Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 17

Læknablaðið - 15.02.1992, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 53 brottnám hægri hluta ristils 73% en 34% eftir botnlangatöku eingöngu. í sömu rannsókn var fimm ára lifun sjúklinga með Dukes A eða B1 80%, 39% við Dukes B2 eða C en enginn með Dukes D var lifandi fimm árum eftir greiningu. Hjá þeim sem voru með Dukes B2 eða C var fimm ára lifun eftir brottnám hægri hluta ristils 63% en 22% eftir botnlangatöku eingöngu (16). I rannsókn Hesketh var fimm ára lifun eftir brottnám hægri hluta ristils 63% en 20% eftir botnlangatöku (13). í rannsókn Hopkins og samstarfsmanna (7) dóu 48% þeirra sem gengust undir einfalda botnlangatöku vegna meinvarpa en 18% þeirra sem meðhöndlaðir voru með botnlangatöku og hægra ristilnámi. I okkar rannsókn voru fjórir með Dukes B2 við greiningu. Af þeim dó einn (nr. 2) sjö árum eftir aðgerð en hinir þrír eru allir lifandi sextán mánuðum, þremur árum og sextán árum eftir aðgerð. Sá sem dó var sá eini af þessum fjórum sem ekki hafði slímmyndandi kirtlakrabbamein. Fjórir (nr. 3,4,5 og 8) voru með útbreiddan sjúkdóm við greiningu og dóu einum, þremur, ellefu og tólf mánuðum síðar. Ýmsir halda því fram að slæmar horfur séu samfara rofi á botnlanga þar sem það stuðli að útbreiðslu æxlisfrumna um kviðarhol (13,18,23). Jafnframt álíta aðrir að ekki sé sama hvar rofið er. Þannig hafi það engin áhrif ef það er handan (distalt) við æxlið en sé verra ef það er á æxlissvæði (11). Lenriot og Huguier fundu hinsvegar engan mun á lifun sjúklinga sem voru með sprunginn botnlanga og hjá þeim sem hann var ósprunginn (16). I töluverðum fjölda botnlanga með kirtlakrabbamein finnast góðkynja kirtlaæxli (adenoma) og kirtlaæxlisbreytingar venjulega í tengslum við æxlið (12,16). í þessari rannsókn voru tveir (nr. 5 og 6) með totukirtlaæxli (adenoma villosum) (mynd 3), tveir (nr. 1 og 7) með kirtlaæxlisbreytingar og einn (nr. 2) með vefjaauka í slímhúð botnlangans. Lenriot og Huguier (16) fundu þrjú kirtlaæxli (adenoma) í 32 botnlöngum (9.4%) og Sieracki fann þrjú í botnlanga eða ristilbotni hjá átta einstaklingum með kirtlakrabbamein í botnlanga (37.5%) (10). Þá virðist einnig vera samband milli kirtlakrabbameins í botnlanga og góðkynja eða illkynja æxlis í ristli (16). I þessum sjúklingum er því mælt með að skoða ristil vel og fylgjast reglulega með þeim Fig. 3. Case No. 5. Well differentiated adenocarcinoma on the left arising in a villous adenoma shown on the right (H&E x45). meðal annars með ristilspeglunum í kjölfar aðgerðar (12). ÞAKKIR Höfundar þakka Helga Sigvaldasyni aðstoð við tölfræðilega útreikninga og Michael Kissane fyrir aðstoð við ljósmyndun. SUMMARY We retrospectively studied 8 cases of adenocarcinoma of the vermiform appendix diagnosed in Iceland 1974-1990. There were five males and three females. The age ranged from 25- 83 years, mean age 55.8 years. Five had mucinous adenocarcinoma, two had adenocarcinoma and one had adenosquamous carcinoma. Two patients had a villous adenoma in association with the tumour. Three tumours were located distally and three proximally in the appendix, in two cases the location of the tumours was unknown. In four patients the clinical presentation was that of acute appendicites with duration of symptoms ranging from 1-10 days. All of these patients underwent a primary appendectomy. Two patients later underwent right hemicolectomy, one patient underwent ileocaecal resection and one patient

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.