrárinnar, fyrst

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.