Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.02.1992, Qupperneq 42
74 LÆKNABLAÐIÐ er geta leitt til markvissra fyrirbyggjandi aðgerða. Tilgreindar hafa verið sérstakar fæðutegundir og matargerð sem talið er að auki hættu og aðrar sem talið er að minnki hættu á æxlismyndun. Japanir eru fremstir í heiminum á sviði greiningar á fyrstu stigum með magaspeglun og hafa þeir náð undraverð.um árangri á því sviði og telja, að það eigi mikinn þátt í lækkun magakrabbameinsdauða þar í landi (74). Tíðni magakrabbameins á Islandi hefur verið há eins lengi og heimildir um krabbamein í Islendingum ná. Nægir þar að benda á Skýrslur um heilbrigði manna á Islandi og síðar Heilbrigðisskýrslur, en miðað við þær tölur krabbameina sem þar voru tilgreindar og staðsetningu krabbameinanna eftir áætlun lækna voru frá þriðjungi til helmings æxlanna magakrabbamein (3). Tölumar eru þó byggðar á klínískum athugunum nær eingöngu og er hætt við að flest æxli sem fundust ofan til í kviði og fylgdu meltingaróþægindum og merki um stíflu nálægt maga hafi verið kölluð magakrabbamein enda ekki fjarri sanni. í riti var Júlíus Sigurjónsson fyrstur til að benda á háa tíðni magakrabbameins í Islendingum með grein sinni í Læknablaðinu 1954 (15). Árið 1955 ritaði Níels Dungal síðan þrjár greinar um magakrabbamein í íslendingum þar sem hann, auk þess að benda á hina háu tíðni æxlisins miðað við aðrar þjóðir, setti fram hugmyndir sínar um tengsl þess við fæðu (18-20). Eftir því sem næst verður komist var á þessum árum sáralítið farið að skrifa um þátt fæðu í myndun krabbameins í maga og virðist því Dungal þar hafa verið í fararbroddi með því að benda á mikla neyslu saltaðs og reykts matar á íslandi. í grein, sem birt var árið 1961 um orsakir krabbameins í maga, var fjallað um Evrópuþjóðir með háa tíðni magakrabbameins og var bent á að þar væri mikil neysla saltaðrar fæðu (75). Töldu höfundar að saltið sem í sumum tilfellum var 10-30% í pæklinum sem fæðan var lögð í ylli magaslímhúðarbólgu. yitnað var í nokkrar greinar um efnið frá þessum þjóðum og var sú elsta frá 1955 eða frá sama tíma og greinar Níelsar Dungals birtust en hinar voru yngri. Ekkert virðast þessir höfundar hafa velt fyrir sér reyktum mat í þessu sambandi og er því mjög líklegt að hugmyndir Dungals hafi verið þær fyrstu um efnið og standa þær raunar enn óhaggaðar í grundvallaratriðum. Hugmynd Dungals um orsakasamband milli magakrabbameins og sóts í drykkjarvatni í Vestmannaeyjum kom fyrst á prenti í grein hans í JAMA 1961 (32). Fleiri höfðu þá velt þessu hugsanlega orsakasambandi fyrir sér. Árið 1959 birtist grein um marktæk tengsl milli mengunar andrúmslofts og hárrar tíðni magakrabbameins á vissum svæðum í Bretlandi (76). Taldi höfundur að óhreinindi úr loftinu sem voru tjara, aska og aðrar smáagnir auk reyks bærust í fæðu og þannig í maga fólksins. Árið 1969 birtist önnur grein frá Bretlandi um reyk- og SO2 mengun í andrúmslofti og tengsl þess við magakrabbamein (77). Taldi höfundur tvo möguleika fyrir hendi; annað hvort að þessi efni bærust fyrst til lungna en síðan í maga á þann hátt að fólk gleypti mengaðan hráka eða að fæða mengaðist beint frá andrúmslofti. Sama ár var birt niðurstaða rannsóknar frá Bandaríkjunum þar sem fram kom að dánartíðni vegna magakrabbameins væri tvöfalt hærri á landsvæði sem bjó við mikla loftmengun en landsvæði með litla loftmengun (78). I þessu sambandi má benda á grein Hrafns Tulinius og Helga Sigvaldasonar sem vitnað er til hér áður um loftmengun og krabbamein (26). Niðurstöður kannana Níelsar Dungals og Júlíusar Sigurjónssonar á tengslum magakrabbameins við atvinnu hafa líklega verið með þeim fyrstu sem fram komu þótt athuganir í Kaupmannahöfn hefðu bent til þess nokkru fyrr (79). Margir hafa ritað um þetta efni og ekki síst bent á tengsl við þjóðfélagsstöðu og efnahag sem tengist atvinnu náið og virðist það vera nokkuð algilt að magakrabbamein sé algengara hjá þeim sem búa við verri efnahag (80,81). Hrafn Tulinius og Helgi Sigvaldason hafa sýnt fram á að enn er breytileg tíðni magakrabbameins eftir atvinnugreinum íslendinga (26). Tæpast er hægt að tala um verulegan mun á þjóðfélagsstöðu og efnahag á Islandi sem mikilvægan þátt í þessu sambandi þótt svo kunni að vera hjá öðrum þjóðum og er því líklegast að fæðuþættir séu mest ríkjandi hjá okkur. Tilraunir Armstrongs til að finna samband milli myndunar krabbameins og snefilefna

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.