Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 57 lífefnafræðilegum aðferðum, vekur enn athygli, hversu fjölskrúðugt þetta samfélag getur verið, meðfram vegna tilkomu aðgreindra frumukvísla (cell-lines). A þetta sérstaklega við um dreifkrabbameinið (14-17). Þannig getur sigðfruman fylgt þroskabraut dokkfrumu - þótt stuðulformið sé henni ofviða. Hún getur líkt eftir slímhálsfrumu, eða kirtilfrumum í fjarhluta magans (antrum). Einnig er gamafrumuþroskahneigð alvanaleg, svo að fram koma bikarfrumuform og jafnvel aðrar formlíkingar, bæði af smágimis- og ristilslímutoga. Hlutdeild æxlisfmmna af taugainnseytisgerð er og stundum umtalsverð (18,19). Ýmis efnisatvik auka enn á fjölbreytnina, svo sem tilkoma estrógen-prógesteron viðtaka (20), afhjúpun fósturmarka (21,22) o.fl. Ekki má heldur gleyma því, að fmmublendingar koma margoft fyrir, sumir hverjir af maga- og þarmagerð. Þá benda rannsóknir til, að gmnnlægar æxlisfmmur séu oftar en ekki af dokkfrumugerð, en djúplægar fmmur sverji sig einkum í ætt slímhálsfmmna (14,15). Þetta mun sérstaklega eiga við, þegar greinileg lagskipting er fyrir hendi og magafrumugerðir ríkjandi í æxlinu. VAXTARHEGÐUN Staðbundið dreifkrabbamein hefur aldrei ásannast (23,24) og er yfirleitt látið að því liggja, að meint forstig krabbameinsins sé óvenju skammvinnt og æxlið vaxi eiginlega ífarandi frá byrjun. Þetta vitni um sérlega lága þroskagráðu og mikla illkynjun. Svo virðist raunar sem leitin að staðbundnum breytingum hafi beinst að sjálfu sigðfrumuforminu (25) , meðan væntanlega væri nærtækara að hyggja að þroskalitlum fmmuformum af stofnfmmutoga. Það hefur verið gert í þessari athugun, en ótvíræðar staðbundnar breytingar hafa ekki komið í leitimar. Stofnfrumur mynda ekki samfellt lag í eðlilegri magaslímhúð, því að þær em staðsettar innan um dokk-, slímháls- og veggfrumur á ýmsum þroskaskeiðum (26) . í slíku umhverfi em þær torgreindari en ella, helst er að kjamadeilingar eða algjört slímleysi gefi þær til kynna. Það er heldur ekki gefið, að stofnfrumur skeri sig endilega úr aðliggjandi fmmum, þótt þær séu rangvaxnar. Að vísu hefði mátt ætla, að þær legðu fljótlega leið sína upp eftir innra borði dokkarinnar, þ.e. innan vébanda grunnhimnu, jafnframt því sem þær þroskuðust að vissu marki. Þær fetuðu með því móti í fótspor eðlilegra dokkfmmna, eins og mun gerast á myndunarferli gamafmmukrabbameina. En því er ekki að heilsa, jafnvel þótt dokkfrumugerð sé ríkjandi í æxlinu. Sömuleiðis hefði mátt ætla, að rangvaxnar fmmur af slímhálsfmmugerð leituðu niður í kirtillagið (innan grunnhimnu), en á því ber ekki heldur. Það mun því vera mála sannast, að dreifkrabbameinsfrumur vaxi ífarandi því sem næst rakleiðis út í stoðvefinn. Á meintu staðbundnu stigi gefist hvorki tóm til útbreiðslu til yfirborðsins né til kirtillagsins. Vaxtarhraði dreifkrabbameina er þó engu að síður mismunandi, og em góðar heimildir fyrir því, að byrjunarskeið slíkra æxla geti staðið yfir mánuðum og jafnvel ámm saman (27-29). Glögg lagskipting samfara lágmarkshlutdeild æxlisstofnfmmna og ríkjandi sigðfrumu- þroskun virðist þá geta hægt á vextinum. HIMNUTENGD VANDKVÆÐI Meðal auðkenna sigðfmmunnar er eins og áður greinir ríkuleg slímmyndun samfara teppu í slímlosun. Sömuleiðis blasir við getuleysi til fmmutenginga, og þar með til myndunar á æxliskirtlum. Hvort tveggja virðist mega rekja til truflunar á himnutengdri starfsemi. Þannig er slímlosun meðal annars háð skipan frymisnetsins, og náin sambúð fmmna gmndvallast á virkum tengibúnaði (15). Því mun vera þannig háttað, að þekjufmmur, hvort heldur em í eðlilegum vef eða æxlisvef, komast til meiri eða minni þroska í samræmi við arfborið upplag, tiltölulega óháð umhverfisáhrifum. Á hinn bóginn eru viss boðefni af frumstæðum bandvefsuppruna talin mikilsráðandi um vefræna byggingu, en fyrirbærin, þ.e. fmmuþroskun og vefræn uppbygging, lúta þar að auki stjóm mismunandi gena (30,31). Dreifkrabbamein hafa því skilyrði til að ná frumulegum þroska, þótt þau séu ekki uppnæm fyrir þroskavænlegum ytri áhrifum, en um það má kenna skorti á viðeigandi himnuviðtökum. Sérstaka athygli vekur, að gamafrumukrabbamein hneigjast fremur til innvaxtar í blóðæðar en dreiflcrabbamein og meinverpast oftar til lifrar snemma á ferlinum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.