Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 24
58 LÆKNABLAÐIÐ (32,33). Þetta gæti stafað af því, að þroskans vegna séu gamafrumukrabbameinin yfirleitt gædd virkari grunnhimnu (lamínin-) viðtökum (34) og því líklegri til að geta unnið á slíkum himnum. Jafnframt má hugsa sér, að hæfni til uppbyggingar eigin grunnhimnu sé bundin sömu skilyrðum. Vanhæfni birtist hins vegar á upphafsskeiði dreifkrabbameins, þegar engu er líkara en kirtilhálsar missi fótfestuna og gliðni sundur. Má í því sambandi vel ímynda sér, að rangvaxnar frumur af dreifðri gerð glati fijótlega hæfileikanum til að viðhalda grunnhimnu. Slíkt getur stuðlað að ífarandi vexti með sérstökum hætti, og fyrr en ella, sé miðað við viðtekinn íferðarmáta fyrir atbeina íferðarfrumukvísla og fyrir áhrif prótínkljúfandi efnahvata, fyrst og fremst. UM UPPRUNA OG ORSAKATENGSL Það er ríkjandi skoðun núorðið, að gamafrumukrabbamein séu yfirleitt sprottin upp úr slímhúð af óbreyttri magagerð á sama hátt og dreifkrabbamein og því ekki annað sýnna en rekja megi báðar gerðimar til samskonar upprunafrumu (35-37). Þetta kann að auka líkumar á því, að meginorsök eða orsakaþættir þessara æxlisgerða séu mismunandi, eða að ferill slíkra þátta í líkamanum sé sinn með hvoru móti. Sérstök fjölbreytni dreifkrabbameinsfrumna m.t.t. frumukvísla talar sínu máli og vitnar trúlega um gagntæka og upphaflega brenglun á þeim frumæxlisgenum (proto-oncogenum), sem hafa það hlutverk að beina stofnfrumum inn á markaðar þroskabrautir. Formgerð sigðfmmunnar eins og hún kemur fyrir sjónir við smásjárskoðun er sérstakt athugunarefni. Svo vill til, að fruma sem tekið hefur ummyndun (transformatio) í ræktunarvökva minnir um margt á sigðfrumu, einkum hvað varðar heildarform og innra skipulag. Hafa stoðgrindarprótín verið sérstaklega könnuð undir slíkum kringumstæðum (þ.e. hjá fmmum ummynduðum af öndunar- samfrymisveim) (38). Fannst þá veruleg fosfómn á einu styrktarefnanna, vinkúlíni, sem er einskonar tengiliður aktinþráða fmmunnar og frymishimnu. Leiddi það til tmflunar á starfsemi þessa efnis, svo að losnaði um þræðina, slaknaði á útlínum frumunnar, og hún varð hnattlaga. Þótt athuganir af þessu tagi verði ekki beinlínis heimfærðar upp á sigðfrumuna, form hennar og tilurð, má hafa þær til marks um, að formgerð illkynja frumna endurspeglar ekki aðeins upprunavef og þroskagráðu, heldur getur í völdum tilvikum gefið vísbendingu um verkunarmáta krabbameinsvakans. NIÐURSTÖÐUR Dreifkrabbamein skv. skilgreiningu Lauréns, hefur sérstöðu meðal kirtilkrabbameina í maga, og birtist hún m.a. í sérstæðum myndunarferli og vaxtarhegðun. Frumur dreifkrabbameins eru ekki endilega frábrugðnar aðlægum stofnfrumum á meintu staðbundnu (in situ) stigi, sem meðal annars þess vegna er torgreint, enda stendur það vafalítið stutt yfir. Upphafleg íferð dreifkrabbameins er með sérstöku móti, eins og upplausnarástand kirtilhálsa ber með sér, enda má gera ráð fyrir að myndun grunnhimnu fari fljótlega úrskeiðis, auk þess sem íferðarfrumukvíslir eru væntanlega snemma á ferðinni. Greinileg lagskipting byrjandi dreifkrabbameins samfara ríkjandi sigðfrumuþroskun, dregur hugsanlega úr vaxtarhraða æxlisins, enda heimildir fyrir því að byrjunarskeið slíkra æxla geti dregist á langinn (mánuðir, ár). Umrætt tilfelli á FSA var. sérstakt að því leyti að hafa tekið litlum sem engum breytingum í tæplega þrjú ár. Kenna má veiklaðri himnustarfsemi um hið (annars) tvístraða og jafnframt kirtilsnauða vaxtarlag dreifkrabbameinsins. Sama gildir um formgerð sigðfrumunnar og hneigð hennar til slímteppu. Misræmið, sem gjaman er á þroskastigi dreifkrabbameinsfrumna og byggingarlagi æxlanna, má rekja til himnuvandkvæða, auk þess sem fyrirbærið á við almenn erfðafræðileg rök að styðjast. Ætla má að grunnhimnuviðtök dreifkrabbameinsfrumna séu ófullkomin og geti það lengi vel dregið úr hæfni þeirra til innvaxtar í blóðæðar, að minnsta kosti í þeim mæli sem gerist meðal gamafrumukrabbameina. Margbreytileiki dreifkrabbameinsfrumna, bæði hvað viðvíkur formgerð og efnagerð, getur bent til röskunar á starfsemi þeirra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.