Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 69 meðal 3:4 benzpyrenes með því að sía reyk í reykhúsum áður en hann berst að því, sem reykja á. Árið 1966 ritaði Þorsteinn Þorsteinsson fræðslugrein um upphaf rannsókna sinna á fjölhringa kolvatnsefnum í íslenskum mat, sérstaklega lambasviðum og sviðnum svartfugli (41). Þar kom fram að Níels Dungal hafði ráðið hann til þessa starfs árið 1964 og leiddi það til þeirra niðurstaðna sem koma fram í áðumefndum greinum Þorsteins. 4.4 Vefjarannsóknir: Árið 1958 rituðu Níels Dungal og Þorgils Benediktsson grein um athugun á 1033 krufningum á fólki 50 ára og eldri og fundust í þeim 104 magakrabbamein (42). Jafnframt var gert mat á atherosclerosis í aorta og var niðurstaðan sú að í samanburðarhópi fólks án krabbameins væri jafn mikil atheromatosis en minni kölkun í æðinni. Töldu þeir að eldra fólki með tiltölulega mjúka aorta væri hættara við magakrabbameini og að orsakasamband væri milli cholesterin- og kalkefnaskipta annars vegar og myndun krabbameins í maga hins vegar. Árið 1958 rituðu Níels Dungal og Halldór Hansen grein um maga- og skeifugamarsár í Islendingum en þau höfðu fundist við kmfningu og í skurðsýnum (43). Þar létu þeir getið hárrar tíðni svæsinnar magabólgu í skurðsýnum og þess að magabólgan sem slík kynni að eiga einhvem þátt í myndun magakrabbameins. Ekki töldu þeir vera orsakasamband milli sára og krabbameins. Árið 1962 rituðu Þorgeir Þorgeirsson og Olafur Bjarnason grein um vefjarannsókn á magakrabbameini (44). Skýrt var frá rannsókn á 340 magasýnum eftir meiriháttar skurðaðgerðir sem bámst Rannsóknastofu Háskólans á tímabilinu 1951-60. Lýst var útliti æxlanna eins og sást með bemm augum og staðsetningu í maga en hún var þessi: pylorus 54.1%, corpus 23.6%, cardia 11.6% og diffus æxli vom 10.7%. Samanburður við rannsóknir í öðmm löndum benti til þess að æxlið væri hlutfallslega oftar í efri hluta magans í Islendingum en í öðmm þjóðum. Árið 1975 rituðu Olafur Bjarnason og Olafur Jensson grein um frumugreiningu á magakrabbameini (45). Á ámnum 1959- 67 höfðu verið skoðuð frumusýni frá maga 1082 sjúklinga. Af þeim höfðu 164 magakrabbamein. Við upphaflega greiningu magakrabbameins bar röntgenmyndataka meiri árangur en fmmuskoðun eða 85% greiningarhlutfall miðað við 40% með frumuskoðun. Samt voru 10% æxlanna einungis greinanleg með frumuskoðun og vom það mest æxli á byrjunarstigi. Lakari árangur með frumuskoðun var talinn stafa af slæmum heimtum á frumum frá stórum nekrótískum æxlum og ófullnægjandi tækni við magaskolun. Sigfús Nikulásson, Jónas Hallgrímsson, Hrafn Tulinius, Helgi Sigvaldason og Guðríður Olafsdóttir hafa nýlega ritað grein um magakrabbamein í ritröð um vefjaflokkun krabbameina í íslendingum á árunum 1955-1984 og er hún sú 16. i ritröðinni (1). I Krabbameinsskrá eru 1437 karlar og 766 konur með magakrabbamein á þessu 30 ára tímabili og var hægt að flokka 1170 karla (82%) og 575 konur (75%). Annars vegar vom notaðar vefjaflokkanir Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (46) og hins vegar vefjaflokkun sem kennd er við Laurén (47) sem er mikið notuð í faraldsfræðilegum rannsóknum. Á tímabilinu féll nýgengi magakrabbameins meðal karla úr 76 í 28 og meðal kvenna úr 30 í 12 fyrir hverja 100 þúsund íbúa. Fækkaði mest í vefjaflokknum tubular carcinoma (flokkun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar) og í vefjaflokknum intestinal carcinoma (flokkun Lauréns) en þessi æxlistegund í hvorri flokkun fyrir sig hefur einkum.verið tengd við umhverfisþætti sem orsakir. Litlar breytingar urðu á öðmm æxlistegundum sem flestar eru í flokki diffuse carcinoma (flokkun Lauréns) en sá vefjaflokkur er talinn minna háður umhverfisþáttum og sennilega af öðrum og óþekktum uppmna. Niðurstöður þessarar rannsóknar á Islendingum em í samræmi við niðurstöður rannsókna í öðrum löndum en hafa það sérstaka gildi að þær eru um heila þjóð á löngu tímabili og einmitt um þjóð sem hefur haft einna hæsta magakrabbameinstíðni í heiminum. Niðurstöðumar styðja ákveðið fyrri tilgátur manna um innbyrðis breytingar æxlistegundanna og styrkja mjög þá kenningu að fæðuþættir séu mikilsverðir sem orsök stærsta flokks magakrabbameina hjá þjóðum sem hafa háa tíðni æxlisins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.