Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 40
72 LÆKNABLAÐIÐ Gauti Arnþórsson, Hrafn Tulinius, Valgarður Egilsson, Helgi Sigvaldason, Bjarki Magnússon og Hjalti Þórarinsson rituðu grein árið 1988 um tíðni magakrabbameins eftir magaskurð (65). Á árunum 1955-82 voru 2080 Islendingar skráðir í Krabbameinsskrá með magakrabbamein, 1357 karlar og 723 konur. Kannaður var fjöldi þeirra sem höfðu áður gengið undir magaskurð með brottnámi hluta magans og reyndust þeir vera aðeins 40 og því skipti fyrri magaskurður ekki miklu máli í heildarfjölda allra með magakrabbamein með tilliti til orsaka æxlisins. Hætta á krabbameini eftir magaskurð var samtals lítilsháttar aukin með margfeldi 1.16 og ekki tölfræðilega marktæk. Fyrstu 15 árin eftir magaskurð var minnkuð áhætta eða margfeldi 0.49 en 15 árum eða lengur eftir aðgerð var áhætta aukin með margfeldi 2.17. Niðurstaðan var sú að fólk sem lifði 15 ár eða lengur eftir brottnám hluta magans hefði aukna hættu á magakrabbameini (P>0.001) en fjöldi þeirra sem slíkra skipti ekki miklu máli í heildarfjölda fyrir krabbameinstíðni í maga í íslendingum. 4.6. Snefilefni: Árið 1962 safnaði R.W.Armstrong sýnishomum af jarðvegi, grasi og drykkjarvatni frá ýmsum stöðum á Islandi og ritaði síðan fimm greinar um efnið. Var fyrsta greinin doktorsrit hans við Illinois háskólann í Urbana í Bandaríkjunum sem hann varði árið 1963 og var gefin út í fjölriti (66). Aðra grein sína ritaði Armstrong árið 1964 um umhverfisþætti sem komu fram við rannsókn á sambandi milli efna í jarðvegi og sjúkdóma (67). Sýnishomum af plöntum og drykkjarvatni frá 19 bóndabæjum á Norður- og Suðurlandi var safnað og bæimir valdir þannig að þar hefði einhver fengið magakrabbamein eftir að minnsta kosti 20 ára búsetu á staðnum. Til samanburðar vom tekin sýni frá tveimur nærliggjandi bóndabæjum fyrir hvem þessara 19 þar sem enginn hafði fengið magakrabbamein innan að minnsta kosti 40 ára. Leitað var að 23 fmm- og snefilefnum. Enda þótt magn bórs, kopars, áls, jáms og natríums í grasi væri marktækt ólíkt frá bæjum með og án fólks með magakrabbamein á Norðurlandi var sama hliðstæða ekki í drykkjarvatni né heldur í athugunum frá bæjum á Suðurlandi. Niðurstaða var sú að ekki væri hægt að nota sýnishom af plöntum, drykkjarvatni eða jarðvegi til þess að draga ályktanir um snefilefnainnihald matvæla fólks. Of margir þættir komi inn í dæmið frá uppmna sýnishoma og þar til efnin berist í fólk með fæðu. I greininni skýrði Armstrong talsvert ýtarlega frá lifnaðarháttum fólks á íslandi, atvinnuháttum við landbúnað og matargerð og mismunandi dreifingu magakrabbameins eftir landshlutum. Þriðju grein sína ritaði Armstrong einnig árið 1964 og lýsti nánar mælingum á 12 efnum í plöntum og drykkjarvatni teknum frá ofangreindum bóndabæjum í Skagafjarðarsýslu með hátt nýgengi og Rangárvallasýslu með lágt nýgengi magakrabbameins (68). Tölfræðilega voru niðurstöður ekki marktækar varðandi efni sem tengd höfðu verið mismunandi tíðni krabbameins í rannsóknum annars staðar. Enda þótt rannsókninni hefði ekki verið beint sérstaklega í þá átt fannst að lífræn kolefnissambönd í jarðvegi voru tvöfalt hærri í sýnishomum frá Skagafjarðarsýslu en frá Rangárvallasýslu og var það í samræmi við niðurstöður af svipaðri rannsókn sem gerð hafði verið í Bretlandi. Fjórðu grein sína ritaði Armstrong árið 1967 um niðurstöður mælinga snefilefna í mjólk frá sömu bóndabæjum og áður höfðu verið valdir í rannsóknarverkefni hans, 24 bæir í Rangárvallasýslu og 21 í Skagafjarðarsýslu (69). Niðurstöður voru ekki taldar óyggjandi en þó var tölfræðilega staðfest að magn jáms og zinks var meira í mjólk frá bæjum í Rangárvallasýslu þar sem magakrabbamein hafði fundist í íbúum. Fimmtu grein sína ritaði Armstrong árið 1990 um afturskyggna rannsókn á nýgengi krabbameins hjá fólki frá 56 bóndabæjum í Skagafjarðarsýslu og Rangárvallasýslu, sem hann hafði ritað um í fyrri greinum (70). Af 297 íbúum þessara bæja höfðu sex fengið magakrabbamein og þar af vom fjórir frá samanburðarbæjum. Snefilefnamælingar voru endurmetnar og vom tölur af mælingum á grasi óbreyttar úr Skagafjarðarsýslu en bór var minnkað í grasi frá bæjum með krabbameinssjúklinga í Rangárvallasýslu. Mælingar á drykkjarvatni voru óbreyttar en jám og zink var ekki lengur hækkað í mjólk frá bæjum í Rangárvallasýslu. Carl J. Pfeiffer og J. George Fodor rituðu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.