Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 14
Mevacor MEVACOR (MSD, 870187) R, E TÖFLUR: B 04 A B 02. Hver tafla inniheldur: Lovastatinum INN 20 mg eða 40 mg. Eiginleikar: Lóvastatín er ekki virkt, en helsta um- brotsefnið er hýdroxýsýra, sem blokkar HMG-CoA redúktasa og dregur þannig úr myndun kólesteróls. Lyfið lækkar LDL-kólesteról og þríglýceríða í blóði. Lyfið frásogast illa, aðgengi er 5—10%. Meira en 95% lyfsins og umbrotsefna þess er próteinbundið í blóði. Hámarks blóðþéttni næst 3—4 klst. eftir inntöku. Lyfið skilst út sem umbrotsefni í þvagi og galli. Ábendingar: Veruleg hækkun kólesteróls í blóði, þegar sérstakt mataræði hefur ekki borið tilætlaðan árangur. Frábendingar: Skert lifrarstarfsemi. Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf. Lyfið ætti ekki að gefa konum á barneignaaldri nema þær noti örugga getnaðarvörn. Athugið: Vanda þarf sérstaklega notkun lyfsins og val á sjúklingum vegna hugsanlegra aukaverkana. Mælt er með því, að lifrarenzým séu mæld fyrir með- ferð og síðan reglulega, sérstaklega ef upphafsgildi eru verulega hækkuð eða ef sjúklingur neytir áfengis oft. Aukin tíðni æxla (illkynja og góðkynja) í lifur og lungum hefur sést við gjöf mjög hárra skammta hjá músum, en ekki hjá rottum. Aukaverkanir: Algengustu aukaverkanir eru óþæg- indi frá meltingarfærum, höfuðverkur- og útbrot. Hækkun lifrarensýma í blóði (einkum ALAT) kemur fyrir hjá 2—3% sjúklinga. Thlið er hugsanlegt að lyfið geti valdið vöðvabólgu og skemmdum á skyntaug- um. Milliverkanir: Samtímis notkun ónæmisbælandi lyfja (immunosuppressiva) eykur verulega hættu á vöðvabólgu (myositis). Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegir skammtar eru 20—80 mg á dag, tekið í einu eða tvennu lagi með mat. Matur eykur aðgengi lyfsins. Ekki er mælt með stærri dagskömmtum en 80 mg. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar: Töflur 20 mg: 28 stk. (þynnupakkað); 98 stk. (þynnupakkað). Töflur 40 mg: 28 stk. (þynnupakkað); 98 stk. (þynnupakkað). MSD MERCK SHARPs DOHME Leiðandi fyrirtæki í þróun nýrra lyfja. Nánari upplýsingar FARMASÍA HF. Pósthólf 5460 • 125 Reykjavík Sími 626622

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.