Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 67 skrifstofumenn með 8.4%. Taldi Júlíus að tengja mætti þennan mismun á dánartölum við matarvenjur, búsetu og sérstaklega neyslu heimareykts og heimasviðins matar og vísaði til og ræddi niðurstöður fyrri rannsókna sinna og Níelsar .Dungals á þessu efni. Júlíus Sigurjónsson ritaði grein árið 1969 og var hún nokkurs konar samantekt um magakrabbameinsrannsóknir á Islandi (31). Efnið var frá honum sjálfum og Níelsi Dungal og auk þess var skýrt frá rannsóknum annarra á íslenskum mat. Allra þessara rannsókna verður getið á ýmsum stöðum í þessari yfirlitsgrein. í þremur fyrstu greinum sínum árið 1955 benti Níels Dungal á nauðsyn fæðurannsókna í löndum með ólíka tíðni magakrabbameins og grunsemdir um að mataræði ætti þátt í myndun æxlisins í Islendingum (18- 20). Saltfiskur, saltkjöt og súrsaður matur voru algengar fæðutegundir, sérstaklega til sveita. Sama máli gegndi um fituríkt fæði. Lítið var um ferska ávexti og grænmeti í fæðu landsmanna almennt. Kvað hann hina breytilegu tíðni magakrabbameins með þjóðum með ólíkt mataræði vera hvatningu til þess að kanna þessi mál betur þar sem þannig mætti finna leiðir til þess að hindra myndun þessa æxlis. Hann benti einnig á mismunandi mataræði fólks á íslandi eftir búsetu í bæjum og sveitum og jafnframt á mismunandi tíðni magakrabbameins eftir búsetu. í mjög þekktri grein árið 1961 skýrði Níels Dungal frá athugun á búsetu fólks sem hafði fengið magakrabbamein (32). Frá árunum 1921-1959 var haft upp á nöfnum 2655 manna sem höfðu fengið þetta æxli. Eftir heimilisfangi kom í ljós að hæst tíðni var í norðvesturhluta landsins, frá Snæfellsnessýslu að Skagafjarðarsýslu, og ennfremur í Vestmannaeyjum. Talsvert lægri tíðni var á Austurlandi og Suðurlandi. Misjafna tíðni magakrabbameins eftir landshlutum taldi hann mega skýra að nokkru með breytilegri neyslu reykts lax og silungs og saltaðs og reykts kindakjöts svo og með mikilli neyslu reykts sjófugls á norðvesturhluta landsins. Há tíðni magakrabbameins í Vestmannaeyjum gat verið vegna þess að sótmengað neysluvatn var tekið af húsaþökum. í grein Níelsar Dungals árið 1965 var yfirlit um fyrri rannsóknir á magakrabbameini á íslandi en nokkru bætt við (33). Könnuð voru dánarvottorð frá árunum 1941-60. Tíðni magakrabbameins hjá sjómönnum var 1.3% en hjá bændum 5.2%. Benti það til orsakasambands við mataræði þar sem sjómenn neyttu meira af nýmeti, ávöxtum og grænmeti. Sérstök athugun var gerð varðandi fuglatekjumenn með viðtölum við þá sem voru á lífi og fyrirspumum um þá sem látnir voru. Auk þess voru athuguð dánarvottorð og sjúkraskýrslur sjúkrahúsa og lækna. Fengust þannig upplýsingar um 191 fuglatekjumann. Af þeim höfðu 144 látist og 35 þeirra úr magakrabbameini eða 24.3%. Venja var að reykja og salta fuglinn og þannig var mikil neysla slíkrar fæðu takmörkuð við tiltölulega lítinn hóp fólks á takmörkuðu svæði landsins. Var talið að orsakasamband væri milli þess og magakrabbameins. Einnig var skýrt frá dýratilraunum þar sem reykt kindakjöt og reyktur fiskur (áll og hrognkelsi) voru gefin í stuttan tíma og síðan létt phenol-blanda í vatni í langan tíma og mynduðust þá æxli út frá eitilvef. Grein Níelsar Dungals og Júlíusar Sigurjónssonar sem birtist að Dungal látnum árið 1967 var um tengsl magakrabbameins og fæðu (34). Bomar vom saman tvær sýslur, Skagafjarðarsýsla með háa tíðni og Rangárvallasýsla með lága tíðni magakrabbameins, og reynt að gera neyslukönnun í þessum sömu sýslum sem náði yfir tímabilið 1915-1935 með því að tala sérstaklega við ættingja eða sambýlisfólk þeirra sem höfðu fengið magakrabbamein. Fengust viðunandi upplýsingar um 199 manns úr Skagafjarðarsýslu og 104 úr Rangárvallasýslu. I fyrstu virtist ekki vera munur á heildameyslu reyktrar fæðu í þessum tveimur sýslum. En þegar betur var að gáð vom fæðutegundir mismunandi og með tilliti til rannsókna á fjölhringa kolvetnissamböndum í ýmsum fæðutegundum íslendinga sem upplýsingar lágu fyrir um virtist ljóst að í Skagafjarðarsýslu var krabbameinsvaldandi efni, 3,4-benzpyrene, í miklu meira magni í mat en í Rangárvallasýslu, sérstaklega vegna sviðinna kindahausa og sjófugla. Minnst var lítillega á litla neyslu C-vítamíns meðal íslendinga og tengslum þess við háa krabbameinstíðni í maga.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.