Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 34
68 LÆKNABLAÐIÐ Síðari grein N.W.Choi um magakrabbamein í íslendingum í Manitoba var rituð árið 1971 (35) . Leitað var upplýsinga um mataræði 128 manna sem voru fæddir á Islandi og 587 afkomenda þeirra fæddra í Manitoba. Spurt var um 55 mismunandi fæðutegundir sem munu hafa verið þær sömu og Níels Dungal og Júlíus Sigurjónsson könnuðu áður á íslandi (34). Það sem helst þótti markvert var að af fimm af tíu fæðutegundum, sem voru ýmist reyktar eða sviðnar, neyttu innfluttir Islendingar meira en afkomendur þeirra gerðu. Sama var um slátur, skyr og þrjár tegundir saltaðs og pæklaðs matar. Niðurstaða þessarar könnunar var sú að innfluttir Islendingar neyttu meira af fæðutegundum sem innihéldu aukið magn af fjölhringa kolefnissamböndum og þar með fæðu sem tengd hefði verið aukinni hættu á magakrabbameini. I grein árið 1981 báru Hrafn Tulinius og Helgi Sigvaldason saman nýgengi krabbameina í Birmingham í Englandi annarsvegar og á Islandi hinsvegar (26). Birmingham var tekin sem dæmi um landsvæði með mikla loftmengun og ísland landsvæði með litla loftmengun. Nýgengi flestra krabbameina í líffærum sem mengað andrúmsloft nær til var hærra í Birmingham en á Islandi, þ.e. í lungum, barkakýli, húð, getnaðarlim, munni, tungu, skútum og kverkum. I Birmingham var einnig meira um krabbamein í ristli, endaþarmi og þvagblöðru. Nýgengi magakrabbameins var nær tvöfalt hærra og krabbameins í vör og nefkoki nær þrefalt hærra á Islandi en í Birmingham. Nýgengi krabbameins í vélinda var nokkru hærra á íslandi en í Birmingham. Ekki töldu höfundar að samanburður þessi sannaði aukna krabbameinshættu vegna loftmengunar af iðnaði einum saman. Meiri reykingar fólks í Birmingham kynnu að hafa meiri þýðingu. 4.3. Matvœlarannsóknir: í grein Níelsar Dungals og EJ.Bailey árið 1958 var greint frá rannsókn sem gerð var í Bretlandi á íslenskum mat, þ.e. heimareyktum silungi og heimareyktu kindakjöti frá bóndabæjum og reyktum karfa og þorski frá fyrirtækjum í matvælaframleiðslu (36) . í silungi og kindakjöti fannst mikið af fjölhringa kolvetnissamböndum (polycyclic hydrocarbons) sem ekki voru talin krabbameinsvaldandi efni en einnig fannst mikið af 3:4 benzpyrene sem er öflugur krabbameinsvaldur. Lítið fannst af öllum þessum efnum í karfa og þorski. I einu kflógrammi af silungi og kindakjöti var jafnmikið af 3:4 benzpyrene og í reyk frá 250 sígarettum og var talið að neysla þessara fæðutegunda gæti skýrt háa tíðni magakrabbameins á sumum svæðum landsins. I stuttum greinum árin 1959 og 1961 ritaði Níels Dungal um sömu rannsóknir á íslenskum mat (37,38). Þorsteinn Þorsteinsson og Guðmundur Þórðarson rituðu grein árið 1968 um rannsóknir og mælingar á fjölhringa kolefnissamböndum, sérstaklega 3:4 benzpyrene, í sviðnum mat (39). Rannsakaðir voru sviðnir kindahausar og sviðnir sjófuglar og var ýmist sviðið eftir venjum sem tíðkast höfðu til sveita eða með gasi. Mæld voru 10 fjölhringa kolefnissambönd og var magn þeirra háð elds'neytinu sem notað var en þau eru millistig efna sem myndast við ófullkominn bruna. Eldur af propane og acetylene-oxygen myndaði aðeins örlítið af efnunum en hægur bruni með mó, kolum eða hráolíu myndaði miklu meira. Sérstaklega var bent á mikið magn krabbameinsvaldans 3:4 benzpyrene í kindahausum og sjófuglum sem sviðnir voru á hefðbundinn hátt til heimilisnotkunar til sveita og háa tíðni magakrabbameins í sumum landshlutum þar sem neysla þessarar fæðu hafði verið óvenjumikil. Þorsteinn Þorsteinsson ritaði síðan aðra grein árið 1969 um svipaðar rannsóknir (40). Heimareyktur matur með meiri og lengri reykingu innihélt meira af fjölhringa kolefnissamböndum og þar á meðal 3:4 benzpyrene en matur sem reyktur var minna og skemur eins og venja var hjá matvælaframleiðendum. Kjöt reykt með hefðbundum hætti til sveita innihélt 23 sinnum meira af 3:4 benzpyrene en kjöt reykt hjá matvælafyrirtækjum. Phenol gáfu kjöti reykta bragðið og flæddu auðveldlega inn í kjöt, jafnvel gegnum baðmullar- eða sellófanumbúðir, en fjölhringa kolefnissamböndin sem eru þyngri flæddu aðeins stutt inn fyrir yfirborðið og þess vegna var mest af þeim yst í kjötinu og í umbúðunum. Bent var á að minnka mætti magn fjölhringa kolefnissambanda og þar á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.