Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 55-9. 55 Þorgeir Þorgeirsson BYRJANDI DREIFKRABBAMEIN í MAGA. HUGLEIÐING AF GEFNU TILEFNI ÁGRIP Fjallað er um byrjandi dreifkrabbamein í maga (carcinoma diffusum incipiens) með hliðsjón af sjúkdómstilfelli á FSA og rannsóknum síðari tíma. Leitast er við að skýra vaxtarhegðun á grundvelli vefjagerðar og myndunarferils. Hugmyndir um meint staðbundið (in situ) stig eru teknar til endurskoðunar og bráð íferð meðal annars rakin til vanbúinnar grunnhimnu. Vakin er athygli á tímalengd byrjunarskeiðsins (mánuðir, ár) og ofannefnt sjúkdómstilfelli tilfært því til staðfestingar. Misræmi á frumuþroskun og byggingarlagi meinsins er stutt erfðafræðilegum rökum og ennfremur vísað til kenninga um að frymishimnum sé áfátt. Lögð er áhersla á óvanalega fjölbreytni æxlisfrumnanna og því haldið fram að það geti gefið vísbendingu um sérstakan verkunarmáta krabbameinsvakans. INNGANGUR Tilefni þessarar umræðu er tilfelli af magakrabbameini, sem kom til aðgerðar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri árið 1989 eftir magaspeglun og sýnatöku, og reyndist vera byrjunarkrabbamein af sigðfrumugerð (signethrings-). Við eftirgrennslan og endurskoðun vefjasýna kom í ljós, að æxlið hafði verið til staðar tveimur árum og 11 mánuðum áður, en haldist lítið breytt allan tímann og raunar vart verið greinanlegt við endurteknar magaspeglanir. Enn er margt á huldu um myndunarferil sigðfrumukrabbameins og hugsanlega sérstöðu þess, og því þótti ástæða til frekari könnunar á málavöxtum. DREIFKRABBAMEIN OG GARNAFRUMUKRABBAMEIN Samkvæmt vefjaflokkunarkerfi Frá meinafræöideild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (1977, 1990) er sigðfrumukrabbamein ein af fjórum gerðum kirtilkrabbameins í maga. Laurén (1965) greindi hins vegar tvær aðalgerðir, (þ.e. gamafrumukrabbamein (carcinoma intestinale) og dreifkrabbamein (carcinoma diffusum) - með sigðfrumukrabbamein að uppistöðu (1). Gagnger munur er á þessum tveim gerðum í ýmsum greinum, bæði vefrænum og klínískum. Dreifkrabbameinið er algengara hjá yngra fólki en gamafrumukrabbamein. Það er jafnari skipting milli kynja í dreifkrabbameini. Nýgengi þess hefur haldist nokkuð stöðugt, meðan gamafrumukrabbameinum hefur fækkað. Fylgni við gamafmmuummyndun (metaplasia intestinalis) og magabólgur er í lágmarki. Horfur em að öðru jöfnu lakari. Afmörkun þess er óglögg, eitilfrumuviðbrögð eru hverfandi og vöxturinn sérlega ágengur og gjaman djúpsækinn. Dreifkrabbameinið er talið þroskalítið, en slímmyndun er þó venjulega ríkuleg (sbr. sigðfrumuformið). Gamafmmuþroskahneigð er algeng í báðum gerðunum, þó algengari í gamafmmugerðinni, og illkynja taugaseytifmmur koma ósjaldan fyrir, einkum í dreifkrabbameininu. VEFJAGERÐ DREIFKRABBAMEINS Fmmugerðin er í flestum tilvikum einkennandi fyrir dreifkrabbameinið. Sigðfruman er þó ekki ævinlega ríkjandi frumuþáttur, og stundum gætir hennar ekki. Getur þá útlitið svarað til ósérgreinds krabbameins (carcinoma indifferentiatum) samkvæmt flokkunarkerfi AHS. Þegar á allt er litið, er það vaxtarlag æxlisins ekki síður en fmmugerðin, sem er einkennandi. Dreifkrabbamein hefur tilhneigingu til að breiðast ört út, æxlisfrumumar em gjaman tvístraðar, og er engu líkara en sambandsleysi ríki milli þeirra. Fmmumar virðast þannig lítt hæfar til að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.