Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 71 þess að greina sjúkdóminn snemma og gera síðan gagngera aðgerð. Halldór Hansen ritaði grein árið 1956 um afturskyggna rannsókn á 601 sjúklingi með krabbamein í maga er lifðu af gagngera skurðaðgerð í Landakotsspítala á tímabilinu 1904-1954 (57). Hann benti á að yfirlitið væri að vísu um tiltölulega fáa sjúklinga en næði yfir óvenjulega langt tímabil eða rúma hálfa öld. Fyrsti sjúklingurinn sem gerð var á resectio ventriculi var skorinn af Guðmundi Magnússyni árið 1906. Önnur slík aðgerð var gerð árið 1908 af Guðmundi Hannessyni og sú þriðja árið 1910 af Matthíasi Einarssyni. Árangur lækninganna taldi Halldór furðu góðan miðað við hinn langa tíma sem yfirlitið náði yfir og útkoma frá hans eigin aðgerðum á árunum 1939-1954, 44 með subtotal resection, ótrúlega hagstæð. Ólafur Jóhannsson ritaði grein árið 1959 um röntgengreiningu á magakrabbameini (58). Frá 1.1. 1950 til 31.12. 1958 voru gerðar 5974 röntgenrannsóknir á maga á St. Jósefsspítalanum Landakoti og voru 140 sjúklinganna taldir hafa magakrabbamein, 107 karlar og 33 konur. Skýrt var frá meðferð og síðan röntgengreiningu magakrabbameins frá ýmsum tæknilegum hliðum með tilliti til staðsetningar æxlisins í maga og aðferða við greininguna. Ásmundur Brekkan ritaði grein árið 1966 um afdrif sjúklinga með magakrabbamein ári eftir röntgengreiningu (59). Árið 1964 voru greindir 74 sjúklingar á röntgendeild Landspítalans með »tumor ventriculi« og var síðar staðfest með skurðaðgerð eða krufningu að 47 þeirra höfðu magakrabbamein. Hjá körlum voru 19% æxlanna í cardia en í öllum hópnum voru 15% æxlanna í cardia. Cardia-æxli í íslendingum virtust hlutfallslega algengari en fundist hafði í sambærilegum rannsóknum í Noregi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rætt var um afdrif sjúklinganna eftir aðgerðir en aðeins 33.3% þeirra voru taldir skurðtækir þannig að æxlið væri vel afmarkað í maganum og meinvörp fyndust ekki. Að lokum var greint frá helstu aðferðum við klíníska greiningu magakrabbameins. Bjarni Bjarnason ritaði grein árið 1968 um magakrabbamein og meðferð þess (60). Greinin var almenns eðlis um greiningu og meðferð æxlisins og var fyrst og fremst ætluð læknanemum. Tómas A. Jónasson ritaði grein árið 1974 um krabbamein í maga (61). Greinin var fyrst og fremst fræðslugrein fyrir almenning þar sem skýrt var frá einkennum, rannsóknum og meðferð magakrabbameins. Sagt var frá skipulagðri leit að magakrabbameini. Vegna hugsanlegra tengsla bólgu í magaslímhúð og magakrabbameins var fólki bent á að gæta vel maga síns. Tómas A. Jónasson, Asmundur Brekkan og Haukur Jónasson rituðu grein árið 1975 um samræmi milli röntgengreiningar og greiningar með magaspeglun hjá sjúklingum ýmist með góðkynja eða illkynja magasjúkdóma (62). Magaspeglun var gerð á 417 manns en röntgenmynd af maga þeirra hafði annað hvort verið talin eðlileg eða með óvissum breytingum. Fundust 11 magakrabbamein við speglunina. Niðurstaða var sú að magaspeglun væri mikilsverð viðbótarrannsókn við röntgenrannsókn, sérstaklega þegar um er að ræða magakrabbamein. Ingvar J. Karlsson, Ólafur Gunnlaugsson, Bjarki Olafsson og Ulfur Agnarsson rituðu grein árið 1981 um athugun á 128 sjúklingum með krabbamein í maga á Landakotsspítala árin 1970-1979 (63). Athuganir voru um faraldsfræði og sjúkdómseinkenni, greiningu, meðferð og horfur. Tveir sjúklinganna höfðu magakrabbamein á byrjunarstigi (early cancer). Æxlið var fjarlægt með magaskurði hjá 41% sjúklinganna. Fimm ára lifun alls hópsins, 128, var 12.2%. Gauti Arnþórsson, Jóhannes Björnsson, Bjarki Magnússon, Sólrún Sveinsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson rituðu kafla í bók árið 1980 um greiningu magakrabbameins og meðferð á fyrstu stigum æxlisins (64). Skýrt var frá reynslu af slíkri greiningu og meðferð á íslandi. Á árunum 1971-78 voru 1047 manns skoðaðir með gastroscopi og fundust 64 magakrabbamein. Af þeim voru 48 langt gengin og átta sár með æxlisvexti niður í vöðvalög en átta æxli voru á byrjunarstigi (early cancer). Allt frá nokkrum mánuðum að fimm árum eftir aðgerð voru sjö sjúklinganna með byrjandi krabbamein lifandi en einn hafði dáið með meinvörp eftir 4l/2 ár. Ræddir voru kostir og góður árangur meðferðar magakrabbameins á byrjunarstigi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.