Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 30
64 LÆKNABLAÐIÐ Ólafur Bjamason og síðar Hrafn Tulinius, kafla um Island. 4. Tímaritsgreinar og bókarkaflar: Samtals hafa fundist 51 tímaritsgrein og bókarkafli sem rituð hafa verið um magakrabbamein í Islendingum. Höfundar hafa lagt mesta áherslu á faraldsfræði, mataræði, matvælarannsóknir, vefjarannsóknir, rannsókn og meðferð á sjúklingum, rannsókn á snefilefnum og dýratilraunir. Rit þeirra verða hér flokkuð eftir ofangreindum efnisatriðum. I nokkrum ritanna er fjallað um tvö eða fleiri efnisatriði sem gerir nauðsynlegt að vitna til þeirra oftar en einu sinni í þessari yfirlitsgrein. 4.1. Faraldsfrœði: Umfjöllun um magakrabbamein í Heilbrigðisskýrslum og í ritum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands tilheyrir í raun faraldsfræði en til að auðvelda aðgang að þessu sérstaka efni var talið rétt að gefa hvoru um sig sjálfstæðan kafla í yfirlitsgreininni (kaflar 2 og 3). Júlíus Sigurjónsson ritaði árið 1954 fyrstu greinina um faraldsfræði, um manndauða af völdum krabbameins og annarra illkynja æxla (15). Athugaði Júlíus frumgögn, dánarvottorð lækna og dánarskýrslur presta frá Hagstofu. Miðaðist rannsóknin við fjögur fjögurra ára tímabil á 10 ára fresti, fyrst 1919-22 og síðast 1949-52. Magakrabbamein var 48.4% æxla í körlum á fyrsta tímabilinu og 47.4% á því síðasta. Hliðstæðar tölur hjá konum voru 33.3% og 25.2%. Þannig varð lækkun hjá konum en nánast engin hjá körlum, þ.e. engin hlutfallsleg lækkun. Samanburður á dánartölum vegna krabbameina í meltingarfærum án frekari staðsetningar eftir líffærum sýndi að Island var hæst miðað við Bandaríkin, Danmörku, England, Noreg og Sviss. Júlíus Sigurjónsson ritaði grein árið 1966 um dánartíðni úr krabbameini og sérstaklega úr magakrabbameini (16). Athuguð voru dánarvottorð frá árunum 1931-60. Niðurstöður frá fyrstu áratugunum var ekki talið hægt að meta til fulls vegna óáreiðanleika upplýsinga en greinilega var lækkun á tíðni magakrabbameins síðustu einn eða tvo áratugina. Grein byggða á sama efniviði ritaði Júlíus Sigurjónsson árið 1966 um dánartíðni vegna krabbameins og sérstaklega vegna magakrabbameins eftir landshlutum (17). Ekki var marktækur munur á heildardánartölum vegna allra krabbameina eftir landshlutum en öðru máli gegndi um magakrabbamein. Skipta mátti landinu í þrjú svæði eftir tíðni. Hæst tíðni var í sjö sýslum í norðvesturhluta landsins þar sem hún var 139.5, lægst tíðni í Reykjavik 84.7 og síðan mynduðu aðrir landshlutar þriðja svæðið með tíðni 94.3. Könnunin náði aðeins yfir aldursflokkana 0-64 ára til þess að komast hjá hugsanlegum röngum sjúkdómsgreiningum hjá elsta fólkinu. Niðurstöður þessar voru tölfræðilega marktækar. Með samanburði milli Reykjavíkur, annarra kaupstaða, sveita og þorpa, var Reykjavík lægst (84.7), aðrir kaupstaðir nokkuð hærri (95.9) og sveitir og þorp hæst (112.7). Sá sem mest hefur ritað um magakrabbamein í Islendingum er Níels Dungal eða samtals 11 greinar ýmist einn eða með öðrum á tímabilinu 1955-1967. Síðasta greinin kom út að honum látnum og var Júlíus Sigurjónsson meðhöfundur. Fyrstu þrjár greinar Níelsar Dungals eru frá árinu 1955, byggðar á rannsókn á dánarvottorðum á tveim samliggjandi 10 ára tímabilum, 1930-39 og 1940-49, krufningaskýrslum áranna 1932-53 og skurðsýnum áranna 1932-52 (18-20). Kom þar fram að dánartíðni af völdum allra krabbameina í Islendingum hafi á árunum 1940-49 verið 148 á 100.000 manns á ári. Um 50% af krabbameinum í körlum og 33% í konum voru magakrabbamein. Dánartíðni úr magakrabbameini á þessu 10 ára tímabili var 65 á 100.000 íbúa í samanburði við dánartíðni 19.3 árið 1944 í Bandaríkjunum. A svipuðum tíma var magakrabbamein í Japan um 50% allra krabbameina í körlum og 38% í konum. Arið 1963 var Níels Dungal meðhöfundur að langri grein um faraldsfræðilegar samanburðarrannsóknir frá Japan, New York City, íslandi og Slóveníu (21). Þessi landsvæði voru valin vegna þess að í Japan og á Islandi var há tíðni magakrabbameins, meðalhá í Slóveníu og lág í New York City. I upphafi greinarinnar var langur kafli um faraldsfræði magakrabbameins og rannsóknir sem gerðar höfðu verið. Þar kom fram að Níels Dungal hafi einna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.